Umfjöllun og myndir: Ísland - Færeyjar 30-29 | Sigur en engin flugeldasýning Andri Már Eggertsson skrifar 4. nóvember 2023 19:40 Ísland - Færeyjar vináttuleikur haust 2023 handbolti Vísir/Pawel Cieslikiewicz Ísland vann torsóttan sigur gegn Færeyjum 30-29. Ísland var fjórum mörkum yfir í hálfleik en gestirnir spiluðu afar vel í síðari hálfleik sem gerði Íslandi erfitt fyrir. Ísland mætti með sjálfstraustið í botni eftir fimmtán marka sigur gegn Færeyjum í gær 39-24. Ísland komst snemma þremur mörkum yfir 4-1. Arnar Freyr Arnarsson í baráttunniVísir/Pawel Cieslikiewicz Um miðjan fyrri hálfleik jafnaðist leikurinn út og gestirnir fóru að spila betur. Í fyrri hálfleik var þeirra langbesti leikmaður Hákun West av Teigum sem skoraði sex mörk úr hægra horninu. Gestirnir tóku leikhlé í stöðunni 9-7. Leikhléið skilaði sér og gestirnir komust yfir 10-11. Strákarnir okkar voru þó ekki lengi undir og svöruðu með því að gera fjögur mörk í röð og komust þremur mörkum yfir 14-11. Ísland var fjórum mörkum yfir í hálfleik 16-12. Ísland - Færeyjar vináttuleikur haust 2023 handboltiVísir/Pawel Cieslikiewicz Markaskorun Íslands dreifðist á níu leikmenn. Viggó Kristjánsson og Ómar Ingi Magnússon voru markahæstir hjá Íslandi í fyrri hálfleik en þeir skoruðu þrjú mörk hvor. Síðari hálfleikurinn var brösóttur. Ísland var í vandræðum með sóknarleik gestanna sem spiluðu með sjö leikmenn í sókn. Færeyjar komust tveimur mörkum yfir 21-23 en þá kom áhlaup hjá heimamönnum sem gerðu þrjú mörk í röð. Ómar Ingi Magnússon skoraði 6 mörk í dag Vísir/Pawel Cieslikiewicz Lokamínúturnar voru æsispennandi þegar að sjö mínútur voru eftir voru gestirnir yfir. Í stöðunni 27-27 skoraði íslenska liðið tvö mörk í röð og sigurinn var í höfn. Viktor Gísli Hallgrímsson varði dauðafæri sem fór langt með sigurinn. Viktor Gísli spilaði allan fyrri hálfleikinn. Björgvin Páll Gústavsson spilaði fyrstu tuttugu mínúturnar í síðari hálfleik en náði sér ekki á strik og Viktor spilaði síðustu mínúturnar. Viktor endaði á að verja tíu skot og var með 40 prósent markvörslu. Aron Pálmarsson skoraði 3 mörk í dagVísir/Pawel Cieslikiewicz Eftir að hafa aðeins skorað tólf mörk í fyrri hálfleik skoruðu gestirnir sautján mörk í síðari hálfleik. Íslenska liðið átti í miklum vandræðum með að leysa sóknarleik Færeyinganna þar sem Elias Ellefsen á Skipagøtu spilaði afar vel. Elías skoraði átta mörk og skapaði mikið af færum. Leikurinn endaði með eins marks sigri Íslands 30-29. Liðið kemur næst saman í desember þar sem þeir munu undirbúa sig fyrir Evrópumótið í janúar. Viktor Gísli Hallgrímsson var ánægður í leiknumVísir/Pawel Cieslikiewicz Landslið karla í handbolta
Ísland vann torsóttan sigur gegn Færeyjum 30-29. Ísland var fjórum mörkum yfir í hálfleik en gestirnir spiluðu afar vel í síðari hálfleik sem gerði Íslandi erfitt fyrir. Ísland mætti með sjálfstraustið í botni eftir fimmtán marka sigur gegn Færeyjum í gær 39-24. Ísland komst snemma þremur mörkum yfir 4-1. Arnar Freyr Arnarsson í baráttunniVísir/Pawel Cieslikiewicz Um miðjan fyrri hálfleik jafnaðist leikurinn út og gestirnir fóru að spila betur. Í fyrri hálfleik var þeirra langbesti leikmaður Hákun West av Teigum sem skoraði sex mörk úr hægra horninu. Gestirnir tóku leikhlé í stöðunni 9-7. Leikhléið skilaði sér og gestirnir komust yfir 10-11. Strákarnir okkar voru þó ekki lengi undir og svöruðu með því að gera fjögur mörk í röð og komust þremur mörkum yfir 14-11. Ísland var fjórum mörkum yfir í hálfleik 16-12. Ísland - Færeyjar vináttuleikur haust 2023 handboltiVísir/Pawel Cieslikiewicz Markaskorun Íslands dreifðist á níu leikmenn. Viggó Kristjánsson og Ómar Ingi Magnússon voru markahæstir hjá Íslandi í fyrri hálfleik en þeir skoruðu þrjú mörk hvor. Síðari hálfleikurinn var brösóttur. Ísland var í vandræðum með sóknarleik gestanna sem spiluðu með sjö leikmenn í sókn. Færeyjar komust tveimur mörkum yfir 21-23 en þá kom áhlaup hjá heimamönnum sem gerðu þrjú mörk í röð. Ómar Ingi Magnússon skoraði 6 mörk í dag Vísir/Pawel Cieslikiewicz Lokamínúturnar voru æsispennandi þegar að sjö mínútur voru eftir voru gestirnir yfir. Í stöðunni 27-27 skoraði íslenska liðið tvö mörk í röð og sigurinn var í höfn. Viktor Gísli Hallgrímsson varði dauðafæri sem fór langt með sigurinn. Viktor Gísli spilaði allan fyrri hálfleikinn. Björgvin Páll Gústavsson spilaði fyrstu tuttugu mínúturnar í síðari hálfleik en náði sér ekki á strik og Viktor spilaði síðustu mínúturnar. Viktor endaði á að verja tíu skot og var með 40 prósent markvörslu. Aron Pálmarsson skoraði 3 mörk í dagVísir/Pawel Cieslikiewicz Eftir að hafa aðeins skorað tólf mörk í fyrri hálfleik skoruðu gestirnir sautján mörk í síðari hálfleik. Íslenska liðið átti í miklum vandræðum með að leysa sóknarleik Færeyinganna þar sem Elias Ellefsen á Skipagøtu spilaði afar vel. Elías skoraði átta mörk og skapaði mikið af færum. Leikurinn endaði með eins marks sigri Íslands 30-29. Liðið kemur næst saman í desember þar sem þeir munu undirbúa sig fyrir Evrópumótið í janúar. Viktor Gísli Hallgrímsson var ánægður í leiknumVísir/Pawel Cieslikiewicz
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti