Guðlaugur Þór segir öllum ofbjóða hryllingurinn á Gaza Heimir Már Pétursson skrifar 7. nóvember 2023 19:26 Sveinn Rúnar Hauksson læknir með fána Palestínu. Ísland er eitt fárra ríkja sem hafa viðurkennt sjálfstæði Palestínu. Vísir/Vilhelm Hátt á þriðja hundrað mótmælenda kröfðust þess við Ráðherrabústaðinn í dag að ríkisstjórnin krefðist tafarlauss vopnahlés á Gaza. Fyrrverandi utanríkisráðherra segir öllum ofbjóða ástandið og óska þess að átökunum ljúki. Gríðarlegt mannfall og eyðilegging blasir í Gazaborg og nágrenni. Frá því Ísraelsher hóf árásir sínar eftir hryðjuverk sveitar Hamas fyrir mánuði, hafa heimili og sjúkrahús ásamt öðrum innviðum orðið fyrir stöðugum loftárásum. Rúmlega fjögur þúsund börn hafa fallið í árásum Ísraelshers á Gaza undanfarnar vikur.AP/Adel Hana Ísraelsher hefur haldið loftárásum áfram á Gaza í dag þar sem yfir tíu þúsund manns hafa fallið, þar af yfir fjögur þúsund börn frá því átökin hófust. Fjöldi barna og fullorðinna hefur að auki særst og alger ringulreið ræður ríkjum þar sem foreldrar og aðrir ættingjar leita að ástvinum sínum í húsarústum og á þeim sjúkrahúsum sem enn eru starfhæf. Á myndum í meðfylgjandi sjónvarpsfrétt sjást tugir manna fylgja tveimur börnum til grafar í Gazaborg í dag. Mótmælendur létu í sér heyra þegar Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra mætti til ríkisstjórnarfundar í morgun.Vísir/Vilhelm Hátt á þriðja hundrað mótmælenda kom saman fyrir utan Ráðherrabústaðinn fyrir ríkisstjórnarfund í morgun þar sem þess var krafist að íslensk stjórnvöld kölluðu þegar eftir vopnahléi í átökunum. Margrét Kristín Blöndal, Magga Stína, tónlistarkona var á meðal mótmælenda. Hún segir fólki eðlilega verða brjálað þegar verið væri að fremja þjóðarmorð á innikróaðri þjóð. Almenningur styður ekki fjöldamorð á börnum „Almenningur vill ekki fjöldamorð, vill ekki fjöldamorð á börnum. Hann vill ekki þessa viðbjóðslegu valdníðslu og þann níðingsskap sem verið er að sýna,“ sagði Magga Stína meðal annars í viðtali við fréttastofu. Magga Stína segir að Íslenidngar hljóti að mótmæla því þegar verið væri að fremja þjóðarmorð á innikróaðri þjóð á Gaza.Vísir/Vilhelm Ísraelsmenn eru komnir með landher inn á Gazaströndina og segjast hafa náð að umkringja borgina og skipta henni í tvennt. Markmið þeirra er að uppræta Hamas í eitt skipti fyrir öll og frelsa um 240 gísla samtakanna. Þrátt fyrir hvatningu margra ríkja til að gert verði vopnahlé hafa stjórnvöld í Ísrael ekki tekið það til greina. Guðlaugur Þór Þórðarson fyrrverandi utanríkisráðherra og núverandi umhverfis- orku- og loftslagsráðherra segir íslensk stjórnvöld ekki þurfa að skammast sín fyrir að hafa verið í þeim hópi ríkja sem þau voru við atkvæðagreiðslu hjá Sameinuðu þjóðunum. Það liggi skýrt fyrir að íslensk stjórnvöld vilji sjá frið á þessu svæði. Þorvaldur Þorvaldsson hrópaði áskoranir um vopnahlé og fleira í gjallarhorn á mótmælunum í morgun.Vísir/Vilhelm „Að sálfsögðu ofbýður manni þetta allt saman. Þetta hófst með hræðulegu hryðjuverki þar sem tvö þúsund ungmenni, að stærstum hluta, voru á tónleikahátíð og voru drepin með köldu blóði. Síðan erum við að sjá hlutina verða verri og verri. Þetta hlýtur öllum að ofbjóða,“ sagði Guðlaugur Þór á leið á ríkisstjórnarfund í morgun. Sveinn Rúnar Hauksson læknir og fyrrverandi formaður samtakanna Ísland-Palestína þekkir vel til aðstæðna á Gaza og segir þetta vera hryllilegustu árásir sem gerðar hafi verið á Palestínumenn. „Það deyr eitt barn á tíu mínútna fresti og tvö önnur særð. Allan sólarhringinn. Þetta er hryllingur og við verðum, eins og þú heyrir hér, að krefjast öll sem eitt vopnahlés strax,“ sagði Sveinn Rúnar. Hátt í þrjú hundruð manns mættu á mótmælin við Ráðherrabústaðinn í morgun.Vísir/Vilhelm Lilja Alfreðsdóttir menningar- og viðskiptaráðherra segir stöðuna mjög viðkvæma. „Það eru heitar tilfinningar í þessu. Við höfum alltaf barist fyrir mannréttindum og að virða alþjóðalög og við munum halda áfram að gera það.“ Finnst þér að ríkisstjórnin hefði átt að bregðast öðruvísi við en hún gerði hjá Sameinuðu þjóðunum? „Ég styð að sjálfsögðu utanríkisráðherra í þessu. Hann greiddi atkvæði eins og aðrar Norðurlandaþjóðir fyrir utan Norðmenn,“ sagði Lilja á leið á ríkisstjórnarfund. Saga Garðarsdóttir leikkona var á meðal mótmælenda og sagðist vera gjörsamlega nóg boðið. „Það er ekki hægt að horfa upp á þetta og gera ekki neitt. Ég trúi því ekki að við ætlum ekki að fordæma þetta.“ Hvernig finnst þér að íslensk stjórnvöld hafa tekið á þessu máli? „Heigulslega. Algerlega. Mér finnst ótrúlegt að þau séu ekki búin að fordæma þetta og ýta undir vopnahlé.“ Þannig að það er sorg í þínu hjarta? „Já, það er það,“ sagði Saga Garðarsdóttir á mótmælunum við Ráðherrabústaðinn í morgun. Hér fyrir neðan má sjá myndir frá mótmælunum við Ráðherrabústaðinn og frá Gaza ásamt viðtölum við viðmælendur fréttarinnar í heild sinni: Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Utanríkismál Tengdar fréttir Segir engan ágreining ríkja um afstöðu Íslands Utanríkisráðherra segir engan ágreining ríkja um afstöðu Íslands varðandi átökin fyrir botni Miðjarðarhafs. Farsælast væri að Alþingi sameinaðist um þau grundvallargildi sem allir væru sammála um. 6. nóvember 2023 19:27 Stjórnarþingmenn flytja tillögu um ákall eftir vopnahléi Hópur þingmanna hefur smíðað þingsályktunartillögu um að fordæma aðgerðir Ísraelshers í Palestínu og kalla eftir tafarlausu vopnahléi af mannúðarástæðum. Tveir þingmenn Vinstri grænna eru flutningsmenn tillögunnar. 6. nóvember 2023 15:48 Íslensk stjórnvöld auka fjárframlög og kalla eftir mannúðarhléi Íslensk stjórnvöld hyggjast tvöfalda framlög sín til mannúðaraðstoðar á Gasa. Frá þessu var greint við neyðarumræðu um átökin á svæðinu á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í gærkvöldi, þar sem fulltrúi Íslands kallaði eftir tafarlausu hléi. 3. nóvember 2023 10:22 Utanríkisráðuneytið birtir tímalínuna Utanríkisráðuneytið hefur birt nákvæma tímalínu yfir samskipti ráðuneyta og aðdraganda atkvæðagreiðslu á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna, þar sem greidd voru atkvæði um tillögu Jórdaníu um vopnahlé á Gasa. Forsætisráðuneytið fékk upplýsingar einum og hálfum klukkutíma eftir að afstaða utanríkisráðherra lá fyrir. 