Mætir með tuttugu ára reynslu hjá Ölgerðinni til Kælitækni Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 30. október 2023 10:13 Valur Ásberg hefur störf hjá Kælitækni á miðvikudag. Kælitækni Valur Ásberg Valsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Kælitækni frá og með 1. nóvember næstkomandi. Hann lét af störfum hjá Ölgerðinni í mars síðastliðnum. Valur starfaði sem framkvæmdastjóri hjá Ölgerð Egils Skallagrímssonar frá árinu 2008, en alls starfaði hann hjá Ölgerðinni í 20 ár, síðast sem framkvæmdastjóri Egils áfengrar drykkjavöru og fyrirtækjaþjónustu. Valur útskrifaðist með B.Sc. í iðnaðartæknifræði frá Háskólanum í Reykjavík árið 2003. „Valur hefur víðtæka reynslu í rekstri og sölu- og markaðsmálum og kemur til liðs við Kælitækni á tímum breytinga og vaxtar,“ segir í tilkynningu frá Kælitækni. Kælitækni er yfir 60 ára gamalt fyrirtæki sem þjónustar kæliiðnaðinn á Íslandi í stóru og smáu. „Félagið hefur vaxið mikið síðustu ár og er nú með umsvifamestu fyrirtækjum á sínu sviði á Íslandi, bæði á sviði vörusölu og þjónustu. Félagið hefur einnig haslað sér völl erlendis á síðustu árum við hönnun og sölu á kælibúnaði fyrir stór fyrirtæki á sviði matvælaframleiðslu.“ Haukur Njálsson og Erlendur Hjaltason, stjórnarmenn hjá Kælitækni, segjast vænta mikils af samstarfinu við Val á komandi árum. „Reynsla hans og þekking í íslensku viðskiptalífi er víðtæk og við teljum að innkoma hans sem framkvæmdastjóri fyrirtækisins muni styðja við vöxt starfseminnar og leiða félagið inn í framtíðina,“ segja Haukur og Erlendur. Valur segist spenntur. „Ég er fullur tilhlökkunar á samstarf við starfsfólk og stjórn Kælitækni á komandi árum. Saga fyrirtækisins og framtíðarsýn er áhugaverð og sé ég mikil tækifæri til vaxtar á komandi árum,“ segir Valur Ásberg. Fram kom í tilkynningu Ölgerðarinnar til Kauphallar í mars að Valur hefði óskað eftir að láta af störfum og samið um starfsflok. „Tími minn hjá Ölgerðinni, sem telur rúm 20 ár, hefur verið bæði lærdómsríkur og gefandi. Ég hef fengið að byggja upp og leiða bæði vörumerki og viðskiptaeiningar með frábæru samstarfsfólki í örum vexti fyrirtækisins. Það sem stendur þó alltaf upp úr er fókið sem ég kynntist bæði innan og utan Ölgerðarinnar. Ég geng stoltur frá Ölgerðinni og skil sáttur við fyrirtækið og samstarfsfólk,“ sagði Valur á tímamótunum. „Það er mikil eftirsjá í Val – við höfum starfað saman í rúm 20 ár og Valur hefur átt stóran þátt í þeim mikla vexti sem verið hefur hjá Ölgerðinni. Hann hefur leitt fjölmörg umbreytingarverkefni á vegum fyrirtækisins og byggt upp arðsamar viðskiptaeiningar,“ sagði Andri Þór Guðmundsson forstjóri Ölgerðarinnar við það tilefni. Vistaskipti Ölgerðin Mest lesið Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Sjá meira
Valur starfaði sem framkvæmdastjóri hjá Ölgerð Egils Skallagrímssonar frá árinu 2008, en alls starfaði hann hjá Ölgerðinni í 20 ár, síðast sem framkvæmdastjóri Egils áfengrar drykkjavöru og fyrirtækjaþjónustu. Valur útskrifaðist með B.Sc. í iðnaðartæknifræði frá Háskólanum í Reykjavík árið 2003. „Valur hefur víðtæka reynslu í rekstri og sölu- og markaðsmálum og kemur til liðs við Kælitækni á tímum breytinga og vaxtar,“ segir í tilkynningu frá Kælitækni. Kælitækni er yfir 60 ára gamalt fyrirtæki sem þjónustar kæliiðnaðinn á Íslandi í stóru og smáu. „Félagið hefur vaxið mikið síðustu ár og er nú með umsvifamestu fyrirtækjum á sínu sviði á Íslandi, bæði á sviði vörusölu og þjónustu. Félagið hefur einnig haslað sér völl erlendis á síðustu árum við hönnun og sölu á kælibúnaði fyrir stór fyrirtæki á sviði matvælaframleiðslu.“ Haukur Njálsson og Erlendur Hjaltason, stjórnarmenn hjá Kælitækni, segjast vænta mikils af samstarfinu við Val á komandi árum. „Reynsla hans og þekking í íslensku viðskiptalífi er víðtæk og við teljum að innkoma hans sem framkvæmdastjóri fyrirtækisins muni styðja við vöxt starfseminnar og leiða félagið inn í framtíðina,“ segja Haukur og Erlendur. Valur segist spenntur. „Ég er fullur tilhlökkunar á samstarf við starfsfólk og stjórn Kælitækni á komandi árum. Saga fyrirtækisins og framtíðarsýn er áhugaverð og sé ég mikil tækifæri til vaxtar á komandi árum,“ segir Valur Ásberg. Fram kom í tilkynningu Ölgerðarinnar til Kauphallar í mars að Valur hefði óskað eftir að láta af störfum og samið um starfsflok. „Tími minn hjá Ölgerðinni, sem telur rúm 20 ár, hefur verið bæði lærdómsríkur og gefandi. Ég hef fengið að byggja upp og leiða bæði vörumerki og viðskiptaeiningar með frábæru samstarfsfólki í örum vexti fyrirtækisins. Það sem stendur þó alltaf upp úr er fókið sem ég kynntist bæði innan og utan Ölgerðarinnar. Ég geng stoltur frá Ölgerðinni og skil sáttur við fyrirtækið og samstarfsfólk,“ sagði Valur á tímamótunum. „Það er mikil eftirsjá í Val – við höfum starfað saman í rúm 20 ár og Valur hefur átt stóran þátt í þeim mikla vexti sem verið hefur hjá Ölgerðinni. Hann hefur leitt fjölmörg umbreytingarverkefni á vegum fyrirtækisins og byggt upp arðsamar viðskiptaeiningar,“ sagði Andri Þór Guðmundsson forstjóri Ölgerðarinnar við það tilefni.
Vistaskipti Ölgerðin Mest lesið Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Sjá meira