Kúvending í dómsal: „Þetta hefur verið algjör sirkus“ Jón Þór Stefánsson skrifar 2. nóvember 2023 08:00 Atvikið sem málið varðar átti sér stað í Breiðholti. Vísir/Vilhelm Karlmaður sem er ákærður fyrir tilraun til manndráps breytti afstöðu sinni til sakarefna málsins í þann mund sem aðalmeðferð málsins hófst í gærmorgun. Manninum er gefið að sök að stinga annan mann tvisvar sinnum með hníf á bílastæði í Breiðholti að kvöldi til í mars árið 2021. Hann hafði áður játað að málsatvik sem lýst er í ákæru væru sönn, en neitaði þá að hafa reynt að verða manninum að bana, en nú neitar hann alfarið sök. Tveimur mínútum áður en þinghald áttu að hefjast í Héraðsdómi Reykjavíkur í gærmorgun steig verjandi mannsins inn í dómsalinn og tilkynni að umbjóðandi hans hygðist breyta afstöðu sinni til sakarefnanna. Í kjölfarið fór hann aftur úr dómsalnum til að ræða betur við manninn. Aðalmeðferð málsins hófst í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær, en stóð ekki lengi yfir og hefur nú fengið nýja dagsetningu.Vísir/Vilhelm Ákvörðun mannsins setti réttarhöldin sem áttu að halda áfram fram eftir degi í augljóst uppnám. Sækjandi, réttagæslumaður brotaþola, og dómari fóru að velta fyrir sér hvort réttast væri að fresta réttarhöldunum. Til að mynda var haft orð á því að boða þyrfti fleiri vitni fyrir dóminn þar sem að aðalmeðferð málsins mun að öllum líkindum snúast að meira leiti um tilraunir til að sanna að maðurinn hafi framið verknaðinn sem málið varðar. Maðurinn kom síðan inn í dómsalinn og gerði grein fyrir afstöðu sinni. Ósanngjörn meðferð ástæðan „Ég neita sök,“ sagði maðurinn sem er af erlendur bergi brotinn og talar ekki íslensku og þurfti á túlki að halda. „Frá byrjun hefur lögreglan verið ósanngjörn í minn garð. Þeir gáfu til kynna að ég væri alltaf sekur.“ „Þetta hefur verið algjör sirkus. Nafn mitt var birt í alls konar dagblöðum á sjálfum afmælisdegi dóttur minnar,“ bætti maðurinn við. Þá sagðist hann hafa upplifað illa meðferð af hálfu lögreglu. Hann hafi verið lokaður í fangaklefa sem hafi verið klósettlaus og hann neyðst til að gera þarfir sínar í holu. Jafnframt ræddi hann um lélega heilsu sína sem hefði ekki batnað vegna málsins, þar sem hann væri undir miklu álagi. „Mér var sagt að maðurinn væri úr lífshættu og að þetta væri léttvægt. Nú sé ég að þetta er stórmál,“ sagði hann og bætti við að hann þyrfti að fá góðan tíma til ráðleggingar áður en dómsmálið myndi halda áfram. Nýtt undirbúningsþinghald í málinu verður fimmtánda nóvember í Héraðdómi Reykjavíkur og aðalmeðferð enn seinna í þessum mánuði. Líkt og áður segir er maðurinn grunaður um að stinga annan mann tvisvar sinnum, nánar tiltekið í brjóstholið. Annað stungusárið var fyrir framan brjóstkassa brotaþolans og var sex sentímetra langt og töluvert djúpt. Í ákæru segir að það hafi náð að fleiðru, eða brjósthimnu. Hitt stungusárið var átta sentímetra langt og fyrir framan brjóstkassa. Þá segir að það hafi næstum því náð að fleiðru og hafi ollið afrifubroti frá herðablaði. Brotaþoli málsins krefst þriggja milljóna króna í miskabætur. Dómsmál Reykjavík Mest lesið Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Erlent Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama Innlent Enn annar gróðureldurinn ógnar Los Angeles Erlent Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Erlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Sjá meira
Hann hafði áður játað að málsatvik sem lýst er í ákæru væru sönn, en neitaði þá að hafa reynt að verða manninum að bana, en nú neitar hann alfarið sök. Tveimur mínútum áður en þinghald áttu að hefjast í Héraðsdómi Reykjavíkur í gærmorgun steig verjandi mannsins inn í dómsalinn og tilkynni að umbjóðandi hans hygðist breyta afstöðu sinni til sakarefnanna. Í kjölfarið fór hann aftur úr dómsalnum til að ræða betur við manninn. Aðalmeðferð málsins hófst í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær, en stóð ekki lengi yfir og hefur nú fengið nýja dagsetningu.Vísir/Vilhelm Ákvörðun mannsins setti réttarhöldin sem áttu að halda áfram fram eftir degi í augljóst uppnám. Sækjandi, réttagæslumaður brotaþola, og dómari fóru að velta fyrir sér hvort réttast væri að fresta réttarhöldunum. Til að mynda var haft orð á því að boða þyrfti fleiri vitni fyrir dóminn þar sem að aðalmeðferð málsins mun að öllum líkindum snúast að meira leiti um tilraunir til að sanna að maðurinn hafi framið verknaðinn sem málið varðar. Maðurinn kom síðan inn í dómsalinn og gerði grein fyrir afstöðu sinni. Ósanngjörn meðferð ástæðan „Ég neita sök,“ sagði maðurinn sem er af erlendur bergi brotinn og talar ekki íslensku og þurfti á túlki að halda. „Frá byrjun hefur lögreglan verið ósanngjörn í minn garð. Þeir gáfu til kynna að ég væri alltaf sekur.“ „Þetta hefur verið algjör sirkus. Nafn mitt var birt í alls konar dagblöðum á sjálfum afmælisdegi dóttur minnar,“ bætti maðurinn við. Þá sagðist hann hafa upplifað illa meðferð af hálfu lögreglu. Hann hafi verið lokaður í fangaklefa sem hafi verið klósettlaus og hann neyðst til að gera þarfir sínar í holu. Jafnframt ræddi hann um lélega heilsu sína sem hefði ekki batnað vegna málsins, þar sem hann væri undir miklu álagi. „Mér var sagt að maðurinn væri úr lífshættu og að þetta væri léttvægt. Nú sé ég að þetta er stórmál,“ sagði hann og bætti við að hann þyrfti að fá góðan tíma til ráðleggingar áður en dómsmálið myndi halda áfram. Nýtt undirbúningsþinghald í málinu verður fimmtánda nóvember í Héraðdómi Reykjavíkur og aðalmeðferð enn seinna í þessum mánuði. Líkt og áður segir er maðurinn grunaður um að stinga annan mann tvisvar sinnum, nánar tiltekið í brjóstholið. Annað stungusárið var fyrir framan brjóstkassa brotaþolans og var sex sentímetra langt og töluvert djúpt. Í ákæru segir að það hafi náð að fleiðru, eða brjósthimnu. Hitt stungusárið var átta sentímetra langt og fyrir framan brjóstkassa. Þá segir að það hafi næstum því náð að fleiðru og hafi ollið afrifubroti frá herðablaði. Brotaþoli málsins krefst þriggja milljóna króna í miskabætur.
Dómsmál Reykjavík Mest lesið Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Erlent Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama Innlent Enn annar gróðureldurinn ógnar Los Angeles Erlent Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Erlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Sjá meira
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“