30. október 2023 19:52 Katrín fékk tölvupóst ellefu mínútum fyrir atkvæðagreiðsluna Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra barst tölvupóstur ellefu mínútum áður en atkvæðagreiðsla hófst hjá Sameinuðu þjóðunum um ástandið á Gaza-svæðinu. Hún segist ekki hafa séð póstinn fyrr en eftir að atkvæðagreiðsla hófst og ekki hafi verið óskað sérstaklega eftir afstöðu hennar til málsins. 30. október 2023 15:55 Segja að Ísland hefði átt að samþykkja ályktun um vopnahlé Þingmenn Vinstri grænna telja að Ísland hefði átt að samþykkja ályktun Jórdana á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í gærkvöldi. Ályktunin var um tafarlaust vopnahlé á Gasaströndinni en Ísland sat hjá. 28. október 2023 12:06 Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Erlent Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Fleiri fréttir Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Sjá meira
Gríðarlegt mannfall og eyðilegging blasir í Gazaborg og nágrenni. Frá því Ísraelsher hóf árásir sínar eftir hryðjuverk sveitar Hamas fyrir mánuði, hafa heimili og sjúkrahús ásamt öðrum innviðum orðið fyrir stöðugum loftárásum. Rúmlega fjögur þúsund börn hafa fallið í árásum Ísraelshers á Gaza undanfarnar vikur.AP/Adel Hana Ísraelsher hefur haldið loftárásum áfram á Gaza í dag þar sem yfir tíu þúsund manns hafa fallið, þar af yfir fjögur þúsund börn frá því átökin hófust. Fjöldi barna og fullorðinna hefur að auki særst og alger ringulreið ræður ríkjum þar sem foreldrar og aðrir ættingjar leita að ástvinum sínum í húsarústum og á þeim sjúkrahúsum sem enn eru starfhæf. Á myndum í meðfylgjandi sjónvarpsfrétt sjást tugir manna fylgja tveimur börnum til grafar í Gazaborg í dag. Mótmælendur létu í sér heyra þegar Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra mætti til ríkisstjórnarfundar í morgun.Vísir/Vilhelm Hátt á þriðja hundrað mótmælenda kom saman fyrir utan Ráðherrabústaðinn fyrir ríkisstjórnarfund í morgun þar sem þess var krafist að íslensk stjórnvöld kölluðu þegar eftir vopnahléi í átökunum. Margrét Kristín Blöndal, Magga Stína, tónlistarkona var á meðal mótmælenda. Hún segir fólki eðlilega verða brjálað þegar verið væri að fremja þjóðarmorð á innikróaðri þjóð. Almenningur styður ekki fjöldamorð á börnum „Almenningur vill ekki fjöldamorð, vill ekki fjöldamorð á börnum. Hann vill ekki þessa viðbjóðslegu valdníðslu og þann níðingsskap sem verið er að sýna,“ sagði Magga Stína meðal annars í viðtali við fréttastofu. Magga Stína segir að Íslenidngar hljóti að mótmæla því þegar verið væri að fremja þjóðarmorð á innikróaðri þjóð á Gaza.Vísir/Vilhelm Ísraelsmenn eru komnir með landher inn á Gazaströndina og segjast hafa náð að umkringja borgina og skipta henni í tvennt. Markmið þeirra er að uppræta Hamas í eitt skipti fyrir öll og frelsa um 240 gísla samtakanna. Þrátt fyrir hvatningu margra ríkja til að gert verði vopnahlé hafa stjórnvöld í Ísrael ekki tekið það til greina. Guðlaugur Þór Þórðarson fyrrverandi utanríkisráðherra og núverandi umhverfis- orku- og loftslagsráðherra segir íslensk stjórnvöld ekki þurfa að skammast sín fyrir að hafa verið í þeim hópi ríkja sem þau voru við atkvæðagreiðslu hjá Sameinuðu þjóðunum. Það liggi skýrt fyrir að íslensk stjórnvöld vilji sjá frið á þessu svæði. Þorvaldur Þorvaldsson hrópaði áskoranir um vopnahlé og fleira í gjallarhorn á mótmælunum í morgun.Vísir/Vilhelm „Að sálfsögðu ofbýður manni þetta allt saman. Þetta hófst með hræðulegu hryðjuverki þar sem tvö þúsund ungmenni, að stærstum hluta, voru á tónleikahátíð og voru drepin með köldu blóði. Síðan erum við að sjá hlutina verða verri og verri. Þetta hlýtur öllum að ofbjóða,“ sagði Guðlaugur Þór á leið á ríkisstjórnarfund í morgun. Sveinn Rúnar Hauksson læknir og fyrrverandi formaður samtakanna Ísland-Palestína þekkir vel til aðstæðna á Gaza og segir þetta vera hryllilegustu árásir sem gerðar hafi verið á Palestínumenn. „Það deyr eitt barn á tíu mínútna fresti og tvö önnur særð. Allan sólarhringinn. Þetta er hryllingur og við verðum, eins og þú heyrir hér, að krefjast öll sem eitt vopnahlés strax,“ sagði Sveinn Rúnar. Hátt í þrjú hundruð manns mættu á mótmælin við Ráðherrabústaðinn í morgun.Vísir/Vilhelm Lilja Alfreðsdóttir menningar- og viðskiptaráðherra segir stöðuna mjög viðkvæma. „Það eru heitar tilfinningar í þessu. Við höfum alltaf barist fyrir mannréttindum og að virða alþjóðalög og við munum halda áfram að gera það.“ Finnst þér að ríkisstjórnin hefði átt að bregðast öðruvísi við en hún gerði hjá Sameinuðu þjóðunum? „Ég styð að sjálfsögðu utanríkisráðherra í þessu. Hann greiddi atkvæði eins og aðrar Norðurlandaþjóðir fyrir utan Norðmenn,“ sagði Lilja á leið á ríkisstjórnarfund. Saga Garðarsdóttir leikkona var á meðal mótmælenda og sagðist vera gjörsamlega nóg boðið. „Það er ekki hægt að horfa upp á þetta og gera ekki neitt. Ég trúi því ekki að við ætlum ekki að fordæma þetta.“ Hvernig finnst þér að íslensk stjórnvöld hafa tekið á þessu máli? „Heigulslega. Algerlega. Mér finnst ótrúlegt að þau séu ekki búin að fordæma þetta og ýta undir vopnahlé.“ Þannig að það er sorg í þínu hjarta? „Já, það er það,“ sagði Saga Garðarsdóttir á mótmælunum við Ráðherrabústaðinn í morgun. Hér fyrir neðan má sjá myndir frá mótmælunum við Ráðherrabústaðinn og frá Gaza ásamt viðtölum við viðmælendur fréttarinnar í heild sinni:
Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Utanríkismál Tengdar fréttir Segir engan ágreining ríkja um afstöðu Íslands Utanríkisráðherra segir engan ágreining ríkja um afstöðu Íslands varðandi átökin fyrir botni Miðjarðarhafs. Farsælast væri að Alþingi sameinaðist um þau grundvallargildi sem allir væru sammála um. 6. nóvember 2023 19:27 Stjórnarþingmenn flytja tillögu um ákall eftir vopnahléi Hópur þingmanna hefur smíðað þingsályktunartillögu um að fordæma aðgerðir Ísraelshers í Palestínu og kalla eftir tafarlausu vopnahléi af mannúðarástæðum. Tveir þingmenn Vinstri grænna eru flutningsmenn tillögunnar. 6. nóvember 2023 15:48 Íslensk stjórnvöld auka fjárframlög og kalla eftir mannúðarhléi Íslensk stjórnvöld hyggjast tvöfalda framlög sín til mannúðaraðstoðar á Gasa. Frá þessu var greint við neyðarumræðu um átökin á svæðinu á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í gærkvöldi, þar sem fulltrúi Íslands kallaði eftir tafarlausu hléi. 3. nóvember 2023 10:22 Utanríkisráðuneytið birtir tímalínuna Utanríkisráðuneytið hefur birt nákvæma tímalínu yfir samskipti ráðuneyta og aðdraganda atkvæðagreiðslu á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna, þar sem greidd voru atkvæði um tillögu Jórdaníu um vopnahlé á Gasa. Forsætisráðuneytið fékk upplýsingar einum og hálfum klukkutíma eftir að afstaða utanríkisráðherra lá fyrir. 30. október 2023 19:52 Katrín fékk tölvupóst ellefu mínútum fyrir atkvæðagreiðsluna Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra barst tölvupóstur ellefu mínútum áður en atkvæðagreiðsla hófst hjá Sameinuðu þjóðunum um ástandið á Gaza-svæðinu. Hún segist ekki hafa séð póstinn fyrr en eftir að atkvæðagreiðsla hófst og ekki hafi verið óskað sérstaklega eftir afstöðu hennar til málsins. 30. október 2023 15:55 Segja að Ísland hefði átt að samþykkja ályktun um vopnahlé Þingmenn Vinstri grænna telja að Ísland hefði átt að samþykkja ályktun Jórdana á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í gærkvöldi. Ályktunin var um tafarlaust vopnahlé á Gasaströndinni en Ísland sat hjá. 28. október 2023 12:06 Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Erlent Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Fleiri fréttir Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Sjá meira
Segir engan ágreining ríkja um afstöðu Íslands Utanríkisráðherra segir engan ágreining ríkja um afstöðu Íslands varðandi átökin fyrir botni Miðjarðarhafs. Farsælast væri að Alþingi sameinaðist um þau grundvallargildi sem allir væru sammála um. 6. nóvember 2023 19:27
Stjórnarþingmenn flytja tillögu um ákall eftir vopnahléi Hópur þingmanna hefur smíðað þingsályktunartillögu um að fordæma aðgerðir Ísraelshers í Palestínu og kalla eftir tafarlausu vopnahléi af mannúðarástæðum. Tveir þingmenn Vinstri grænna eru flutningsmenn tillögunnar. 6. nóvember 2023 15:48
Íslensk stjórnvöld auka fjárframlög og kalla eftir mannúðarhléi Íslensk stjórnvöld hyggjast tvöfalda framlög sín til mannúðaraðstoðar á Gasa. Frá þessu var greint við neyðarumræðu um átökin á svæðinu á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í gærkvöldi, þar sem fulltrúi Íslands kallaði eftir tafarlausu hléi. 3. nóvember 2023 10:22
Utanríkisráðuneytið birtir tímalínuna Utanríkisráðuneytið hefur birt nákvæma tímalínu yfir samskipti ráðuneyta og aðdraganda atkvæðagreiðslu á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna, þar sem greidd voru atkvæði um tillögu Jórdaníu um vopnahlé á Gasa. Forsætisráðuneytið fékk upplýsingar einum og hálfum klukkutíma eftir að afstaða utanríkisráðherra lá fyrir. 30. október 2023 19:52
Katrín fékk tölvupóst ellefu mínútum fyrir atkvæðagreiðsluna Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra barst tölvupóstur ellefu mínútum áður en atkvæðagreiðsla hófst hjá Sameinuðu þjóðunum um ástandið á Gaza-svæðinu. Hún segist ekki hafa séð póstinn fyrr en eftir að atkvæðagreiðsla hófst og ekki hafi verið óskað sérstaklega eftir afstöðu hennar til málsins. 30. október 2023 15:55
Segja að Ísland hefði átt að samþykkja ályktun um vopnahlé Þingmenn Vinstri grænna telja að Ísland hefði átt að samþykkja ályktun Jórdana á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í gærkvöldi. Ályktunin var um tafarlaust vopnahlé á Gasaströndinni en Ísland sat hjá. 28. október 2023 12:06