Skjálfti upp á 4,5 fannst víða Kolbeinn Tumi Daðason og Margrét Helga Erlingsdóttir skrifa 30. október 2023 12:28 Skjálftinn var 2,5 kílómetra norðaustur af Þorbirni við Grindavík. vísir/Egill Fólk á suðvesturhorninu fann margt hvert vel fyrir jarðskjálfta nærri Grindavík um klukkan nítján mínútur yfir tólf. Íbúar á Akranesi voru á meðal þeirra sem fundu fyrir skjálftanum sem reyndist 4,5 að stærð. Þær upplýsingar fengust frá Veðurstofu Íslands upptök skjálftans hefðu verið um 2,5 kílómetra norðaustur af fjallinu Þorbirni. Þar hefur mælst ört landris undanfarið. Ármann Höskuldsson, eldfjallafræðingur og prófessor við Háskóla Íslands, sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar að ört landris við Svartsengi og Þorbjörn séu ekki góðar fréttir í ljósi staðsetningar. Langvarandi landris sé til marks um að töluvert hafi safnast af kviku á svæðinu og því ætti eldgos þar að vera aðeins kraftmeira en síðustu tvö. Hann segir farsælla að viðbragðsaðilar geri í undirbúningi sínum ráð fyrir slæmri útkomu til að þeir séu betur í stakk búnir að leysa málin skjótt og örugglega. Gervitunglagögn sýna og staðfesta að áframhaldandi þensla er norðvestan við Þorbjörn og Svartsengi er þenslan hröð. Á vef Veðurstofunnar kemur fram að samfelldar GPS-mælingar sýni áframhaldandi merki um landris. Hraði þenslunnar hafi þó minnkað örlítið miðað við í upphafi, en fyrstu niðurstöður líkanreikninga bendi til að kvika sé að safnast fyrir á um fjögurra klómetra dýpi. Síðasta sólarhringinn hafa mælst um 1.300 jarðskjálftar á Reykjanesskaga og er meirihluti skjálftavirkninnar á um tveggja til fjögurra kílómetra dýpi. Ármann Höskuldsson, eldfjallafræðingur og prófessor við Háskóla Íslands, segir að þessi virkni, sem er á óheppilegum stað, hafi verið fyrirséð. Ármann Höskuldsson, eldfjallafræðingur, rýnir í þróun mála á Reykjanesskaga.vísir/Vilhelm „Úr því að Reykjanesið er byrjað, Reykjanesskaginn, og alltaf þegar hann hefur byrjað þá fer hann allur hægt og rólega í gang en þetta er kannski hraðara heldur en við höfðum kannski vonað. Þetta er mjög hratt ferli og þessar síðustu fréttir í kringum Eldvarpakerfið þarna, það eru ekki nógu góðar fréttir því við erum með svolítið af innviðum þar sem við erum kannski ekki búin að klára að undirbúa mótvægisaðgerðir,“ segir Ármann. Ekki góðar fréttir Landris hefur mælst á þessu svæði í langan tíma en það hefur ýmist hægst á því eða það hætt alveg í einhvern tíma. „Það segir okkur að það er töluvert af kviku sem hefur náð að safnast fyrir á þessu svæði og ef það segir okkur eitthvað þá ættu eldgosin þarna að verða aðeins kraftmeiri heldur en þau sem voru úti í Fagradalsfjalli þannig að það er í sjálfu sér ekki góðar fréttir heldur því þá bara rennur hraunið hraðar og þá hafa menn styttri tíma til að koma upp varnaraðgerðum.“ Svartsengi og Bláa lónið Fólk sé heppið ef það fái sex eða sjö klukkustunda fyrirvara. Það sé vandamál því Bláa lónið er til að mynda nálægt. „Svo kannski ennþá verra er Svartsengi og sú starfsemi sem þar er. Þar er náttúrulega framleidd raforka og heitt vatn og kalt vatn fyrir Suðurnesin, þannig að það væri vont ef eitthvað færi að skaðast í því þegar við erum að koma inn í veturinn þannig að menn verða náttúrulega að halda áfram að setja upp plönin og kannski gera ráð fyrir ekkert allt of góðri útkomu þannig að menn séu bara tilbúnir að leysa það skjótt og örugglega.“ Fréttin hefur verið uppfærð. Eldgos og jarðhræringar Grindavík Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Eldgos hafið á ný og bílastæðaplan Bláa lónsins nú undir hrauni Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Fleiri fréttir Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Sjá meira
Þær upplýsingar fengust frá Veðurstofu Íslands upptök skjálftans hefðu verið um 2,5 kílómetra norðaustur af fjallinu Þorbirni. Þar hefur mælst ört landris undanfarið. Ármann Höskuldsson, eldfjallafræðingur og prófessor við Háskóla Íslands, sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar að ört landris við Svartsengi og Þorbjörn séu ekki góðar fréttir í ljósi staðsetningar. Langvarandi landris sé til marks um að töluvert hafi safnast af kviku á svæðinu og því ætti eldgos þar að vera aðeins kraftmeira en síðustu tvö. Hann segir farsælla að viðbragðsaðilar geri í undirbúningi sínum ráð fyrir slæmri útkomu til að þeir séu betur í stakk búnir að leysa málin skjótt og örugglega. Gervitunglagögn sýna og staðfesta að áframhaldandi þensla er norðvestan við Þorbjörn og Svartsengi er þenslan hröð. Á vef Veðurstofunnar kemur fram að samfelldar GPS-mælingar sýni áframhaldandi merki um landris. Hraði þenslunnar hafi þó minnkað örlítið miðað við í upphafi, en fyrstu niðurstöður líkanreikninga bendi til að kvika sé að safnast fyrir á um fjögurra klómetra dýpi. Síðasta sólarhringinn hafa mælst um 1.300 jarðskjálftar á Reykjanesskaga og er meirihluti skjálftavirkninnar á um tveggja til fjögurra kílómetra dýpi. Ármann Höskuldsson, eldfjallafræðingur og prófessor við Háskóla Íslands, segir að þessi virkni, sem er á óheppilegum stað, hafi verið fyrirséð. Ármann Höskuldsson, eldfjallafræðingur, rýnir í þróun mála á Reykjanesskaga.vísir/Vilhelm „Úr því að Reykjanesið er byrjað, Reykjanesskaginn, og alltaf þegar hann hefur byrjað þá fer hann allur hægt og rólega í gang en þetta er kannski hraðara heldur en við höfðum kannski vonað. Þetta er mjög hratt ferli og þessar síðustu fréttir í kringum Eldvarpakerfið þarna, það eru ekki nógu góðar fréttir því við erum með svolítið af innviðum þar sem við erum kannski ekki búin að klára að undirbúa mótvægisaðgerðir,“ segir Ármann. Ekki góðar fréttir Landris hefur mælst á þessu svæði í langan tíma en það hefur ýmist hægst á því eða það hætt alveg í einhvern tíma. „Það segir okkur að það er töluvert af kviku sem hefur náð að safnast fyrir á þessu svæði og ef það segir okkur eitthvað þá ættu eldgosin þarna að verða aðeins kraftmeiri heldur en þau sem voru úti í Fagradalsfjalli þannig að það er í sjálfu sér ekki góðar fréttir heldur því þá bara rennur hraunið hraðar og þá hafa menn styttri tíma til að koma upp varnaraðgerðum.“ Svartsengi og Bláa lónið Fólk sé heppið ef það fái sex eða sjö klukkustunda fyrirvara. Það sé vandamál því Bláa lónið er til að mynda nálægt. „Svo kannski ennþá verra er Svartsengi og sú starfsemi sem þar er. Þar er náttúrulega framleidd raforka og heitt vatn og kalt vatn fyrir Suðurnesin, þannig að það væri vont ef eitthvað færi að skaðast í því þegar við erum að koma inn í veturinn þannig að menn verða náttúrulega að halda áfram að setja upp plönin og kannski gera ráð fyrir ekkert allt of góðri útkomu þannig að menn séu bara tilbúnir að leysa það skjótt og örugglega.“ Fréttin hefur verið uppfærð.
Eldgos og jarðhræringar Grindavík Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Eldgos hafið á ný og bílastæðaplan Bláa lónsins nú undir hrauni Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Fleiri fréttir Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Sjá meira