„Vill einhver kaupa hús hérna í Eyjabyggðinni? Er að spyrja fyrir vin“ Hólmfríður Gísladóttir og Gunnar Reynir Valþórsson skrifa 9. nóvember 2023 06:30 Skjálftavirknin þegar staðan var tekin um klukkan þrjú í nótt. Veðurstofa Íslands Alls hafa 24 skjálftar mælst yfir 3 að stærð frá miðnætti, allir í nágrenni við Þorbjörn, þar sem vel er fylgst með kvikuinnskoti í Reykjaness-Svartsengis eldstöðvakerfinu. Skjálftarnir hafa haldið vöku fyrir íbúum í Grindavík. „Það verður ekki mikið sofið í nótt sýnist mér. Þetta er frekar óhugguleg lífsreynsla,“ sagði Páll Valur Björnsson, fyrrverandi þingmaður Bjartrar framtíðar og bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar í Grindavík, á Facebook í nótt. Sagði hann engu líkara en að skjálftarnir ættu upptök sín undir heimili hans og auglýsti það til sölu. „Vill einhver kaupa hús hérna í Eyjabyggðinni? Er að spyrja fyrir vin,“ sagði hann á léttum nótum. Ef marka má samfélagsmiðla hafa skjálftarnir fundist vel í Keflavík, Njarðvík, Reykjavík, á Akranesi og í Borgarnesi. Stærsti skjálftinn, 5 að stærð, reið yfir klukkan 00:45 í nótt en þrír skjálftar til viðbótar reyndust 4 eða meira að stærð. Síðasti skjálftinn sem var yfir 3 mældist rétt fyrir klukkan þrjú í nótt. Ekkert bendir til gosóróa Minney Sigurðardóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofunni, segir að hrinan kröftuga hafi hafist upp úr miðnætti í nótt. „Þetta hefst í þremur hviðum á tveggja tíma bili og voru sautján skjálftar yfir þremur að stærð á þeim tíma. Þar á meðal stærsti skjálftinn til þessa frá 25. október, fimm stig að stærð. Síðan nokkru seinna komu tveir skjálftar, annar 4,3 og hinn 3,9,“ segir Minney. Hún segir að það hafi fljótt dregið úr að nýju og síðan þá hafi verið heldur rólegt á svæðinu. „Það er hrina í gangi ennþá, það tikka inn smjáskjálftar en það hefur dregið töluvert úr síðan í nótt.“ Minney segir að skjálftarnir séu að raðast á mismunandi dýpi. „Að meðaltali er þetta á fjórum kílómetrum en einnig eitthvað dýpra og eitthvað grynnra. Við leyfum sérfræðingunum að rýna betur í þetta á eftir,“ segir hún og bætir við að ekkert hafi komið fram sem bendi til þess að gosórói sé á svæðinu. Hún segir að Veðurstofunni hafi ekki borist neinar tilkynningar um tjón af völdum stóra skjálftans sem mældist 5 stig að stærð en hann mun hafa fundist vel á öllu Suðvesturhorninu og alveg upp í Borgarnes. Eldgos og jarðhræringar Grindavík Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Innlent Fleiri fréttir Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Sjá meira
Skjálftarnir hafa haldið vöku fyrir íbúum í Grindavík. „Það verður ekki mikið sofið í nótt sýnist mér. Þetta er frekar óhugguleg lífsreynsla,“ sagði Páll Valur Björnsson, fyrrverandi þingmaður Bjartrar framtíðar og bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar í Grindavík, á Facebook í nótt. Sagði hann engu líkara en að skjálftarnir ættu upptök sín undir heimili hans og auglýsti það til sölu. „Vill einhver kaupa hús hérna í Eyjabyggðinni? Er að spyrja fyrir vin,“ sagði hann á léttum nótum. Ef marka má samfélagsmiðla hafa skjálftarnir fundist vel í Keflavík, Njarðvík, Reykjavík, á Akranesi og í Borgarnesi. Stærsti skjálftinn, 5 að stærð, reið yfir klukkan 00:45 í nótt en þrír skjálftar til viðbótar reyndust 4 eða meira að stærð. Síðasti skjálftinn sem var yfir 3 mældist rétt fyrir klukkan þrjú í nótt. Ekkert bendir til gosóróa Minney Sigurðardóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofunni, segir að hrinan kröftuga hafi hafist upp úr miðnætti í nótt. „Þetta hefst í þremur hviðum á tveggja tíma bili og voru sautján skjálftar yfir þremur að stærð á þeim tíma. Þar á meðal stærsti skjálftinn til þessa frá 25. október, fimm stig að stærð. Síðan nokkru seinna komu tveir skjálftar, annar 4,3 og hinn 3,9,“ segir Minney. Hún segir að það hafi fljótt dregið úr að nýju og síðan þá hafi verið heldur rólegt á svæðinu. „Það er hrina í gangi ennþá, það tikka inn smjáskjálftar en það hefur dregið töluvert úr síðan í nótt.“ Minney segir að skjálftarnir séu að raðast á mismunandi dýpi. „Að meðaltali er þetta á fjórum kílómetrum en einnig eitthvað dýpra og eitthvað grynnra. Við leyfum sérfræðingunum að rýna betur í þetta á eftir,“ segir hún og bætir við að ekkert hafi komið fram sem bendi til þess að gosórói sé á svæðinu. Hún segir að Veðurstofunni hafi ekki borist neinar tilkynningar um tjón af völdum stóra skjálftans sem mældist 5 stig að stærð en hann mun hafa fundist vel á öllu Suðvesturhorninu og alveg upp í Borgarnes.
Eldgos og jarðhræringar Grindavík Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Innlent Fleiri fréttir Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Sjá meira
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði