Mætast í úrslitaleik um titilinn í lokaleik beggja á ferlinum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. nóvember 2023 17:00 Megan Rapinoe og Ali Krieger sjást hér saman með Ashlyn Harris þegar bandaríska landsliðið varð heimsmeistari 2019. Getty/Brad Smith Bandarísku knattspyrnukonurnar Megan Rapinoe og Ali Krieger gætu báðar upplifað hinn fullkomna endi á farsælum fótboltaferli sínum. Lið þeirra, OL Reign og Gotham FC, spila nefnilega til úrslita um bandaríska meistaratitilinn í ár. Báðar höfðu gefið það út að þetta yrði þeirra síðasta tímabil á ferlinum. OL Reign sló út San Diego Wave í undanúrslitunum með 1-0 sigri en NJ/NY Gotham FC hafði betur 1-0 á móti Portland Thorns í framlengdum undanúrslitaleik. Rapinoe er 38 ára gömul og hefur spilað með OL Reign frá árinu 2013. Hún hefur samt aldrei náð að vinna meistaratitilinn með félaginu þrátt fyrir að vinna deildina þrisvar á þessum tíma. Rapinoe varð síðast landsmeistari þegar hún lék með Lyon í Frakklandi 2012-13 tímabilið. Krieger er 39 ára gömul og er á sínu öðru tímabili með NJ/NY Gotham FC. Hún lék áður með Orlando Pride. Krieger hefur aldrei orðið bandarískur meistari en hún varð síðast landsmeistari með þýska félaginu FFC Frankfurt árið 2008. Rapinoe og Krieger hafa verið lengi í bandaríska landsliðinu og urðu heimsmeistarar saman bæði 2015 og 2019. Krieger er varnarmaður sem á að baki 108 landsleiki en Rapinoe hefur skorað 63 mörk í 203 landsleikjum fyrir Bandaríkin. Storybook ending Megan Rapinoe and Ali Krieger will play the final game of their careers against each other. pic.twitter.com/BCUhOfqfBO— espnW (@espnW) November 6, 2023 Bandaríski fótboltinn Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Fleiri fréttir Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Í beinni: Ipswich - Man. Utd. | Fyrsti leikurinn hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Sjá meira
Lið þeirra, OL Reign og Gotham FC, spila nefnilega til úrslita um bandaríska meistaratitilinn í ár. Báðar höfðu gefið það út að þetta yrði þeirra síðasta tímabil á ferlinum. OL Reign sló út San Diego Wave í undanúrslitunum með 1-0 sigri en NJ/NY Gotham FC hafði betur 1-0 á móti Portland Thorns í framlengdum undanúrslitaleik. Rapinoe er 38 ára gömul og hefur spilað með OL Reign frá árinu 2013. Hún hefur samt aldrei náð að vinna meistaratitilinn með félaginu þrátt fyrir að vinna deildina þrisvar á þessum tíma. Rapinoe varð síðast landsmeistari þegar hún lék með Lyon í Frakklandi 2012-13 tímabilið. Krieger er 39 ára gömul og er á sínu öðru tímabili með NJ/NY Gotham FC. Hún lék áður með Orlando Pride. Krieger hefur aldrei orðið bandarískur meistari en hún varð síðast landsmeistari með þýska félaginu FFC Frankfurt árið 2008. Rapinoe og Krieger hafa verið lengi í bandaríska landsliðinu og urðu heimsmeistarar saman bæði 2015 og 2019. Krieger er varnarmaður sem á að baki 108 landsleiki en Rapinoe hefur skorað 63 mörk í 203 landsleikjum fyrir Bandaríkin. Storybook ending Megan Rapinoe and Ali Krieger will play the final game of their careers against each other. pic.twitter.com/BCUhOfqfBO— espnW (@espnW) November 6, 2023
Bandaríski fótboltinn Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Fleiri fréttir Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Í beinni: Ipswich - Man. Utd. | Fyrsti leikurinn hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Sjá meira