Samgöngubætur eða átta milljarða krúnudjásn Marta Guðjónsdóttir skrifar 3. nóvember 2023 08:01 Í síðustu viku birtist á Vísi.is frumleg grein um brú. Þar er lagt til að skattgreiðendur komi sér upp brú yfir Fossvoginn, frá Nauthólsvík yfir í Kársnesið, u.þ.b. einn og hálfan kílómetra fyrir vestan Kringlumýrarbraut. Brúin á að vera fyrir gangandi og hjólandi vegfarendur, fyrir Strætó og Borgarlínu, ef ske kynni að einhver hluti hennar kæmist einhvern tímann í gagnið. Félag og framkvæmdastjóri Höfundur greinarinnar, Davíð Þorláksson, er framkvæmdastjóri opinbera hlutafélagsins Betri samgangna. Það félag var stofnað vegna Samgöngusáttmálans milli ríkisins og sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu, sem undirritaður var árið 2019. Sá sáttmáli er nú í endurskoðun. Lögum samkvæmt er það eitt megin hlutverk Betri samgangna ohf. að hrinda í framkvæmd uppbyggingu þeirra samgönguinnviða á höfuðborgarsvæðinu sem sáttmálinn kveður á um og fara með heildstæða áætlanagerð og áhættustýringu fyrir þessa uppbyggingu. Þessi sömu lög veita hins vegar framkvæmdastjóranum ekkert ákvörðunarvald yfir stefnumótun eða endurskoðun sáttmálans. Þau ákvæði eru öll í höndum lýðkjörinna fulltrúa Alþingis og viðkomandi sveitarfélaga. Það er því óviðeigandi að embættismaður sé að útlista opinberlega sínar persónulegu skoðanir á því hvernig eigi að endurskoða sáttmálann, á meðan sú vinna er í gangi og þingmenn, borgar- og bæjarfulltrúar eiga eftir að kynna sér niðurstöður hennar. Röksemdir greinarinnar eru hins vegar svo frumlegar að það er vel þess virði að rifja þær hér upp. Þau rök minna einna helst á gullmola úr leikhúsverkum sem falla undir bókmenntastefnuna Théâtre de l'absurde. Leikhús fáránleikans Upphaflega og samkvæmt kostnaðaráætlun Samgöngusáttmálans átti brúin að kosta 2.2 milljarða og það er nákvæmlega kostnaðurinn við nánast jafn langa Þorskafjarðarbrú sem var vígð í síðustu viku. En einhverra hluta vegna hefur kostnaðurinn við brúna yfir Fossvoginn hækkað úr 2,2 milljörðum upp í 8 milljarða. Sumum finnst það svolítið mikil hækkun á fjórum árum, einkum fólki sem borgar skatta. En það finnst Davíð Þorlákssyni ekki. Hann bendir á að Fossvogsbrúin sé ekki bara djásn, heldur krúnudjásn Samgöngusáttmálans. Fái skattborgarar krúnudjásn, verða þeir auðvitað að borga fyrir það. Gullna hliðið Auk þess bendir hann á að brúin verði Nýtt hlið að höfuðborgarsvæðinu, og það er reyndar heiti greinarinnar. Þar hefur hann að vísu aðeins ruglast í hugtökum: Svona brú verður aldrei að Nýju hliði að höfuðborgarsvæðinu, heldur einungis á milli tveggja sveitarfélaga sem bæði eru innan höfuðborgarsvæðisins. En það er nú kannski ekki svo nauið því hann bendir einmitt og einnig á að brúin „tengir tvö stærstu sveitarfélög höfuðborgarsvæðisins og landsins alls, Reykjavík og Kópavog.“ Það er nú ekki smátt. Það er laukrétt að við eigum að huga oftar að svona hliðum milli sveitarfélaga. Eitt slíkt hlið er t.d. við Vegamót á Nesveginum þar sem fiskbúðin góða er til húsa. Þar eru tvær stæðilegar vörður, sitt hvoru megin Nesvegar, til marks um hliðið á milli Reykjavíkur og Seltjarnarnesbæjar. Það hlið kostaði að vísu ekki 8 milljarða. En það er nú samt nokkuð gott hlið. Núna sérðu – ekki nú! Ein þyngstu rök greinarinnar fyrir brúnni yfir Fossvoginn felast í þeirri staðreynd að hún verður sýnileg. Þar virðist höfundurinn komast að kjarna málsins: „Hún verður sýnileg öllum þeim sem aka milli Reykjavíkur og Kópavogs um Kringlumýrarbraut. Í dag eru það rúmlega 50.000 bílferðir á hverjum virkum degi eða rúmlega 60.000 manns.“ Hér má hnykkja á rökum Davíðs og gera þau enn veigameiri. Tafir vegfarenda á stofnbrautum höfuðborgarsvæðisins hafa aukist um meira en 50 prósent á örfáum árum. Þessi stóri og sífellt stærri áhorfendahópur á Kringlumýrarbrautinni getur því stytt sér stundir við að horfa á krúnudjásnið, sífellt lengur, í sífellt lengri biðröðum ökutækja. Að hugsa stórt Davíð lýkur greininni með kafla sem heitir Hugsum stórt, á eftirfarandi hátt: „Geta þær kynslóðir sem eru nú að byggja upp landið, sem er nú eitt það ríkasta í heimi, ekki leyft sér að búa til stórhuga mannvirki, þótt þau séu e.t.v. aðeins dýrari? Hvers konar mannvirki viljum við skilja eftir fyrir börnin okkar og barnabörn á þessum vinsæla útivistarstað?“ Ja - þegar stórt er spurt, þá er kannski bara ein efasemd í lokin. Gæti hugsast að vegfarendur í sífellt lengri biðröðum á Kringlumýrarbraut fari að velta því fyrir sér, að ef þessum átta þúsund milljónum króna af þeirra eigin fé hefði ekki verið sólundað í krúnudjásn, heldur skynsamlega varið í arðsemisgreindar samgöngubætur - þá sætu þeir ekki lengur í biðröð, að horfa á krúnudjásn, heldur væru þeir löngu komnir heim til fjölskyldna sinna? Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Borgarstjórn Reykjavík Skipulag Samgöngur Sjálfstæðisflokkurinn Marta Guðjónsdóttir Mest lesið Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Halldór 20.09.2025 Halldór Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Viðreisn lætur verkin tala Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Sjá meira
Í síðustu viku birtist á Vísi.is frumleg grein um brú. Þar er lagt til að skattgreiðendur komi sér upp brú yfir Fossvoginn, frá Nauthólsvík yfir í Kársnesið, u.þ.b. einn og hálfan kílómetra fyrir vestan Kringlumýrarbraut. Brúin á að vera fyrir gangandi og hjólandi vegfarendur, fyrir Strætó og Borgarlínu, ef ske kynni að einhver hluti hennar kæmist einhvern tímann í gagnið. Félag og framkvæmdastjóri Höfundur greinarinnar, Davíð Þorláksson, er framkvæmdastjóri opinbera hlutafélagsins Betri samgangna. Það félag var stofnað vegna Samgöngusáttmálans milli ríkisins og sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu, sem undirritaður var árið 2019. Sá sáttmáli er nú í endurskoðun. Lögum samkvæmt er það eitt megin hlutverk Betri samgangna ohf. að hrinda í framkvæmd uppbyggingu þeirra samgönguinnviða á höfuðborgarsvæðinu sem sáttmálinn kveður á um og fara með heildstæða áætlanagerð og áhættustýringu fyrir þessa uppbyggingu. Þessi sömu lög veita hins vegar framkvæmdastjóranum ekkert ákvörðunarvald yfir stefnumótun eða endurskoðun sáttmálans. Þau ákvæði eru öll í höndum lýðkjörinna fulltrúa Alþingis og viðkomandi sveitarfélaga. Það er því óviðeigandi að embættismaður sé að útlista opinberlega sínar persónulegu skoðanir á því hvernig eigi að endurskoða sáttmálann, á meðan sú vinna er í gangi og þingmenn, borgar- og bæjarfulltrúar eiga eftir að kynna sér niðurstöður hennar. Röksemdir greinarinnar eru hins vegar svo frumlegar að það er vel þess virði að rifja þær hér upp. Þau rök minna einna helst á gullmola úr leikhúsverkum sem falla undir bókmenntastefnuna