Flúði skjálftana og komin í hjólhýsi í Árbænum Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 8. nóvember 2023 09:00 Sigríður Jónasdóttir ásamt hundinum sínum. Bæði þoldu þau illa stöðuga skjálfta undanfarnar tvær vikur. Vísir/Vilhelm Sigríður Jónasdóttir, íbúi í Grindavík, hefur fengið sig fullsadda af skjálftahrinunni á Reykjanesi og er flutt í borgina. Þar býr hún nú í hjólhýsi í garðinum hjá tengdaforeldrum dóttur sinnar. „Ég fékk bara alveg nóg þarna á fimmtudagsmorguninn. Ég bara meikaði ekki að vera lengur heima,“ segir Sigríður í samtali við Vísi. Hún segir nóttina á undan hafa verið hræðilega. „Það komu endalausir skjálftar, maður náði náttúrulega engum svefni og ég varð bara ofboðslega hrædd. Um áttaleytið þá ákvað ég bara að bruna í bæinn. Ég fór nú reyndar án þess að taka hjólhýsið en svo kom nágranninn minn með það til mín og ég er í því núna í bænum.“ Ertu búin að ákveða hvað þú ætlar að vera lengi? „Nei. En mig langar ekki heim. Ekki strax. Ég var bara alveg ofboðslega hrædd og ég viðurkenni það bara. Ég væri að ljúga ef ég segði eitthvað annað,“ segir Sigríður. Hún segist ekki hafa náð að festa svefn í einn og hálfan sólarhring áður en hún sofnaði loksins í borginni. Sigríður segir að þessi skjálftahrina sé töluvert verri en þær tvær síðustu sem voru á Reykjanesi í aðdraganda eldgosa í Geldingadölum og í Merardölum. „Þetta er búið að vera alveg hræðilegt. Auðvitað erum við öll misjöfn en mín upplifun hefur verið hræðileg og ég veit um fleiri. Það er fleira fólk farið, einhverjir eru farnir upp í bústað og einhverjir til ættingja.“ Erfið ákvörðun en léttir að vera mætt til Reykjavíkur Sigríður er auk þess með hund og er eiginmaður hennar sjómaður og sonur hennar erlendis, svo að hún og hundurinn hafa verið ein síðustu daga. Hún segist hafa fundið vel fyrir nánast öllum skjálftum hrinunnar, meira að segja þeim sem hafi mælst í smærri kantinum. Ástandið hafi varað í tæpar tvær vikur. „Ég var nefnilega ein heima og það stuðaði mig svakalega. Ég bara gat ekki hugsað mér þetta. Ég fann líka fyrir litlu. Ég bý í tveggja hæða húsi og þegar ég var uppi fann ég ótrúlega vel fyrir þessu og svo var það óvissan um það, hvenær kemur næsti?“ Sigríður segir það hafa verið erfiða ákvörðun að yfirgefa heimili sitt. Hún pakkaði helstu nauðsynjum en segist þurfa að kíkja til Grindavíkur til að ná í fleira dót. „Hausinn er ekki búinn að vera á staðnum. Maður er alltaf að bíða eftir því að vera vakinn upp úr einhverri hryllingsmynd. Ég er ekki einu sinni að grínast. Það var mikill léttir þegar ég kom til Reykjavíkur.“ Sigríður segist vera dugleg að skoða fréttamiðla. Hún segist vona að þessu fari brátt að ljúka. „Þetta er búið að taka mikið á sálartetrið. Ég reikna náttúrulega ekki með öðru en að það sé að fara að gjósa og það má bara fara að koma, og á besta stað.“ Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Grindavík Tengdar fréttir Birta leiðbeiningar til íbúa á Reykjanesi Björgunarsveitin Suðurnes hefur birt svör við ýmsum spurningum íbúa um hvað sé best að gera til að undirbúa sig heima fyrir ef það fer að gjósa við Svartsengi. Íbúar eru hvattir til að kynna sér viðbragðsáætlanir. Boðað hefur verið til upplýsingafundar almannavarna klukkan 15:00 í dag. 6. nóvember 2023 11:52 Mest lesið Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent Tegundin sé líklega komin til að vera Innlent Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Erlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Hafna aftur tillögu Trumps Erlent Skikkar bændur í meirapróf Innlent Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Innlent Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Innlent Fleiri fréttir Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar rofin Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Sjá meira
