Norsku strákarnir mega það sem Þórir bannaði stelpunum Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 7. nóvember 2023 07:01 Norska karlalandsliðið með stuðningsmönnum sínum. Norska karlalandsliðið í handbolta lauk leik um helgina í æfingamótinu Gulldeildinni þar sem liðið lék þrjá leiki. Eftir eina sigur liðsins á mótinu tóku leikmenn liðsins liðsmynd með stuðningsmönnum liðsins, nokkuð sem norska kvennalandsliðið fær ekki að gera. Á dögunum vakti athygli að leikmenn norska kvennalandsliðsins, undir stjórn Þóris Hergeirssonar, hafi verið meinað að gefa eiginhandaráritanuir og taka sjálfur með áhorfendum og stuðningsmönnum liðsins í aðdraganda HM kvenna sem hefst síðar í mánuðinum. Reglurnar hafa nú þegar tekið gildi og verða við lýði hið minnsta fram yfir heimsmeistaramótið í handbolta sem hefst í næsta mánuði í Noregi, Danmörku og Svíþjóð en þar á norska landsliðið heimsmeistaratitil að verja. Með því að takmarka nánd leikmanna við stuðningsmenn vilja Þórir Hergeirsson, og aðrir sem standa að baki norska landsliðinu, lágmarka líkurnar á því að leikmenn liðsins smitist af veirum á borð við nóróveiruna og kórónuveiruna. Þórir, sem og þjálfarateymið allt í kringum liðið, hefur mátt þola ýmsa gagnrýni fyrir þessa ákvörðun og hefur Þórir meðal annars verið kallaður móðursjúkur í norskum fjölmiðlum. Eftir leik norska karlalandsliðsins í Gulldeildinni gegn Spánverjum síðastliðinn sunnudag, sem norska liðið vann með tveimur mörkum, 31-29, birti liðið þó mynd af sér með stuðningsmönnum liðsins, en Gulldeildin er hluti af undirbúningi norska liðsins fyrir EM sem hefst í janúar. Norski blaðamaurinn Stig Nygård vakti athygli á myndinni og sagði að „svona byggi maður upp traust og búi til alvöru stuðningsmenn.“ Hins vegar hefur einnig verið bent á að þetta sé algjörlega þveröfugt við þær reglur sem eru við lýði hjá norska kvennalandsliðinu, þrátt fyrir að liðin tvö séu vissulega undir sama sambandinu. „Norsku strákarnir gera þveröfugt við norsku stelpurnar sem kjósa að einangra sig frá aðdáendum,“ ritar blaðamaðurinn Johan Flinck á X, áður Twitter. „Áhugavert þar sem þetta er sama sambandið.“ Norski handboltinn HM kvenna í handbolta 2023 Mest lesið Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Fleiri fréttir Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Haukur og félagar unnu baráttuna um Búkarest Úrslitin í leik HK og Stjörnunnar standa Sjá meira
Á dögunum vakti athygli að leikmenn norska kvennalandsliðsins, undir stjórn Þóris Hergeirssonar, hafi verið meinað að gefa eiginhandaráritanuir og taka sjálfur með áhorfendum og stuðningsmönnum liðsins í aðdraganda HM kvenna sem hefst síðar í mánuðinum. Reglurnar hafa nú þegar tekið gildi og verða við lýði hið minnsta fram yfir heimsmeistaramótið í handbolta sem hefst í næsta mánuði í Noregi, Danmörku og Svíþjóð en þar á norska landsliðið heimsmeistaratitil að verja. Með því að takmarka nánd leikmanna við stuðningsmenn vilja Þórir Hergeirsson, og aðrir sem standa að baki norska landsliðinu, lágmarka líkurnar á því að leikmenn liðsins smitist af veirum á borð við nóróveiruna og kórónuveiruna. Þórir, sem og þjálfarateymið allt í kringum liðið, hefur mátt þola ýmsa gagnrýni fyrir þessa ákvörðun og hefur Þórir meðal annars verið kallaður móðursjúkur í norskum fjölmiðlum. Eftir leik norska karlalandsliðsins í Gulldeildinni gegn Spánverjum síðastliðinn sunnudag, sem norska liðið vann með tveimur mörkum, 31-29, birti liðið þó mynd af sér með stuðningsmönnum liðsins, en Gulldeildin er hluti af undirbúningi norska liðsins fyrir EM sem hefst í janúar. Norski blaðamaurinn Stig Nygård vakti athygli á myndinni og sagði að „svona byggi maður upp traust og búi til alvöru stuðningsmenn.“ Hins vegar hefur einnig verið bent á að þetta sé algjörlega þveröfugt við þær reglur sem eru við lýði hjá norska kvennalandsliðinu, þrátt fyrir að liðin tvö séu vissulega undir sama sambandinu. „Norsku strákarnir gera þveröfugt við norsku stelpurnar sem kjósa að einangra sig frá aðdáendum,“ ritar blaðamaðurinn Johan Flinck á X, áður Twitter. „Áhugavert þar sem þetta er sama sambandið.“
Norski handboltinn HM kvenna í handbolta 2023 Mest lesið Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Fleiri fréttir Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Haukur og félagar unnu baráttuna um Búkarest Úrslitin í leik HK og Stjörnunnar standa Sjá meira