„Nóttin var vægast sagt hræðileg“ Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 9. nóvember 2023 12:09 Lilja Ósk, íbúi í Grindavík náði hljóðbroti af drununum á heimili hennar þegar skjálfti reið yfir í nótt. Hér er hún ásamt börnunum sínum. Hljóðbrot sem Lilja Ósk Sigmarsdóttir, íbúi í Grindavík náði þegar stór skjálfti reið yfir í nótt, sýnir raunveruleikann sem íbúar búa við þessa dagana. Hún segir nóttina hafa verið hræðilega og taugakerfið orðið ansi marið. Lilja tók meðfylgjandi myndband þegar skjálfti af stærðinni 4.1 gekk yfir um klukkan hálf eitt í nótt. Hún, líkt og fjölmargir íbúar Grindavíkur, svaf ekki mikið í nótt vegna fjölda kröftugra skjálfta. „Nóttin var vægast sagt hræðileg. Þetta var linnulaust í tvo klukkutíma, þessar drunur. Manni stendur nú ekki alveg á sama,“ segir Lilja í samtali við fréttastofu. Hljóðið í íbúum bæjarins sé ekki gott. „Fólk er náttúrulega bara rosalega skelkað. Þetta tekur rosalega á. Maður getur einhvernveginn ekkert undirbúið sig undir skjálfta, hann kemur alltaf jafn mikið á óvart. Svo er maður að bíða eftir að það komi stærri. Þetta er svolítið skrítið ástand.“ „Þetta verður allt í lagi“ Dæmi eru um íbúa í Grindavík sem hafa flúið bæinn, hafa farið í sumarbústaði eða til ættingja eða vina. Þrátt fyrir allt hyggst Lilja ekki gera það og ætlar að vera áfram heima. „Mér finnst eiginlega betra að vera hér. Ég hugsaði það samt í síðustu hrynu, þá var ég komin á það að fara. En ég er einhvern veginn öllu rólegri núna.“ Íbúar í Grindavík eru margir svefnvana eftir nóttina. Vísir/Vilhelm Í fyrstu tveimur hrynunum telur Lilja að skortur á upplýsingum hafi hrætt fólk. Nú viti fólk meira og treysti því að verið sé að gera allt sem hægt er að gera. Það gerist ekkert hræðilegt. Maður fer svolítið inn í það þannig að þetta verði allt í lagi. Í færslu á Facebook segist hún hafa farið í gegnum marga rússíbana af tilfinningum og hræðslu. „Taugakerfið er orðið ansi marið og það þarf ekki nema bílhurð að skella til að maður kippist við.“ Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Bláa lóninu lokað í viku en starfsmenn fá greitt og gestir endurgreitt Forsvarsmenn Bláa lónsins hafa ákveðið að loka starfstöðvum sínum í Svartsengi í eina viku, þrátt fyrir að viðbúnaðarstig almannavarna hafi ekki verið aukið. 9. nóvember 2023 07:23 „Vill einhver kaupa hús hérna í Eyjabyggðinni? Er að spyrja fyrir vin“ Alls hafa 24 skjálftar mælst yfir 3 að stærð frá miðnætti, allir í nágrenni við Þorbjörn, þar sem vel er fylgst með kvikuinnskoti í Reykjaness-Svartsengis eldstöðvakerfinu. 9. nóvember 2023 06:30 Mest lesið „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Innlent Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Erlent Fleiri fréttir Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Sjá meira
Lilja tók meðfylgjandi myndband þegar skjálfti af stærðinni 4.1 gekk yfir um klukkan hálf eitt í nótt. Hún, líkt og fjölmargir íbúar Grindavíkur, svaf ekki mikið í nótt vegna fjölda kröftugra skjálfta. „Nóttin var vægast sagt hræðileg. Þetta var linnulaust í tvo klukkutíma, þessar drunur. Manni stendur nú ekki alveg á sama,“ segir Lilja í samtali við fréttastofu. Hljóðið í íbúum bæjarins sé ekki gott. „Fólk er náttúrulega bara rosalega skelkað. Þetta tekur rosalega á. Maður getur einhvernveginn ekkert undirbúið sig undir skjálfta, hann kemur alltaf jafn mikið á óvart. Svo er maður að bíða eftir að það komi stærri. Þetta er svolítið skrítið ástand.“ „Þetta verður allt í lagi“ Dæmi eru um íbúa í Grindavík sem hafa flúið bæinn, hafa farið í sumarbústaði eða til ættingja eða vina. Þrátt fyrir allt hyggst Lilja ekki gera það og ætlar að vera áfram heima. „Mér finnst eiginlega betra að vera hér. Ég hugsaði það samt í síðustu hrynu, þá var ég komin á það að fara. En ég er einhvern veginn öllu rólegri núna.“ Íbúar í Grindavík eru margir svefnvana eftir nóttina. Vísir/Vilhelm Í fyrstu tveimur hrynunum telur Lilja að skortur á upplýsingum hafi hrætt fólk. Nú viti fólk meira og treysti því að verið sé að gera allt sem hægt er að gera. Það gerist ekkert hræðilegt. Maður fer svolítið inn í það þannig að þetta verði allt í lagi. Í færslu á Facebook segist hún hafa farið í gegnum marga rússíbana af tilfinningum og hræðslu. „Taugakerfið er orðið ansi marið og það þarf ekki nema bílhurð að skella til að maður kippist við.“
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Bláa lóninu lokað í viku en starfsmenn fá greitt og gestir endurgreitt Forsvarsmenn Bláa lónsins hafa ákveðið að loka starfstöðvum sínum í Svartsengi í eina viku, þrátt fyrir að viðbúnaðarstig almannavarna hafi ekki verið aukið. 9. nóvember 2023 07:23 „Vill einhver kaupa hús hérna í Eyjabyggðinni? Er að spyrja fyrir vin“ Alls hafa 24 skjálftar mælst yfir 3 að stærð frá miðnætti, allir í nágrenni við Þorbjörn, þar sem vel er fylgst með kvikuinnskoti í Reykjaness-Svartsengis eldstöðvakerfinu. 9. nóvember 2023 06:30 Mest lesið „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Innlent Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Erlent Fleiri fréttir Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Sjá meira
Bláa lóninu lokað í viku en starfsmenn fá greitt og gestir endurgreitt Forsvarsmenn Bláa lónsins hafa ákveðið að loka starfstöðvum sínum í Svartsengi í eina viku, þrátt fyrir að viðbúnaðarstig almannavarna hafi ekki verið aukið. 9. nóvember 2023 07:23
„Vill einhver kaupa hús hérna í Eyjabyggðinni? Er að spyrja fyrir vin“ Alls hafa 24 skjálftar mælst yfir 3 að stærð frá miðnætti, allir í nágrenni við Þorbjörn, þar sem vel er fylgst með kvikuinnskoti í Reykjaness-Svartsengis eldstöðvakerfinu. 9. nóvember 2023 06:30