Urðu meistarar með Harvard Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. nóvember 2023 10:31 Ólöf Sigríður Kristinsdóttir er hér lengst til hægri og Írena Héðinsdóttir Gonzalez er lengst til vinstri á þessari mynd með liðsfélögum sínum úr meistaraliðinu. @harvardwsoccer Íslensku knattspyrnukonurnar Ólöf Sigríður Kristinsdóttir og Írena Héðinsdóttir Gonzalez urðu í gær meistarar í Ivy League í bandaríska háskólafótboltanum. Þær eru á sínu fyrsta ári með Harvard háskólanum og voru báðar í byrjunarliðinu í 3-0 sigri á Columbia í úrslitaleiknum. Ólöf Sigríður spilaði með Þrótti í Bestu deildinni í sumar en Írena með Breiðabliki. Hildur Þóra Hákonardóttir og Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir, báðar úr Breiðabliki, eru líka leikmenn liðsins en þær eru báðar frá vegna meiðsla. Fengu höfuðhögg sem þær eru að jafna sig á. Josefine Hasbo var hetja liðsins því hún skoraði öll þrjú mörkin í leiknum. Ólöf komst einu sinni nálægt því að skora. We're going to enjoy this one... but we're not done yet. NCAA Tournament, Harvard is coming #GoCrimson pic.twitter.com/MBZd8iVwOH— Harvard Women's Soccer (@Harvard_WSoccer) November 6, 2023 Þetta var sögulegur sigur því þetta er í fyrsta sinn sem Ivy deildin er með úrslitakeppni um Ivy titilinn. Með þessum sigri þá tryggði Harvard sér einnig sæti í úrslitakeppninni um bandaríska háskólameistaratitilinn. Þær Ólöf og Írena eiga því vonandi nóg eftir af tímabilinu. Ólöf skoraði sjö deildarmörk fyrir Harvard á leiktíðinni og var valin besti nýliðinn í Ivy deildinni. Írena, sem spilar aftarlega á miðjunni, náði ekki að skora en byrjaði ellefu af sautján deildarleikjum. Ivy League háskólar eru með bestu háskólum Bandaríkjanna en þeir eru líka með elstu háskólum í Bandaríkjunum. Harvard-háskóli er sá elsti en hann var stofnaður 1636. Skólarnir eru allir einkareknir og eru með auðugustu menntastofnunum heims. View this post on Instagram A post shared by Harvard Women's Soccer (@harvardwsoccer) Bandaríski fótboltinn Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn „Eigum skilið að finna til“ Enski boltinn Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Handbolti Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Sport Fleiri fréttir Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Kom inn á í fyrri háfleik og skoraði í fyrsta sinn í fimm mánuði Arnór Ingvi skoraði tvö mörk í bikarsigri Urðu að ósk Mourinho og kölluðu á útlenskan dómara Ein af þeim sem hefur haldið oftast hreinu í Evrópu Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Sjá meira
Þær eru á sínu fyrsta ári með Harvard háskólanum og voru báðar í byrjunarliðinu í 3-0 sigri á Columbia í úrslitaleiknum. Ólöf Sigríður spilaði með Þrótti í Bestu deildinni í sumar en Írena með Breiðabliki. Hildur Þóra Hákonardóttir og Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir, báðar úr Breiðabliki, eru líka leikmenn liðsins en þær eru báðar frá vegna meiðsla. Fengu höfuðhögg sem þær eru að jafna sig á. Josefine Hasbo var hetja liðsins því hún skoraði öll þrjú mörkin í leiknum. Ólöf komst einu sinni nálægt því að skora. We're going to enjoy this one... but we're not done yet. NCAA Tournament, Harvard is coming #GoCrimson pic.twitter.com/MBZd8iVwOH— Harvard Women's Soccer (@Harvard_WSoccer) November 6, 2023 Þetta var sögulegur sigur því þetta er í fyrsta sinn sem Ivy deildin er með úrslitakeppni um Ivy titilinn. Með þessum sigri þá tryggði Harvard sér einnig sæti í úrslitakeppninni um bandaríska háskólameistaratitilinn. Þær Ólöf og Írena eiga því vonandi nóg eftir af tímabilinu. Ólöf skoraði sjö deildarmörk fyrir Harvard á leiktíðinni og var valin besti nýliðinn í Ivy deildinni. Írena, sem spilar aftarlega á miðjunni, náði ekki að skora en byrjaði ellefu af sautján deildarleikjum. Ivy League háskólar eru með bestu háskólum Bandaríkjanna en þeir eru líka með elstu háskólum í Bandaríkjunum. Harvard-háskóli er sá elsti en hann var stofnaður 1636. Skólarnir eru allir einkareknir og eru með auðugustu menntastofnunum heims. View this post on Instagram A post shared by Harvard Women's Soccer (@harvardwsoccer)
Bandaríski fótboltinn Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn „Eigum skilið að finna til“ Enski boltinn Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Handbolti Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Sport Fleiri fréttir Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Kom inn á í fyrri háfleik og skoraði í fyrsta sinn í fimm mánuði Arnór Ingvi skoraði tvö mörk í bikarsigri Urðu að ósk Mourinho og kölluðu á útlenskan dómara Ein af þeim sem hefur haldið oftast hreinu í Evrópu Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Sjá meira