Hjallastefnan ekki innleidd á Árbæ fyrr en næsta skólaár Hólmfríður Gísladóttir skrifar 1. nóvember 2023 11:59 Bóas segir foreldra ekki þurfa að hafa áhyggjur af því að breytingar verði á leikskólastarfinu það sem eftir lifir vetrar. árborg/af vefsíðu hjallastefnunnar „Hjallastefnan sem hugmyndafræði verður ekki innleidd fyrr en í ágúst á næsta ári, í upphafi nýs skólaárs,“ segir Bóas Hallgrímsson, framkvæmdastjóri Hjallastefnunar, um yfirtökuna á leikskólanum Árbæ á Selfossi. Eins og Vísir greindi frá í morgun hafa nokkrar umræður skapast um breytinguna, ekki síst þar sem hugmyndin um Hjallastefnuleikskóla á Selfossi var upphaflega kynnt foreldrum sem viðbót við þá sex leikskóla sem Árborg á og rekur. Foreldrar gagnrýndu skort á upplýsingagjöf og að vera settir í þá stöðu að þurfa að sætta sig við breytta stefnu á leikskólanum eða taka börnin úr umhverfinu sem þau þekkja. Bóas segir umleitanir foreldra eftir auknum fjölbreytileika í leikskólamálum í Árborg ná aftur til 2007 en það hafi ekki verið fyrr en miklu seinna sem Árborg óskaði eftir samtali við Hjallastefnuna um aðkomu hennar að málum. Umræður um yfirtöku Árbæjar hafi hafist fyrr á þessu ári. Foreldrum var tilkynnt með tölvupósti í síðustu viku að Hjallastefnan tæki við rekstri leikskólans frá og með mánaðamótum en hafa ekki fengið upplýsingar um það hvort breytingin myndi strax hafa áhrif á leikskólastarfið. Bóas segir ekki svo vera; kynjaskiptingin og skólabúningarnir sem Hjallastefnan sé þekkt fyrir séu ekki á dagskrá núna. „Við erum ekki að fara þangað,“ segir Bóas. „Það verður ekki fyrr en á nýju skólaári.“ Það sem liggi fyrir sé að kynna Hjallastefnuna vel fyrir öllum sem að málinu koma. Þá sé fyrirsjáanlegt að einhverjir muni vilja færa börnin sín á leikskólann næsta haust og aðrir eftir vill að leita annað. „Nú er bara nýr leikskólastjóri að fara að kynnast hópnum og það verður enginn grundvallarbreyting á skólastarfinu, heldur kemur sú skólastýra sem kemur til með að fara fyrir innleiðingaferlinu og ætlar að kynna Hjallastefnuna fyrir starfsfólkinu og foreldrunum hægt og rólega og svara spurningum. En aðalleg bara að kynnast hópnum; starfshópnum, foreldrahópnum og börnunum auðvitað. Það verður engin stefnubreyting; Hjallastefnan sem hugmyndafræði verður ekki innleidd fyrr en í ágúst á næsta ári, í upphafi nýs skólaárs,“ segir Bóas. Breytingarnar voru kynntar starfsfólki í vikunni og segir Bóas að engar athugasemdir hafi borist. Hann segist vonast til þess að sem flestir vilji starfa áfram á leikskólanum. Fulltrúar Hjallastefnunar verða til svara á fundi sem boðað hefur verið til með foreldrum í kvöld. Árborg Skóla - og menntamál Leikskólar Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira
Eins og Vísir greindi frá í morgun hafa nokkrar umræður skapast um breytinguna, ekki síst þar sem hugmyndin um Hjallastefnuleikskóla á Selfossi var upphaflega kynnt foreldrum sem viðbót við þá sex leikskóla sem Árborg á og rekur. Foreldrar gagnrýndu skort á upplýsingagjöf og að vera settir í þá stöðu að þurfa að sætta sig við breytta stefnu á leikskólanum eða taka börnin úr umhverfinu sem þau þekkja. Bóas segir umleitanir foreldra eftir auknum fjölbreytileika í leikskólamálum í Árborg ná aftur til 2007 en það hafi ekki verið fyrr en miklu seinna sem Árborg óskaði eftir samtali við Hjallastefnuna um aðkomu hennar að málum. Umræður um yfirtöku Árbæjar hafi hafist fyrr á þessu ári. Foreldrum var tilkynnt með tölvupósti í síðustu viku að Hjallastefnan tæki við rekstri leikskólans frá og með mánaðamótum en hafa ekki fengið upplýsingar um það hvort breytingin myndi strax hafa áhrif á leikskólastarfið. Bóas segir ekki svo vera; kynjaskiptingin og skólabúningarnir sem Hjallastefnan sé þekkt fyrir séu ekki á dagskrá núna. „Við erum ekki að fara þangað,“ segir Bóas. „Það verður ekki fyrr en á nýju skólaári.“ Það sem liggi fyrir sé að kynna Hjallastefnuna vel fyrir öllum sem að málinu koma. Þá sé fyrirsjáanlegt að einhverjir muni vilja færa börnin sín á leikskólann næsta haust og aðrir eftir vill að leita annað. „Nú er bara nýr leikskólastjóri að fara að kynnast hópnum og það verður enginn grundvallarbreyting á skólastarfinu, heldur kemur sú skólastýra sem kemur til með að fara fyrir innleiðingaferlinu og ætlar að kynna Hjallastefnuna fyrir starfsfólkinu og foreldrunum hægt og rólega og svara spurningum. En aðalleg bara að kynnast hópnum; starfshópnum, foreldrahópnum og börnunum auðvitað. Það verður engin stefnubreyting; Hjallastefnan sem hugmyndafræði verður ekki innleidd fyrr en í ágúst á næsta ári, í upphafi nýs skólaárs,“ segir Bóas. Breytingarnar voru kynntar starfsfólki í vikunni og segir Bóas að engar athugasemdir hafi borist. Hann segist vonast til þess að sem flestir vilji starfa áfram á leikskólanum. Fulltrúar Hjallastefnunar verða til svara á fundi sem boðað hefur verið til með foreldrum í kvöld.
Árborg Skóla - og menntamál Leikskólar Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira