Fundar með utanríkisráðherrum arabaríkja um vopnahlé Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 4. nóvember 2023 12:49 Utanríkisráðherra Bandaríkjanna mun funda um stöðuna á Gasa með utanríkisráðherrum nokkurra arabaríkja í dag. AP Utanríkisráðherra Bandaríkjanna mun funda um stöðuna á Gasa með utanríkisráðherrum nokkurra arabaríkja í dag. Íslandsdeild Amnesty International krefst þess að forsætis- og utanríkisráðherra leggi sitt af mörkum við að koma á vopnahléi. Búast má við að kröfur um vopnahlé af mannúðarástæðum verði umræðuefni funda sem Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna mun eiga með utanríkisráðherrum nokkurra arabaríkja í dag. Blinken lagði áherslu á nauðsyn vopnahlés af mannúðarástæðum á fundi með forsætisráðherra Ísrael í gær . Forsætisráðherrann sagði að slíkt hlé kæmi ekki til greina nema öllum þeim 240 gíslum sem Hamas liðar eru með í haldi verði sleppt. Þangað til verði hernaði Ísrael halið áfram af fullum þunga. Vopnahlé nauðsynlegt Anna Lúðvíksdóttir, framkvæmdastjóri Íslandsdeilar Amnesty International, segir vopnahlé gríðarlega mikilvægt. „Til þess að stöðva þessar ólögmætir árásir allra aðila sem eiga sér stað í þessum átökum. Vopnahlé fækkar dauðsföllum og gerir hjálparstofnunum það kleift að veita lífsnauðsynlega aðstoð. Hlé er svakalega mikilvægt tæki og tækifæri til að tryggja að mannréttindi séu virt á þessu svæði.“ Vopnahlé sé ekki síður mikilvægt til að semja um lausn þeirra gísla sem í haldi eru. Íslandsdeildin afhenti Bjarna Benediktssyni utanríkisráðherra og forsætisráðuneytinu undirskriftalista í gær með tæplega sjö þúsund undirskriftum. „Það sýnir hvað fólki hér á landi er annt um þennan málstað að tryggja mannréttindi og mannúð á þessu svæði, allra aðila. Og við höfum sjaldan eða jafnvel aldrei fengið jafn margar undirskriftir í máli sem deildin hefur tekið upp.“ Vonbrigði Anna segir það hafa verið vonbrigði þegar íslensk stjórnvöld sátu hjá í atkvæðagreiðslu Sameinuðu þjóðanna um vopnahlé á Gaza. Þau hefðu viljað sjá Ísland kjósa með ályktuninni. „Og sýna þannig sterkan vilja og senda sterka yfirlýsingu til alþjóðasamfélagsins um að Ísland vilji setja mannúð og mannréttindi á oddinn, algjörlega. Þá hefði Ísland frekar getað gert í sinni greinargerð, grein fyrir því að þau hefðu viljað sjá frekari og nákvæmari útlistingu á þeim hópum sem þarna takast á eða fara nánar út í þau atriði sem þau hefðu viljað sjá í yfirlýsingunni.“ Átök í Ísrael og Palestínu Mannréttindi Ísrael Palestína Hernaður Bandaríkin Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Erlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Fleiri fréttir Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Sjá meira
Búast má við að kröfur um vopnahlé af mannúðarástæðum verði umræðuefni funda sem Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna mun eiga með utanríkisráðherrum nokkurra arabaríkja í dag. Blinken lagði áherslu á nauðsyn vopnahlés af mannúðarástæðum á fundi með forsætisráðherra Ísrael í gær . Forsætisráðherrann sagði að slíkt hlé kæmi ekki til greina nema öllum þeim 240 gíslum sem Hamas liðar eru með í haldi verði sleppt. Þangað til verði hernaði Ísrael halið áfram af fullum þunga. Vopnahlé nauðsynlegt Anna Lúðvíksdóttir, framkvæmdastjóri Íslandsdeilar Amnesty International, segir vopnahlé gríðarlega mikilvægt. „Til þess að stöðva þessar ólögmætir árásir allra aðila sem eiga sér stað í þessum átökum. Vopnahlé fækkar dauðsföllum og gerir hjálparstofnunum það kleift að veita lífsnauðsynlega aðstoð. Hlé er svakalega mikilvægt tæki og tækifæri til að tryggja að mannréttindi séu virt á þessu svæði.“ Vopnahlé sé ekki síður mikilvægt til að semja um lausn þeirra gísla sem í haldi eru. Íslandsdeildin afhenti Bjarna Benediktssyni utanríkisráðherra og forsætisráðuneytinu undirskriftalista í gær með tæplega sjö þúsund undirskriftum. „Það sýnir hvað fólki hér á landi er annt um þennan málstað að tryggja mannréttindi og mannúð á þessu svæði, allra aðila. Og við höfum sjaldan eða jafnvel aldrei fengið jafn margar undirskriftir í máli sem deildin hefur tekið upp.“ Vonbrigði Anna segir það hafa verið vonbrigði þegar íslensk stjórnvöld sátu hjá í atkvæðagreiðslu Sameinuðu þjóðanna um vopnahlé á Gaza. Þau hefðu viljað sjá Ísland kjósa með ályktuninni. „Og sýna þannig sterkan vilja og senda sterka yfirlýsingu til alþjóðasamfélagsins um að Ísland vilji setja mannúð og mannréttindi á oddinn, algjörlega. Þá hefði Ísland frekar getað gert í sinni greinargerð, grein fyrir því að þau hefðu viljað sjá frekari og nákvæmari útlistingu á þeim hópum sem þarna takast á eða fara nánar út í þau atriði sem þau hefðu viljað sjá í yfirlýsingunni.“
Átök í Ísrael og Palestínu Mannréttindi Ísrael Palestína Hernaður Bandaríkin Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Erlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Fleiri fréttir Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Sjá meira