Umtalsverðar líkur á áframhaldandi lífshættulegu ofbeldi Jón Þór Stefánsson skrifar 2. nóvember 2023 17:19 Meint árás mannsins átti sér stað í skóglendi. Vísir/Vilhelm Maður sem er grunaður um tilraun til að verða fyrrverandi kærustu sinni að bana hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til mánudagsins 27. nóvember. Hann þykir mjög líklegur til að beita konuna frekara ofbeldi fengi hann að ganga laus. Landsréttur staðfesti úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis í vikunni. Um er að ræða framhald á gæsluvarðhaldi sem var gefið út í september. Atvikið sem málið varðar átti sér stað í lok ágústmánaðar á þessu ári, en maðurinn er grunaður um að hafa slegið kærustu sína, sparkað í hana og kyrkja hana í skóglendi. Vitni í málinu hefur lýst því að hafa séð manninn lemja konuna og stappa á höfði hennar. Maðurinn hefði beygt sig niður að konunni, „byrjað að kyrkja hana“ og sagt „á ég ekki bara að svæfa þig, klára þetta núna?“ Í úrskurðinum kemur fram að lögregla hafi framkvæmt áhættumat á manninum vegna brota í nánu sambandi. Matsgerð liggur nú fyrir, en í henni kemur fram að „mjög mikil hætta“ sé á áframhaldandi ofbeldishegðun af hans hálfu. Níu af tíu svokölluðum áhættuþáttum voru metnir til staðar hjá honum. Vegna þess og vegna alvarleika meints brots hans metur lögregla svo að umtalsverðar líkur séu á áframhaldandi lífshættulegu ofbeldi hans gagnvart konunni. Sjálfur neitar maðurinn sök og hefur í skýrslutöku hjá lögreglu sagt að líklegast hafi konan valdið sjálfri sér umræddum áverkum, eða þá að ókunnugur karlmaður sé ábyrgur fyrir þeim. Lögregla hefur til rannsóknar fleiri meint brot mannsins gagnvart konunni. Hann er til að mynda grunaður um að hafa sparkað í höfuð hennar, hrint henni niður tröppur og tekið hana hálstaki. Dómsmál Lögreglumál Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Fleiri fréttir Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Sjá meira
Landsréttur staðfesti úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis í vikunni. Um er að ræða framhald á gæsluvarðhaldi sem var gefið út í september. Atvikið sem málið varðar átti sér stað í lok ágústmánaðar á þessu ári, en maðurinn er grunaður um að hafa slegið kærustu sína, sparkað í hana og kyrkja hana í skóglendi. Vitni í málinu hefur lýst því að hafa séð manninn lemja konuna og stappa á höfði hennar. Maðurinn hefði beygt sig niður að konunni, „byrjað að kyrkja hana“ og sagt „á ég ekki bara að svæfa þig, klára þetta núna?“ Í úrskurðinum kemur fram að lögregla hafi framkvæmt áhættumat á manninum vegna brota í nánu sambandi. Matsgerð liggur nú fyrir, en í henni kemur fram að „mjög mikil hætta“ sé á áframhaldandi ofbeldishegðun af hans hálfu. Níu af tíu svokölluðum áhættuþáttum voru metnir til staðar hjá honum. Vegna þess og vegna alvarleika meints brots hans metur lögregla svo að umtalsverðar líkur séu á áframhaldandi lífshættulegu ofbeldi hans gagnvart konunni. Sjálfur neitar maðurinn sök og hefur í skýrslutöku hjá lögreglu sagt að líklegast hafi konan valdið sjálfri sér umræddum áverkum, eða þá að ókunnugur karlmaður sé ábyrgur fyrir þeim. Lögregla hefur til rannsóknar fleiri meint brot mannsins gagnvart konunni. Hann er til að mynda grunaður um að hafa sparkað í höfuð hennar, hrint henni niður tröppur og tekið hana hálstaki.
Dómsmál Lögreglumál Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Fleiri fréttir Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Sjá meira