Umfjöllun: Ísland - Færeyjar 39-24 | Stórsigur í fyrsta leik Snorra Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 3. nóvember 2023 21:30 Elliði Snær Viðarsson skorar eitt tíu marka sinna gegn Færeyjum. vísir/hulda margrét Ísland vann stórsigur á Færeyjum, 39-24, í fyrri vináttulandsleik þjóðanna af tveimur í Laugardalshöll í kvöld. Þetta var fyrsti leikur íslenska liðsins undir stjórn Snorra Steins Guðjónssonar. Jafnræði var með liðunum framan af leik en Íslendingar skildu sig frá Færeyingum með góðum 9-3 endaspretti í fyrri hálfleik. Staðan að honum loknum var 20-15, Íslandi í vil. Í seinni hálfleik sýndi íslenska liðið svo enga miskunn og vann hann 19-9 og leikinn með fimmtán marka mun, 39-24. Elliði Snær Viðarsson skoraði tíu mörk fyrir íslenska liðið og Ómar Ingi Magnússon átta. Alls komust ellefu leikmenn Íslands á blað í leiknum. Viktor Gísli Hallgrímsson var frábær í íslenska markinu og varði tuttugu skot (45 prósent). Janus Daði Smárason var kraftmikill að vanda.vísir/hulda margrét Snorri hefur lofað hröðum leik, eins og Valur spilaði undir hans stjórn, og hann stóð við loforðið í kvöld. Íslendingar skoruðu alls sextán mörk úr hraðaupphlaupum. Það er vel af sér vikið, sérstaklega í ljósi þess að Færeyingar reyndu markvisst að hægja á leiknum, meðal annars með því að spila með sjö sóknarmenn. Íslenska liðið varðist því hins vegar vel eftir smá byrjunarörðugleika. Maður fyrri hálfleiks var Elliði sem skoraði sjö mörk þrátt fyrir að byrja ekki inn á. Liðin héldust í hendur framan af en eftir að Elliði kom Íslandi í 10-8 kom mjög góður kafli hjá Færeyjum sem skoruðu fjögur mörk gegn einu og náðu forystunni þegar átta mínútur voru eftir af fyrri hálfleik. Við það var ekki unað. Íslenska liðið fór þá á mikið flug og skoraði níu af síðustu tólf mörkum fyrri hálfleiks. Haukur Þrastarson skoraði tvö þeirra og stýrði íslensku sókninni af myndarbrag í sínum fyrsta landsleik í eitt og hálft ár. Haukur Þrastarson átti góða innkomu.vísir/hulda margrét Kristján Örn Kristjánsson skoraði síðasta mark fyrri hálfleiks í þann mund sem leiktíminn rann út eftir frábæra sókn og jók muninn í 20-15. Sem fyrr sagði skoraði Elliði sjö mörk í fyrri hálfleik og Viktor Gísli varði átta skot (35 prósent). Íslendingar gáfu ekkert eftir í seinni hálfleik, skoruðu fyrstu tvö mörk hans og fjögur af fyrstu fimm. Og eftir tólf mínútur í seinni hálfleik var munurinn kominn upp í tíu mörk, 28-18. Viktor varði allt sem á markið kom, vörnin var gríðarlega sterk, sóknin gekk smurt og hraðaupphlaupin voru vel útfærð. Allir útileikmenn íslenska liðsins komu við sögu í dag og allir skiluðu sínu. Ómar Ingi Magnússon skoraði átta mörk, þar af sex í seinni hálfleik.vísir/hulda margrét Munurinn jókst eftir því sem leið á seinni hálfleikinn og þegar uppi var staðið var hann fimmtán mörk, 39-24. Úrslitin eru auðvitað frábær og frammistaðan til mikillar fyrirmyndar. Sannarlega eru jákvæð teikn á lofti þótt andstæðingurinn hafi ekki sýnt mikið í kvöld. En þeir fengu engin tækifæri til þess gegn öflugu íslensku liði sem spilaði á alla strengi hörpunnar í kvöld. Landslið karla í handbolta