Théâtre de l'absurde. Leikhús fáránleikans Upphaflega og samkvæmt kostnaðaráætlun Samgöngusáttmálans átti brúin að kosta 2.2 milljarða og það er nákvæmlega kostnaðurinn við nánast jafn langa Þorskafjarðarbrú sem var vígð í síðustu viku. En einhverra hluta vegna hefur kostnaðurinn við brúna yfir Fossvoginn hækkað úr 2,2 milljörðum upp í 8 milljarða. Sumum finnst það svolítið mikil hækkun á fjórum árum, einkum fólki sem borgar skatta. En það finnst Davíð Þorlákssyni ekki. Hann bendir á að Fossvogsbrúin sé ekki bara djásn, heldur krúnudjásn Samgöngusáttmálans. Fái skattborgarar krúnudjásn, verða þeir auðvitað að borga fyrir það. Gullna hliðið Auk þess bendir hann á að brúin verði Nýtt hlið að höfuðborgarsvæðinu, og það er reyndar heiti greinarinnar. Þar hefur hann að vísu aðeins ruglast í hugtökum: Svona brú verður aldrei að Nýju hliði að höfuðborgarsvæðinu, heldur einungis á milli tveggja sveitarfélaga sem bæði eru innan höfuðborgarsvæðisins. En það er nú kannski ekki svo nauið því hann bendir einmitt og einnig á að brúin „tengir tvö stærstu sveitarfélög höfuðborgarsvæðisins og landsins alls, Reykjavík og Kópavog.“ Það er nú ekki smátt. Það er laukrétt að við eigum að huga oftar að svona hliðum milli sveitarfélaga. Eitt slíkt hlið er t.d. við Vegamót á Nesveginum þar sem fiskbúðin góða er til húsa. Þar eru tvær stæðilegar vörður, sitt hvoru megin Nesvegar, til marks um hliðið á milli Reykjavíkur og Seltjarnarnesbæjar. Það hlið kostaði að vísu ekki 8 milljarða. En það er nú samt nokkuð gott hlið. Núna sérðu – ekki nú! Ein þyngstu rök greinarinnar fyrir brúnni yfir Fossvoginn felast í þeirri staðreynd að hún verður sýnileg. Þar virðist höfundurinn komast að kjarna málsins: „Hún verður sýnileg öllum þeim sem aka milli Reykjavíkur og Kópavogs um Kringlumýrarbraut. Í dag eru það rúmlega 50.000 bílferðir á hverjum virkum degi eða rúmlega 60.000 manns.“ Hér má hnykkja á rökum Davíðs og gera þau enn veigameiri. Tafir vegfarenda á stofnbrautum höfuðborgarsvæðisins hafa aukist um meira en 50 prósent á örfáum árum. Þessi stóri og sífellt stærri áhorfendahópur á Kringlumýrarbrautinni getur því stytt sér stundir við að horfa á krúnudjásnið, sífellt lengur, í sífellt lengri biðröðum ökutækja. Að hugsa stórt Davíð lýkur greininni með kafla sem heitir Hugsum stórt, á eftirfarandi hátt: „Geta þær kynslóðir sem eru nú að byggja upp landið, sem er nú eitt það ríkasta í heimi, ekki leyft sér að búa til stórhuga mannvirki, þótt þau séu e.t.v. aðeins dýrari? Hvers konar mannvirki viljum við skilja eftir fyrir börnin okkar og barnabörn á þessum vinsæla útivistarstað?“ Ja - þegar stórt er spurt, þá er kannski bara ein efasemd í lokin. Gæti hugsast að vegfarendur í sífellt lengri biðröðum á Kringlumýrarbraut fari að velta því fyrir sér, að ef þessum átta þúsund milljónum króna af þeirra eigin fé hefði ekki verið sólundað í krúnudjásn, heldur skynsamlega varið í arðsemisgreindar samgöngubætur - þá sætu þeir ekki lengur í biðröð, að horfa á krúnudjásn, heldur væru þeir löngu komnir heim til fjölskyldna sinna? Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks.
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun
Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar
Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun
Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun