„Stolt, þakklát og auðmjúk“ Stefán Árni Pálsson skrifar 7. nóvember 2023 20:31 Vanda Sigurgeirsdóttir hættir sem formaður KSÍ í febrúar á næsta ári. vísir/arnar Vanda Sigurgeirsdóttir segir að fyrra starf hafi kallað aftur á hana og að hún vilji snúa sér aftur að ástríðu sinni. Hún hefur ákveðið að hætta sem formaður KSÍ. Vanda tilkynnti í gær að hún muni láta af störfum sem formaður Knattspyrnusambands Íslands á næsta ársþingi í febrúar. „Fyrst langar mig að segja að þetta var að sjálfsögðu mjög erfið ákvörðun því hér er ég búin að vinna með frábæru fólki, starfsfólki KSÍ og stjórn og öllum félögunum. Í rauninni er þetta bara fyrst og fremst að ég er að snúa til baka til fyrri verka, við Menntavísindasvið Háskóla Íslands og í fyrirtæki sem ég á með manninum mínum og tveimur öðrum Anna Steinsen og Jón Halldórsson. Við eigum fyrirtæki sem heitir Kvan og ég fór svolítið út úr því og hvarf,“ segir Vanda og heldur áfram. „Nonni [Jón Halldórsson] sagði við mig að þetta væri eins og að vera með Ronaldo og Messi í liðinu sínu og svo bara fer Messi, þannig að ég er að fara til baka í það, til baka í það sem hefur verið mín stóru hjartans mál sem eru vellíðan og velferð barna, þjálfun og fræðsla fyrir starfsfólk og fagfólk og fyrir foreldra og börn og eineltisforvarnir. Þetta er erfið ákvörðun en bara eitthvað sem ég ákvað að gera.“ Forréttindi að vinna við áhugamálið Hún segist hafa velt þessu fyrir sér í langan tíma. „Þetta er búið að veltast fram og til baka hjá mér. Af því að þetta er mjög skemmtilegt og það er gaman að vera formaður KSÍ og forréttindi að fá að vinna með áhugamálið sitt og með öllu þessu góða fólki.“ Hún segist vera ótrúlega stolt af tíma sínum sem formaður. „Bæði af því sem ég hef gert og stjórn. Ég er bara stolt, þakklát og auðmjúk“ Ljóst er að kosið verður um nýjan formann í febrúar á næsta ári. Vísir kannaði hljóðið í einstaklingum sem hafa verið orðaður við embættið núna eða undanfarin ár. Guðni Bergsson, fyrrverandi formaður KSÍ, liggur nú undir feldi en hann segir í samtal við Vísi að hann hafi fengið fyrirspurnir og hvatningu frá fólki um að bjóða sig fram. En hvernig aðila vill Vanda í starfið? „Það er fullt af mjög góðu fólki út um allt í hreyfingunni en ég vil bara fá einhvern góðan aðila og góða manneskju sem er með hjartað á réttum stað.“ KSÍ Fótbolti Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Handbolti Fleiri fréttir Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Sjá meira
Vanda tilkynnti í gær að hún muni láta af störfum sem formaður Knattspyrnusambands Íslands á næsta ársþingi í febrúar. „Fyrst langar mig að segja að þetta var að sjálfsögðu mjög erfið ákvörðun því hér er ég búin að vinna með frábæru fólki, starfsfólki KSÍ og stjórn og öllum félögunum. Í rauninni er þetta bara fyrst og fremst að ég er að snúa til baka til fyrri verka, við Menntavísindasvið Háskóla Íslands og í fyrirtæki sem ég á með manninum mínum og tveimur öðrum Anna Steinsen og Jón Halldórsson. Við eigum fyrirtæki sem heitir Kvan og ég fór svolítið út úr því og hvarf,“ segir Vanda og heldur áfram. „Nonni [Jón Halldórsson] sagði við mig að þetta væri eins og að vera með Ronaldo og Messi í liðinu sínu og svo bara fer Messi, þannig að ég er að fara til baka í það, til baka í það sem hefur verið mín stóru hjartans mál sem eru vellíðan og velferð barna, þjálfun og fræðsla fyrir starfsfólk og fagfólk og fyrir foreldra og börn og eineltisforvarnir. Þetta er erfið ákvörðun en bara eitthvað sem ég ákvað að gera.“ Forréttindi að vinna við áhugamálið Hún segist hafa velt þessu fyrir sér í langan tíma. „Þetta er búið að veltast fram og til baka hjá mér. Af því að þetta er mjög skemmtilegt og það er gaman að vera formaður KSÍ og forréttindi að fá að vinna með áhugamálið sitt og með öllu þessu góða fólki.“ Hún segist vera ótrúlega stolt af tíma sínum sem formaður. „Bæði af því sem ég hef gert og stjórn. Ég er bara stolt, þakklát og auðmjúk“ Ljóst er að kosið verður um nýjan formann í febrúar á næsta ári. Vísir kannaði hljóðið í einstaklingum sem hafa verið orðaður við embættið núna eða undanfarin ár. Guðni Bergsson, fyrrverandi formaður KSÍ, liggur nú undir feldi en hann segir í samtal við Vísi að hann hafi fengið fyrirspurnir og hvatningu frá fólki um að bjóða sig fram. En hvernig aðila vill Vanda í starfið? „Það er fullt af mjög góðu fólki út um allt í hreyfingunni en ég vil bara fá einhvern góðan aðila og góða manneskju sem er með hjartað á réttum stað.“
KSÍ Fótbolti Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Handbolti Fleiri fréttir Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Sjá meira