Ferðamaður mögulega ísbjörninn á Langjökli Jón Þór Stefánsson skrifar 8. nóvember 2023 11:31 Ísbirnir hafa heimsótt Ísland þónokkrum sinnum. Þeir eru þó ekki þekktir fyrir að koma sér inn á mitt land. EPA Leit lögreglunnar á Vesturlandi og Landhelgisgæslunnar að ísbirni á Langjökli í gær skilaði litlu. Enginn hvítabjörn fannst og enginn ummerki eftir slíkt dýr heldur. Frá þessu greinir Kristján Ingi Kristjánsson, settur yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Vesturlandi, í samtali við Vísi. Hann tekur þó fram að í raun hafi ekki verið búist við því að leitin myndi skila árangri. „Þeir kláruðu að leita þetta svæði og ekkert fannst, hvorki björn né ummerki. Þannig þetta er bara búið af okkar hálfu nema eitthvað nýtt komi fram,“ segir Kristján. Hann metur að leitin, sem fór fram í þyrlu Landhelgisgæslunnar, hafi tekið um það bil einn og hálfan klukkutíma. Leitin hófst eftir að lögreglunni bárust tilkynningar um fótspor á jöklinum. Enginn ísbjörn fari á mitt Ísland „Ísbjörn á Langjökli. Er ekki í lagi með menn?“ spyr fjallgöngumaðurinn Arngrímur Hermannsson á Facebook-síðu sinni, en hann er með tilgátu um hvað ísbjarnasporin hafi verið í raun og veru. „Nú er hann sloppin úr landi og floginn til Colorado með Icelandair, þar finnið þið Ísbjörninn.“ Í samtali við Vísi útskýrir Arngrímur að í síðustu viku hafi hann farið með tvo erlenda karlmenn í ferðir um Langjökul. „Við gengum um allan jökullinn alla síðustu viku. Og svo sá ég þessa frétt hjá ykkur um þetta á Langjökli. Mér datt bara í hug að þetta væri einhver misskilningur, sem ég var alveg viss um að þetta væri, því það fer enginn ísbjörn inn á mitt Ísland. Þá kom ég með þessa skopkenningu.“ Annar ferðafélaga Arngríms hafi stóran hluta ferðarinnar notast við skó sem skilja eftir spor sem minna gætu á ísbjörn. „Förin eftir hann voru bara eins og ísbjarnaför, það verður bara að segjast eins og er.“ Þá segir Arngrímur að heima hjá sér sé hann með uppstoppaðan ísbörn. Í morgun hafi hann ákveðið að mæla þófana á honum og segir þá vera tíu sentímetra breiða. Þá hafi hann séð myndir af meintum ísbjarnarsporum á Langjökli og sýndist þau vera miklu stærri en það. Leit lögreglunnar og Landhelgisgæslunnar um Langjökul stóð yfir í um það bil einn og hálfan klukkutíma.Rax Mynd frá Langjökli, en enginn ísbjörn fannst þar.Rax Mögulegt að sporin séu eftir mann Kristján Ingi yfirlögregluþjónn segir vel mögulegt að fótsporinn sem orsökuðu leitina séu í raun eftir veiðimann, eða eftir annan sem hafi verið á jöklinum, þá helst á stórum ísbroddum. Síðan geti slík fótspor breytt um lögun þegar snjór bráðnar, og þá jafnvel líkst ísbjarnasporum. Lögreglumál Dýr Bláskógabyggð Borgarbyggð Ísbirnir Mest lesið Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Innlent Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Innlent „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Erlent Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Innlent Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Innlent Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Innlent Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Innlent Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Innlent Fleiri fréttir Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi sat þögull við ríkisstjórnarborðið Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð E. coli-sýking á Mánagarði: „Hræðilegt að horfa upp á barnið svona veikt“ „Dæmi um hvernig rafræn skilríki geta verið útilokandi“ Fara með Intuens-málið fyrir dómstóla sem gæti reynst afdrifaríkt Fjölskyldan hrædd og brotin vegna sýkingarinnar á Mánagarði Maðurinn kominn upp úr fljótinu Segir Bjarna ekki hafa ruglast og Pawel fari sjálfur með rangt mál Risa vatnsrennibraut keypt í Þorlákshöfn fyrir 150 milljónir Þrír frambjóðendur detta út Sjá meira
