Kvennaverkfallið var ekki uppskeruhátíð Tatjana Latinovic skrifar 30. október 2023 12:30 Fjórðungur þjóðarinnar svaraði ákalli skipuleggjenda Kvennaverkfallsins í ár og safnaðist saman á baráttufundum á Arnarhóli og nítján öðrum stöðum um allt land þann 24. október síðastliðinn. Dagurinn heppnaðist með eindæmum vel – frá morgni til kvölds. Samstaðan var áþreifanleg, kynslóðir komu saman, börn, mæður og ömmur, til að krefjast jafnréttis á þessum sjöunda baráttufundi sem haldinn hefur verið síðan 1975. Margar mæðurnar og ömmurnar voru börn á kvennafrídegi árið 1975, þegar samstaða kvenna gjörbylti íslensku samfélagi. Kvennafrídagurinn 1975 olli straumhvörfum í jafnréttisbaráttunni á Íslandi og var upphafið af þeirri ímynd sem Ísland á í heiminum í dag, að vera jafnréttisparadís. Það ríkti gleði á þessum sólríka degi 48 árum seinna þegar konur og kvár fóru í kvennaverkfall, stolt að vera hluti af einhverju sögulegu, stærra en ein manneskja sjálf er. En það voru líka allskonar aðrar tilfinningar sem bærðust um innra með okkur á fundinum. Reiði, pirringur, svekkelsi - allar réttmætar tilfinningar, byggðar á upplifun okkar á óréttlæti sem við upplifum ennþá í dag, að standa ekki jafnfætis sökum kyns, kynhneigðar, uppruna eða fötlunar. Kvennaverkfallið í ár spratt upp úr reiði sem hefur kraumað lengi, reiði af því hve okkur miðar hægt áfram og að fyrir hvert skref sem við tökum fram á við í jafnréttisbaráttunni eru eitt til tvö skref tekin til baka. Kvennaverkfallið spratt upp úr reiði yfir því að feðraveldispýramídinn stendur ennþá styrkum stoðum í samfélaginu, velferð og velsæld samfélagsins er borin uppi á herðum ótal kvenna og kvára sem skipa botninn á pýramídanum. Og fyrir hverja konu sem klifrar upp pýramídann tekst feðraveldinu að troða annarri konu inn til að fylla hennar skarð, konu sem oftar en ekki tilheyrir einhverjum minnihlutahóp. Og pýramídinn stendur áfram stöðugur, þær sem ná að klifra upp pýramídann eru enn beittar ofbeldi, fá enn lægri laun en karlmenn í sömu stöðu og bera ennþá meiri ábyrgð á heimilishaldinu og ólaunuðum störfum tengdum þeim. Feðraveldispíramídinn stendur sem fastast, okkur hefur ekki enn tekist að brjóta hann niður. Kvennaverkfall 2023 var ekki uppskeruhátíð til að fagna góðum árangri í jafnréttisbaráttu síðan 1975, þó vissulega hefur okkur vegnað betur en mörgum öðrum þjóðum. Við boðuðum til Kvennaverkfalls 2023 af því að konur og kvár eru beitt óréttlæti og það er með öllu ólíðandi. Á útifundinum við Arnarhól var lesin upp yfirlýsing sem þátttakendur tóku kröftulega undir. Það var ánægjulegt að heyra forsætisráðherra segja að við á Íslandi höfum allar forsendur til að ná fullu jafnrétti fyrir árið 2030. Kröfur Kvennaverkfallsins verða að vera handrit að aðgerðum sem farið verður í, ekki seinna en núna, ef stjórnvöldum á að takast að ná þessum markmiðum. Ég hvet öll til að kynna sér kröfur Kvennaverkfallsins og taka þátt í að krefjast þess að stjórnvöld, stofnanir, atvinnurekendur og samfélagið allt geri þær að forgangsmáli – núna! https://kvennafri.is/yfirlysing-utifundar-vid-arnarhol-2023/ Höfundur er formaður Kvenréttindafélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tatjana Latinovic Kvennaverkfall Jafnréttismál Kvennafrídagurinn Mest lesið Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Sjá meira
Fjórðungur þjóðarinnar svaraði ákalli skipuleggjenda Kvennaverkfallsins í ár og safnaðist saman á baráttufundum á Arnarhóli og nítján öðrum stöðum um allt land þann 24. október síðastliðinn. Dagurinn heppnaðist með eindæmum vel – frá morgni til kvölds. Samstaðan var áþreifanleg, kynslóðir komu saman, börn, mæður og ömmur, til að krefjast jafnréttis á þessum sjöunda baráttufundi sem haldinn hefur verið síðan 1975. Margar mæðurnar og ömmurnar voru börn á kvennafrídegi árið 1975, þegar samstaða kvenna gjörbylti íslensku samfélagi. Kvennafrídagurinn 1975 olli straumhvörfum í jafnréttisbaráttunni á Íslandi og var upphafið af þeirri ímynd sem Ísland á í heiminum í dag, að vera jafnréttisparadís. Það ríkti gleði á þessum sólríka degi 48 árum seinna þegar konur og kvár fóru í kvennaverkfall, stolt að vera hluti af einhverju sögulegu, stærra en ein manneskja sjálf er. En það voru líka allskonar aðrar tilfinningar sem bærðust um innra með okkur á fundinum. Reiði, pirringur, svekkelsi - allar réttmætar tilfinningar, byggðar á upplifun okkar á óréttlæti sem við upplifum ennþá í dag, að standa ekki jafnfætis sökum kyns, kynhneigðar, uppruna eða fötlunar. Kvennaverkfallið í ár spratt upp úr reiði sem hefur kraumað lengi, reiði af því hve okkur miðar hægt áfram og að fyrir hvert skref sem við tökum fram á við í jafnréttisbaráttunni eru eitt til tvö skref tekin til baka. Kvennaverkfallið spratt upp úr reiði yfir því að feðraveldispýramídinn stendur ennþá styrkum stoðum í samfélaginu, velferð og velsæld samfélagsins er borin uppi á herðum ótal kvenna og kvára sem skipa botninn á pýramídanum. Og fyrir hverja konu sem klifrar upp pýramídann tekst feðraveldinu að troða annarri konu inn til að fylla hennar skarð, konu sem oftar en ekki tilheyrir einhverjum minnihlutahóp. Og pýramídinn stendur áfram stöðugur, þær sem ná að klifra upp pýramídann eru enn beittar ofbeldi, fá enn lægri laun en karlmenn í sömu stöðu og bera ennþá meiri ábyrgð á heimilishaldinu og ólaunuðum störfum tengdum þeim. Feðraveldispíramídinn stendur sem fastast, okkur hefur ekki enn tekist að brjóta hann niður. Kvennaverkfall 2023 var ekki uppskeruhátíð til að fagna góðum árangri í jafnréttisbaráttu síðan 1975, þó vissulega hefur okkur vegnað betur en mörgum öðrum þjóðum. Við boðuðum til Kvennaverkfalls 2023 af því að konur og kvár eru beitt óréttlæti og það er með öllu ólíðandi. Á útifundinum við Arnarhól var lesin upp yfirlýsing sem þátttakendur tóku kröftulega undir. Það var ánægjulegt að heyra forsætisráðherra segja að við á Íslandi höfum allar forsendur til að ná fullu jafnrétti fyrir árið 2030. Kröfur Kvennaverkfallsins verða að vera handrit að aðgerðum sem farið verður í, ekki seinna en núna, ef stjórnvöldum á að takast að ná þessum markmiðum. Ég hvet öll til að kynna sér kröfur Kvennaverkfallsins og taka þátt í að krefjast þess að stjórnvöld, stofnanir, atvinnurekendur og samfélagið allt geri þær að forgangsmáli – núna! https://kvennafri.is/yfirlysing-utifundar-vid-arnarhol-2023/ Höfundur er formaður Kvenréttindafélags Íslands.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun