„Maður hrekkur upp eins og húsið sé að farast hjá manni“ Bjarki Sigurðsson skrifar 31. október 2023 23:01 Íbúar Grindavíkur eru ekki miklir aðdáendur jarðskjálftanna. Íbúar í Grindavík eru löngu orðnir vanir skjálftum eftir tíðar hrynur síðustu ár. Þrátt fyrir það taka þeir skjálftunum ekki fagnandi. Margir hrökkva ítrekað við á nóttunni vegna skjálftanna. Fréttastofa kíkti til Grindavíkur í dag og ræddi við nokkra íbúa. „Þetta kemur svo snemma morgnanna, maður hrekkur upp eins og húsið sé að farast hjá manni,“ segir Þorvaldur Guðmundsson. Þorvaldur Guðmundsson segist hrökkva við á næturna vegna jarðskjálfta.Vísir/Arnar Ólafía Hrönn Egilsdóttir tók undir með Þorvaldi og sagði húsið hennar fara alveg á milljón þegar skjálftarnir eru í gangi. Hún sé hins vegar orðin vön því. Ólafía Hrönn Egilsdóttir segist vera orðin öllu vön. Vísir/Arnar Maximillian er ítalskur en hann hefur búið í Grindavík í rúmt ár. Þetta er því í annað sinn sem hann upplifir slíka skjálfta. „Þetta var ógnvekjandi fyrst, sérstaklega í síðustu viku. Það var um miðja nótt og snemma um morguninn. Ég vaknaði og þetta var virkilega ógnvekjandi,“ segir Maximillian. Maximillian hefur búið í Grindavík í eitt ár. Vísir/Arnar Sigurrós Ragnarsdóttir kennir í grunnskólanum í Grindavík og segir krakkana vera misánægða með skjálftana. Þeir fari alls ekki vel í alla. Sigurrós Ragnarsdóttir kennir í grunnskólanum í Grindavík.Vísir/Arnar Flestallir þeirra íbúa sem fréttastofa ræddi við voru sammála um það að þeir vildu losna við skjálftana sem fyrst. Flestir þeirra eru sáttir með gos, svo lengi sem það verður fjarri bænum. „Ég held að við komumst ekki hjá því þannig við verðum að vonast að það verði ekki ósvipað því og hefur verið. Svona túristagos. Maður hefur mestar áhyggjur af því hvaðan þetta kemur upp,“ segir Kristín Þorsteinsdóttir. Kristín Þorsteinsdóttir vonast eftir túristagosi.Vísir/Arnar „Ég segi bara eins og jarðfræðingarnir, þetta getur haldið áfram og getur stoppað. Það veit það enginn, ekki einungis fræðingarnir,“ segir Bjarný Sigmarsdóttir. Bjarný Sigmarsdóttir býr í Grindavík. Vísir/Arnar Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Eldgos hafið á ný og bílastæðaplan Bláa lónsins nú undir hrauni Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Fleiri fréttir Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Sjá meira
Fréttastofa kíkti til Grindavíkur í dag og ræddi við nokkra íbúa. „Þetta kemur svo snemma morgnanna, maður hrekkur upp eins og húsið sé að farast hjá manni,“ segir Þorvaldur Guðmundsson. Þorvaldur Guðmundsson segist hrökkva við á næturna vegna jarðskjálfta.Vísir/Arnar Ólafía Hrönn Egilsdóttir tók undir með Þorvaldi og sagði húsið hennar fara alveg á milljón þegar skjálftarnir eru í gangi. Hún sé hins vegar orðin vön því. Ólafía Hrönn Egilsdóttir segist vera orðin öllu vön. Vísir/Arnar Maximillian er ítalskur en hann hefur búið í Grindavík í rúmt ár. Þetta er því í annað sinn sem hann upplifir slíka skjálfta. „Þetta var ógnvekjandi fyrst, sérstaklega í síðustu viku. Það var um miðja nótt og snemma um morguninn. Ég vaknaði og þetta var virkilega ógnvekjandi,“ segir Maximillian. Maximillian hefur búið í Grindavík í eitt ár. Vísir/Arnar Sigurrós Ragnarsdóttir kennir í grunnskólanum í Grindavík og segir krakkana vera misánægða með skjálftana. Þeir fari alls ekki vel í alla. Sigurrós Ragnarsdóttir kennir í grunnskólanum í Grindavík.Vísir/Arnar Flestallir þeirra íbúa sem fréttastofa ræddi við voru sammála um það að þeir vildu losna við skjálftana sem fyrst. Flestir þeirra eru sáttir með gos, svo lengi sem það verður fjarri bænum. „Ég held að við komumst ekki hjá því þannig við verðum að vonast að það verði ekki ósvipað því og hefur verið. Svona túristagos. Maður hefur mestar áhyggjur af því hvaðan þetta kemur upp,“ segir Kristín Þorsteinsdóttir. Kristín Þorsteinsdóttir vonast eftir túristagosi.Vísir/Arnar „Ég segi bara eins og jarðfræðingarnir, þetta getur haldið áfram og getur stoppað. Það veit það enginn, ekki einungis fræðingarnir,“ segir Bjarný Sigmarsdóttir. Bjarný Sigmarsdóttir býr í Grindavík. Vísir/Arnar
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Eldgos hafið á ný og bílastæðaplan Bláa lónsins nú undir hrauni Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Fleiri fréttir Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Sjá meira