„Ég fékk bara alveg nóg þarna á fimmtudagsmorguninn. Ég bara meikaði ekki að vera lengur heima,“ segir Sigríður í samtali við Vísi. Hún segir nóttina á undan hafa verið hræðilega. „Það komu endalausir skjálftar, maður náði náttúrulega engum svefni og ég varð bara ofboðslega hrædd. Um áttaleytið þá ákvað ég bara að bruna í bæinn. Ég fór nú reyndar án þess að taka hjólhýsið en svo kom nágranninn minn með það til mín og ég er í því núna í bænum.“ Ertu búin að ákveða hvað þú ætlar að vera lengi? „Nei. En mig langar ekki heim. Ekki strax. Ég var bara alveg ofboðslega hrædd og ég viðurkenni það bara. Ég væri að ljúga ef ég segði eitthvað annað,“ segir Sigríður. Hún segist ekki hafa náð að festa svefn í einn og hálfan sólarhring áður en hún sofnaði loksins í borginni. Sigríður segir að þessi skjálftahrina sé töluvert verri en þær tvær síðustu sem voru á Reykjanesi í aðdraganda eldgosa í Geldingadölum og í Merardölum. „Þetta er búið að vera alveg hræðilegt. Auðvitað erum við öll misjöfn en mín upplifun hefur verið hræðileg og ég veit um fleiri. Það er fleira fólk farið, einhverjir eru farnir upp í bústað og einhverjir til ættingja.“ Erfið ákvörðun en léttir að vera mætt til Reykjavíkur Sigríður er auk þess með hund og er eiginmaður hennar sjómaður og sonur hennar erlendis, svo að hún og hundurinn hafa verið ein síðustu daga. Hún segist hafa fundið vel fyrir nánast öllum skjálftum hrinunnar, meira að segja þeim sem hafi mælst í smærri kantinum. Ástandið hafi varað í tæpar tvær vikur. „Ég var nefnilega ein heima og það stuðaði mig svakalega. Ég bara gat ekki hugsað mér þetta. Ég fann líka fyrir litlu. Ég bý í tveggja hæða húsi og þegar ég var uppi fann ég ótrúlega vel fyrir þessu og svo var það óvissan um það, hvenær kemur næsti?“ Sigríður segir það hafa verið erfiða ákvörðun að yfirgefa heimili sitt. Hún pakkaði helstu nauðsynjum en segist þurfa að kíkja til Grindavíkur til að ná í fleira dót. „Hausinn er ekki búinn að vera á staðnum. Maður er alltaf að bíða eftir því að vera vakinn upp úr einhverri hryllingsmynd. Ég er ekki einu sinni að grínast. Það var mikill léttir þegar ég kom til Reykjavíkur.“ Sigríður segist vera dugleg að skoða fréttamiðla. Hún segist vona að þessu fari brátt að ljúka. „Þetta er búið að taka mikið á sálartetrið. Ég reikna náttúrulega ekki með öðru en að það sé að fara að gjósa og það má bara fara að koma, og á besta stað.“
Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Grindavík Tengdar fréttir Birta leiðbeiningar til íbúa á Reykjanesi Björgunarsveitin Suðurnes hefur birt svör við ýmsum spurningum íbúa um hvað sé best að gera til að undirbúa sig heima fyrir ef það fer að gjósa við Svartsengi. Íbúar eru hvattir til að kynna sér viðbragðsáætlanir. Boðað hefur verið til upplýsingafundar almannavarna klukkan 15:00 í dag. 6. nóvember 2023 11:52 Mest lesið Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent Tegundin sé líklega komin til að vera Innlent Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Erlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Hafna aftur tillögu Trumps Erlent Skikkar bændur í meirapróf Innlent Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Innlent Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Innlent Fleiri fréttir Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar rofin Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Sjá meira
Birta leiðbeiningar til íbúa á Reykjanesi Björgunarsveitin Suðurnes hefur birt svör við ýmsum spurningum íbúa um hvað sé best að gera til að undirbúa sig heima fyrir ef það fer að gjósa við Svartsengi. Íbúar eru hvattir til að kynna sér viðbragðsáætlanir. Boðað hefur verið til upplýsingafundar almannavarna klukkan 15:00 í dag. 6. nóvember 2023 11:52