Frá þessu greinir Kristján Ingi Kristjánsson, settur yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Vesturlandi, í samtali við Vísi. Hann tekur þó fram að í raun hafi ekki verið búist við því að leitin myndi skila árangri. „Þeir kláruðu að leita þetta svæði og ekkert fannst, hvorki björn né ummerki. Þannig þetta er bara búið af okkar hálfu nema eitthvað nýtt komi fram,“ segir Kristján. Hann metur að leitin, sem fór fram í þyrlu Landhelgisgæslunnar, hafi tekið um það bil einn og hálfan klukkutíma. Leitin hófst eftir að lögreglunni bárust tilkynningar um fótspor á jöklinum. Enginn ísbjörn fari á mitt Ísland „Ísbjörn á Langjökli. Er ekki í lagi með menn?“ spyr fjallgöngumaðurinn Arngrímur Hermannsson á Facebook-síðu sinni, en hann er með tilgátu um hvað ísbjarnasporin hafi verið í raun og veru. „Nú er hann sloppin úr landi og floginn til Colorado með Icelandair, þar finnið þið Ísbjörninn.“ Í samtali við Vísi útskýrir Arngrímur að í síðustu viku hafi hann farið með tvo erlenda karlmenn í ferðir um Langjökul. „Við gengum um allan jökullinn alla síðustu viku. Og svo sá ég þessa frétt hjá ykkur um þetta á Langjökli. Mér datt bara í hug að þetta væri einhver misskilningur, sem ég var alveg viss um að þetta væri, því það fer enginn ísbjörn inn á mitt Ísland. Þá kom ég með þessa skopkenningu.“ Annar ferðafélaga Arngríms hafi stóran hluta ferðarinnar notast við skó sem skilja eftir spor sem minna gætu á ísbjörn. „Förin eftir hann voru bara eins og ísbjarnaför, það verður bara að segjast eins og er.“ Þá segir Arngrímur að heima hjá sér sé hann með uppstoppaðan ísbörn. Í morgun hafi hann ákveðið að mæla þófana á honum og segir þá vera tíu sentímetra breiða. Þá hafi hann séð myndir af meintum ísbjarnarsporum á Langjökli og sýndist þau vera miklu stærri en það. Leit lögreglunnar og Landhelgisgæslunnar um Langjökul stóð yfir í um það bil einn og hálfan klukkutíma.Rax Mynd frá Langjökli, en enginn ísbjörn fannst þar.Rax Mögulegt að sporin séu eftir mann Kristján Ingi yfirlögregluþjónn segir vel mögulegt að fótsporinn sem orsökuðu leitina séu í raun eftir veiðimann, eða eftir annan sem hafi verið á jöklinum, þá helst á stórum ísbroddum. Síðan geti slík fótspor breytt um lögun þegar snjór bráðnar, og þá jafnvel líkst ísbjarnasporum.
Lögreglumál Dýr Bláskógabyggð Borgarbyggð Ísbirnir Mest lesið Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Innlent Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Innlent „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Erlent Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Innlent Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Innlent Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Innlent Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Innlent Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Innlent Fleiri fréttir Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi sat þögull við ríkisstjórnarborðið Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð E. coli-sýking á Mánagarði: „Hræðilegt að horfa upp á barnið svona veikt“ „Dæmi um hvernig rafræn skilríki geta verið útilokandi“ Fara með Intuens-málið fyrir dómstóla sem gæti reynst afdrifaríkt Fjölskyldan hrædd og brotin vegna sýkingarinnar á Mánagarði Maðurinn kominn upp úr fljótinu Segir Bjarna ekki hafa ruglast og Pawel fari sjálfur með rangt mál Risa vatnsrennibraut keypt í Þorlákshöfn fyrir 150 milljónir Þrír frambjóðendur detta út Sjá meira