Landris heldur áfram Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 5. nóvember 2023 10:58 Landris heldur áfram á sama hraða. Vísir/Arnar Landris heldur áfram á sama hraða við Þorbjörn og engin skýr merki eru um að kvika sé að færast nær yfirborði. Gera má ráð fyrir áframhaldandi jarðskjálftavirkni vegna kvikuinnskotsins, sem veldur aukinni spennu á svæðinu. Upp úr klukkan fimm í nótt jókst skjálftavirkni vestan við Eldvörp, sem er í um sex kílómetra fjarlægð frá Þorbirni. Stærsti skjálftinn mældist 4,2 að stærð og fannst víða í byggð, meðal annars á Akranesi. Skjálftavirkni er enn talsverð á svæðinu en örlítið hefur dregið úr virkni frá því í nótt. Skjálftarnir sem nú mælast eru svokallaðir „gikkskjálftar“ sem eru viðbrögð við spennulosun vegna kvikuinnskots við Þorbjörn. Á myndinni má sjá jarðskjálftavirkni sem mælst hefur síðan á miðnætti.Veðurstofan Samkvæmt nýjustu aflögunargögnum heldur landris við Þorbjörn áfram á sama hraða. Ný líkön um áætlaða staðsetningu kvikuinnskotsins benda ekki til neinna breytinga á staðsetningu kvikunnar, sem liggur á um fjögurra til fimm kílómetra dýpi norðvestur af Þorbirni. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Veðurstofu Íslands. Þar segir enn fremur: „Mikilvægt er að benda á það sem áður hefur komið fram að atburðarrásin á svæðinu við Þorbjörn er hluti af margþættu ferli kvikuhreyfinga í jarðskorpunni á Reykjanesskaga. Þessi ferli hafa áhrif á stóru svæði, þar á meðal Fagradalsfjall þar sem þensla heldur áfram frá því í ágúst.“ Vísir er með vefmyndavél uppi á Þorbirni og hægt er að fylgjast með svæðinu í beinni útsendingu hér að neðan. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Tengdar fréttir Snarpur skjálfti í morgun Skjálftavirkni jókst upp úr klukkan fimm í morgun við Eldvörp á Reykjanesskaga. Stærsti skjálftinn mældist 4,2 að stærð, rétt fyrir klukkan 6.00 í morgun. Yfir 130 skjálftar hafa mælst síðasta klukkutímann, flestir á um 3-5 kílómetra dýpi. Enginn gosórói er á svæðinu. 5. nóvember 2023 07:17 Ferðamenn ekki upplýstir um jarðhræringar við komuna í Bláa lónið: „Nei, alls ekki“ Ferðamenn sem voru ný komnir úr Bláa lóninu virtust mis vel upplýstir um jarðhræringarnar á Reykjanesi þegar fréttastofa ræddi við þá í dag. Fáir segjast hafa verið látnir vita af stöðunni við komuna í lónið. 4. nóvember 2023 19:11 Mest lesið Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Innlent Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Innlent „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Innlent Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Erlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg Innlent Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Innlent 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð Innlent Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Innlent Kennaraverkföll: Hvenær, hvar og hve lengi? Innlent Fleiri fréttir Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Sjá meira
Upp úr klukkan fimm í nótt jókst skjálftavirkni vestan við Eldvörp, sem er í um sex kílómetra fjarlægð frá Þorbirni. Stærsti skjálftinn mældist 4,2 að stærð og fannst víða í byggð, meðal annars á Akranesi. Skjálftavirkni er enn talsverð á svæðinu en örlítið hefur dregið úr virkni frá því í nótt. Skjálftarnir sem nú mælast eru svokallaðir „gikkskjálftar“ sem eru viðbrögð við spennulosun vegna kvikuinnskots við Þorbjörn. Á myndinni má sjá jarðskjálftavirkni sem mælst hefur síðan á miðnætti.Veðurstofan Samkvæmt nýjustu aflögunargögnum heldur landris við Þorbjörn áfram á sama hraða. Ný líkön um áætlaða staðsetningu kvikuinnskotsins benda ekki til neinna breytinga á staðsetningu kvikunnar, sem liggur á um fjögurra til fimm kílómetra dýpi norðvestur af Þorbirni. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Veðurstofu Íslands. Þar segir enn fremur: „Mikilvægt er að benda á það sem áður hefur komið fram að atburðarrásin á svæðinu við Þorbjörn er hluti af margþættu ferli kvikuhreyfinga í jarðskorpunni á Reykjanesskaga. Þessi ferli hafa áhrif á stóru svæði, þar á meðal Fagradalsfjall þar sem þensla heldur áfram frá því í ágúst.“ Vísir er með vefmyndavél uppi á Þorbirni og hægt er að fylgjast með svæðinu í beinni útsendingu hér að neðan.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Tengdar fréttir Snarpur skjálfti í morgun Skjálftavirkni jókst upp úr klukkan fimm í morgun við Eldvörp á Reykjanesskaga. Stærsti skjálftinn mældist 4,2 að stærð, rétt fyrir klukkan 6.00 í morgun. Yfir 130 skjálftar hafa mælst síðasta klukkutímann, flestir á um 3-5 kílómetra dýpi. Enginn gosórói er á svæðinu. 5. nóvember 2023 07:17 Ferðamenn ekki upplýstir um jarðhræringar við komuna í Bláa lónið: „Nei, alls ekki“ Ferðamenn sem voru ný komnir úr Bláa lóninu virtust mis vel upplýstir um jarðhræringarnar á Reykjanesi þegar fréttastofa ræddi við þá í dag. Fáir segjast hafa verið látnir vita af stöðunni við komuna í lónið. 4. nóvember 2023 19:11 Mest lesið Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Innlent Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Innlent „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Innlent Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Erlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg Innlent Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Innlent 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð Innlent Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Innlent Kennaraverkföll: Hvenær, hvar og hve lengi? Innlent Fleiri fréttir Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Sjá meira
Snarpur skjálfti í morgun Skjálftavirkni jókst upp úr klukkan fimm í morgun við Eldvörp á Reykjanesskaga. Stærsti skjálftinn mældist 4,2 að stærð, rétt fyrir klukkan 6.00 í morgun. Yfir 130 skjálftar hafa mælst síðasta klukkutímann, flestir á um 3-5 kílómetra dýpi. Enginn gosórói er á svæðinu. 5. nóvember 2023 07:17
Ferðamenn ekki upplýstir um jarðhræringar við komuna í Bláa lónið: „Nei, alls ekki“ Ferðamenn sem voru ný komnir úr Bláa lóninu virtust mis vel upplýstir um jarðhræringarnar á Reykjanesi þegar fréttastofa ræddi við þá í dag. Fáir segjast hafa verið látnir vita af stöðunni við komuna í lónið. 4. nóvember 2023 19:11