Nýtt útlit á kvöldfréttum frumsýnt í kvöld Boði Logason skrifar 10. nóvember 2023 14:25 Kristín Kristinsdóttir, framleiðslustjóri Fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar, er spennt að sýna landsmönnum nýtt fréttastúdíó í kvöldfréttunum í kvöld á slaginu 18:30. Vilhelm Nýtt fréttastúdíó verður frumsýnt í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30 í kvöld. Framleiðslustjóri fréttastofunnar segist vera spennt að sýna landsmönnum afrakstur síðustu mánaða. Kristín Kristinsdóttir, framleiðslustjóri Fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar, segir að fyrra stúdíó hafi ekki fengið yfirhalningu síðan í desember árið 2018. „Stúdíóið okkar er hluti af fréttagólfinu þar sem blaðamenn og tæknifólk vinnur nánast allan sólahringinn. Það skapar skemmtilega stemningu að hafa allt í svona mikilli nálægð og það hefur fengið að vera hluti af útsendingum okkar hingað til þegar við sjáum inn á fréttagólfið,“ segir Kristín. Nýja fréttasettið er á sama stað og það fyrra. „Það hefur verið skemmtilegt og krefjandi að vinna að þessum breytingum þegar það eru áfram fréttir og aðrar útsendingar á hverjum degi sem þarf að vinna í kring um,“ segir Kristín. Gamla settið var tekið niður eftir kvöldfréttirnar í gærkvöldi. Bæ,bæ. Gamla fréttasettið hefur kvatt fréttastofuna og nýtt tekur við í kvöldfréttunum í kvöld.Stöð 2 Allir tæknimenn stöðvarinnar, ásamt smiðum, rafvirkjum og fleirum hafa unnið síðan þá að koma öllu í samt lag fyrir fréttirnar í kvöld. „Við viljum sýna áhofendum áfram aðeins á bakvið tjöldin þó við snúum ekki lengur út á fréttagólf, enda eru margar hendur á bakvið einn fréttatíma. Í nýja settinu fáum við að fylgjast með myndstjórninni þar sem tæknifólk stýrir tímanum af mikilli færni og oft er mikið fjör þar inni á stórum fréttadögum.“ Það er Heimir Sverrisson hjá Irma stúdíó sem á heiðurinn að hönnuninni á fréttaborðunum og ljósa- og leikmyndahönnuðir Luxor hönnuðu rýmið með átján metra löngum ljósavegg. Svona leit fréttasettið út þegar fréttastofan var til húsa í Skaftahlíð. Stöð 2 „Við hönnun á rýminu horfðum við mikið til stúdíóa erlendis þar sem einfaldleikinn er í fyrirrúmi, þar sem lýsing og falleg hönnun á fréttaborðum fá að njóta sín. Nýja rýmið opnar líka möguleika á fjölbreyttari útsendingum á okkar miðlum. Þetta er því töluverð breyting frá því sem fyrir var en við gætum ekki verið ánægðari með útkomuna og hlökkum mikið til að frumsýna í kvöld,“ segir Kristín. Kvöldfréttir Stöðvar 2 hefjast á slaginu 18:30 og eru í beinni fyrir áskrifendur Stöðvar 2. Fréttaþyrstir hlustendur Bylgjunnar geta sem fyrr lagt við hlustir. Hér fyrir neðan má sjá „timelapse“-myndband af því þegar nýtt fréttasett var sett upp í Skaftahlíð árið 2016. Fjölmiðlar Kvöldfréttir Stöðvar 2 Sýn Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni á leið til Kanarí-eyja Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Erlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent Fleiri fréttir Algengt að fólk láti gervigreind greina sig og biðji svo um ákveðin lyf Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Sjá meira
Kristín Kristinsdóttir, framleiðslustjóri Fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar, segir að fyrra stúdíó hafi ekki fengið yfirhalningu síðan í desember árið 2018. „Stúdíóið okkar er hluti af fréttagólfinu þar sem blaðamenn og tæknifólk vinnur nánast allan sólahringinn. Það skapar skemmtilega stemningu að hafa allt í svona mikilli nálægð og það hefur fengið að vera hluti af útsendingum okkar hingað til þegar við sjáum inn á fréttagólfið,“ segir Kristín. Nýja fréttasettið er á sama stað og það fyrra. „Það hefur verið skemmtilegt og krefjandi að vinna að þessum breytingum þegar það eru áfram fréttir og aðrar útsendingar á hverjum degi sem þarf að vinna í kring um,“ segir Kristín. Gamla settið var tekið niður eftir kvöldfréttirnar í gærkvöldi. Bæ,bæ. Gamla fréttasettið hefur kvatt fréttastofuna og nýtt tekur við í kvöldfréttunum í kvöld.Stöð 2 Allir tæknimenn stöðvarinnar, ásamt smiðum, rafvirkjum og fleirum hafa unnið síðan þá að koma öllu í samt lag fyrir fréttirnar í kvöld. „Við viljum sýna áhofendum áfram aðeins á bakvið tjöldin þó við snúum ekki lengur út á fréttagólf, enda eru margar hendur á bakvið einn fréttatíma. Í nýja settinu fáum við að fylgjast með myndstjórninni þar sem tæknifólk stýrir tímanum af mikilli færni og oft er mikið fjör þar inni á stórum fréttadögum.“ Það er Heimir Sverrisson hjá Irma stúdíó sem á heiðurinn að hönnuninni á fréttaborðunum og ljósa- og leikmyndahönnuðir Luxor hönnuðu rýmið með átján metra löngum ljósavegg. Svona leit fréttasettið út þegar fréttastofan var til húsa í Skaftahlíð. Stöð 2 „Við hönnun á rýminu horfðum við mikið til stúdíóa erlendis þar sem einfaldleikinn er í fyrirrúmi, þar sem lýsing og falleg hönnun á fréttaborðum fá að njóta sín. Nýja rýmið opnar líka möguleika á fjölbreyttari útsendingum á okkar miðlum. Þetta er því töluverð breyting frá því sem fyrir var en við gætum ekki verið ánægðari með útkomuna og hlökkum mikið til að frumsýna í kvöld,“ segir Kristín. Kvöldfréttir Stöðvar 2 hefjast á slaginu 18:30 og eru í beinni fyrir áskrifendur Stöðvar 2. Fréttaþyrstir hlustendur Bylgjunnar geta sem fyrr lagt við hlustir. Hér fyrir neðan má sjá „timelapse“-myndband af því þegar nýtt fréttasett var sett upp í Skaftahlíð árið 2016.
Fjölmiðlar Kvöldfréttir Stöðvar 2 Sýn Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni á leið til Kanarí-eyja Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Erlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent Fleiri fréttir Algengt að fólk láti gervigreind greina sig og biðji svo um ákveðin lyf Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Sjá meira