Ísland vann stórsigur á Færeyjum, 39-24, í fyrri vináttulandsleik þjóðanna af tveimur í Laugardalshöll í kvöld. Þetta var fyrsti leikur íslenska liðsins undir stjórn Snorra Steins Guðjónssonar. Jafnræði var með liðunum framan af leik en Íslendingar skildu sig frá Færeyingum með góðum 9-3 endaspretti í fyrri hálfleik. Staðan að honum loknum var 20-15, Íslandi í vil. Í seinni hálfleik sýndi íslenska liðið svo enga miskunn og vann hann 19-9 og leikinn með fimmtán marka mun, 39-24. Elliði Snær Viðarsson skoraði tíu mörk fyrir íslenska liðið og Ómar Ingi Magnússon átta. Alls komust ellefu leikmenn Íslands á blað í leiknum. Viktor Gísli Hallgrímsson var frábær í íslenska markinu og varði tuttugu skot (45 prósent). Janus Daði Smárason var kraftmikill að vanda.vísir/hulda margrét Snorri hefur lofað hröðum leik, eins og Valur spilaði undir hans stjórn, og hann stóð við loforðið í kvöld. Íslendingar skoruðu alls sextán mörk úr hraðaupphlaupum. Það er vel af sér vikið, sérstaklega í ljósi þess að Færeyingar reyndu markvisst að hægja á leiknum, meðal annars með því að spila með sjö sóknarmenn. Íslenska liðið varðist því hins vegar vel eftir smá byrjunarörðugleika. Maður fyrri hálfleiks var Elliði sem skoraði sjö mörk þrátt fyrir að byrja ekki inn á. Liðin héldust í hendur framan af en eftir að Elliði kom Íslandi í 10-8 kom mjög góður kafli hjá Færeyjum sem skoruðu fjögur mörk gegn einu og náðu forystunni þegar átta mínútur voru eftir af fyrri hálfleik. Við það var ekki unað. Íslenska liðið fór þá á mikið flug og skoraði níu af síðustu tólf mörkum fyrri hálfleiks. Haukur Þrastarson skoraði tvö þeirra og stýrði íslensku sókninni af myndarbrag í sínum fyrsta landsleik í eitt og hálft ár. Haukur Þrastarson átti góða innkomu.vísir/hulda margrét Kristján Örn Kristjánsson skoraði síðasta mark fyrri hálfleiks í þann mund sem leiktíminn rann út eftir frábæra sókn og jók muninn í 20-15. Sem fyrr sagði skoraði Elliði sjö mörk í fyrri hálfleik og Viktor Gísli varði átta skot (35 prósent). Íslendingar gáfu ekkert eftir í seinni hálfleik, skoruðu fyrstu tvö mörk hans og fjögur af fyrstu fimm. Og eftir tólf mínútur í seinni hálfleik var munurinn kominn upp í tíu mörk, 28-18. Viktor varði allt sem á markið kom, vörnin var gríðarlega sterk, sóknin gekk smurt og hraðaupphlaupin voru vel útfærð. Allir útileikmenn íslenska liðsins komu við sögu í dag og allir skiluðu sínu. Ómar Ingi Magnússon skoraði átta mörk, þar af sex í seinni hálfleik.vísir/hulda margrét Munurinn jókst eftir því sem leið á seinni hálfleikinn og þegar uppi var staðið var hann fimmtán mörk, 39-24. Úrslitin eru auðvitað frábær og frammistaðan til mikillar fyrirmyndar. Sannarlega eru jákvæð teikn á lofti þótt andstæðingurinn hafi ekki sýnt mikið í kvöld. En þeir fengu engin tækifæri til þess gegn öflugu íslensku liði sem spilaði á alla strengi hörpunnar í kvöld.
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti