Hvað verður um pappírinn þinn? Gunnar Dofri Ólafsson skrifar 10. nóvember 2023 10:01 Pappír hefur fylgt manninum í mörg hundruð ár. Elstu dæmi um endurvinnslu á pappír birtast á níundu öld, þegar Japanir eru sagðir hafa endurnýtt pappír fyrstir allra. Pappír, og pappi, eru því gott endurvinnsluefni og mikilvægt að flokka rétt og vel. Rétt flokkun er nefnilega forsenda þess að öll endurvinnslukeðjan sem á eftir kemur virki sem skildi. SORPA tekur á móti 8.700 tonnum af pappír og pappa frá heimilum á höfuðborgarsvæðinu í gegnum söfnunarkerfið við heimili, grenndarstöðvar og endurvinnslustöðvar. Öllum þessum tonnum er safnað saman í móttöku- og flokkunarstöð SORPU í Gufunesi, sem má eiginlega kalla hjarta starfsemi SORPU, og þau flutt með skipi til útlanda, þar sem þau eru sett í endurvinnslufarveg. Það er nokkuð mismunandi nákvæmlega hvar pappírinn er á endanum endurunninn, því Stena Recycling, fyrirtækið sem tekur á móti pappírnum frá SORPU, endurvinnur hann ekki sjálft, heldur flokkar hann aðeins betur og kemur til fyrirtækja sem sérhæfa sig í pappírsendurvinnslu. Þessi fyrirtæki eru öll í Evrópu, til dæmis í Svíþjóð og Hollandi. Hvernig er pappír endurunninn? Endurvinnsluhlutfall pappírs er nokkuð hátt. Það er engin leið að segja hversu hátt endurvinnsluhlutfall nákvæmlega þess pappírs sem SORPA tekur á móti er, en meðaltöl pappírsendurvinnslufyrirtækjanna sem pappírinn endar hjá eru um 90 prósent. Restin sem ekki er hægt að endurvinna, er ýmist óendurvinnanlegur pappír, rusl sem var flokkað vitlaust eða annað efni sem af einhverjum ástæðum rataði í þennan farveg. Pappírsendurvinnsla er í sjálfu sér ekki verulega flókin. Notaður pappír er settur í risavaxið kar þar sem trefjarnar í honum eru leystar upp í heitu vatni, sem er í einhverjum tilvikum blandað ýmsum efnum. Þessar trefjar eru svo notaðar til að framleiða til dæmis pappírsumbúðir og allskonar pappír eins og eldhús- og salernispappír. Þannig pappír er vel að merkja sjaldnast hægt að endurvinna aftur. Notaður eldhúspappír á því frekar heima í tunnunni fyrir matarleifar eða blönduðum úrgangi heldur en í tunnunni fyrir pappír. Þessi um það bil 10 prósent af því sem fer í pappírsendurvinnslu og ekki er hægt að endurvinna er svo komið í endurnýtingarfarveg. Það þýðir að þessi 10 prósent eru ekki endurunnin heldur brennd til að framleiða orku, sem er skárri nýting á hráefni en að farga því með því að urða það, eins og við fjölluðum um í þessari grein. Hvaða máli skiptir endurvinnsla á pappír? Þegar öllu er á botninn hvolft: skiptir þessi flokkun og endurvinnsla á pappír einhverju máli? Væri ekki betra að brenna þetta allt saman og framleiða orku? Í stuttu máli: já, hún skiptir máli. Nei, það væri ekki betra. En hér er svarið í löngu máli. Það má til dæmis horfa til losunar koltvísýrings við notkun á nýjum pappír samanborið við endurunninn pappír. Í lífsferilsgreiningu, þar sem hlutur er skoðaður frá eins mörgum ófjárhagslegum hliðum og hægt er, kemur til dæmis í ljós að brennsla á endurvinnsluefnum til orkuvinnslu, sem reyndar telur hvort tveggja pappír og plast – það síðarnefnda hafandi mjög stórt kolefnisspor – veldur losun á rúmlega einu kílói af koltvísýringi fyrir hvert kíló sem er brennt. Til samanburðar sparast 0,36 kíló af koltvísýringi fyrir hvert kíló af endurvinnsluefnum þegar þau eru endurunnin – aftur, bæði pappír og plasti – samanborið við að framleiða úr nýjum hráefnum. Stuttu útgáfuna af þessari greiningu má finna hér og löngu, löngu útgáfuna hér. Í næstu viku tökum við svo fyrir annan, áhugaverðan ruslflokk: plast. Höfundur er samskipta- og viðskiptaþróunarstjóri SORPU bs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Dofri Ólafsson Sorphirða Sorpa Umhverfismál Tengdar fréttir Hvað verður um blandaða ruslið þitt? Það rusl sem ekki er hægt að endurnota, endurvinna flokkast oft sem blandað rusl. Þetta getur verið ýmis konar rusl: dömubindi, blautklútar, bleyjur, ryksugupokar, kattasandur, hundaskítur, tyggjó, og margt, margt fleira. 1. nóvember 2023 10:30 Hvað verður um matarleifarnar þínar? Eitt það besta sem þú getur gert fyrir loftslagið er að flokka matarleifar. Fyrir skömmu hófst sérsöfnun á matarleifum á höfuðborgarsvæðinu og á Suðurnesjum. Í stað þess að urða matarleifar, sem veldur mikilli uppsöfnun gróðurhúsalofttegunda, vinnum við þær í GAJU, gas- og jarðgerðarstöð SORPU. 25. október 2023 08:00 Hvað eru endurnot, endurvinnsla og endurnýting? Við sem vinnum alla daga við að meðhöndla rusl vitum að flækjustig þessa málaflokks er mun meira en maður hefði haldið við fyrstu sýn. Þetta er jú bara rusl, hversu flókið getur þetta verið? 18. október 2023 08:00 Mest lesið Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid Skoðun Halldór 19.07.2025 Halldór Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Skoðun Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Sjá meira
Pappír hefur fylgt manninum í mörg hundruð ár. Elstu dæmi um endurvinnslu á pappír birtast á níundu öld, þegar Japanir eru sagðir hafa endurnýtt pappír fyrstir allra. Pappír, og pappi, eru því gott endurvinnsluefni og mikilvægt að flokka rétt og vel. Rétt flokkun er nefnilega forsenda þess að öll endurvinnslukeðjan sem á eftir kemur virki sem skildi. SORPA tekur á móti 8.700 tonnum af pappír og pappa frá heimilum á höfuðborgarsvæðinu í gegnum söfnunarkerfið við heimili, grenndarstöðvar og endurvinnslustöðvar. Öllum þessum tonnum er safnað saman í móttöku- og flokkunarstöð SORPU í Gufunesi, sem má eiginlega kalla hjarta starfsemi SORPU, og þau flutt með skipi til útlanda, þar sem þau eru sett í endurvinnslufarveg. Það er nokkuð mismunandi nákvæmlega hvar pappírinn er á endanum endurunninn, því Stena Recycling, fyrirtækið sem tekur á móti pappírnum frá SORPU, endurvinnur hann ekki sjálft, heldur flokkar hann aðeins betur og kemur til fyrirtækja sem sérhæfa sig í pappírsendurvinnslu. Þessi fyrirtæki eru öll í Evrópu, til dæmis í Svíþjóð og Hollandi. Hvernig er pappír endurunninn? Endurvinnsluhlutfall pappírs er nokkuð hátt. Það er engin leið að segja hversu hátt endurvinnsluhlutfall nákvæmlega þess pappírs sem SORPA tekur á móti er, en meðaltöl pappírsendurvinnslufyrirtækjanna sem pappírinn endar hjá eru um 90 prósent. Restin sem ekki er hægt að endurvinna, er ýmist óendurvinnanlegur pappír, rusl sem var flokkað vitlaust eða annað efni sem af einhverjum ástæðum rataði í þennan farveg. Pappírsendurvinnsla er í sjálfu sér ekki verulega flókin. Notaður pappír er settur í risavaxið kar þar sem trefjarnar í honum eru leystar upp í heitu vatni, sem er í einhverjum tilvikum blandað ýmsum efnum. Þessar trefjar eru svo notaðar til að framleiða til dæmis pappírsumbúðir og allskonar pappír eins og eldhús- og salernispappír. Þannig pappír er vel að merkja sjaldnast hægt að endurvinna aftur. Notaður eldhúspappír á því frekar heima í tunnunni fyrir matarleifar eða blönduðum úrgangi heldur en í tunnunni fyrir pappír. Þessi um það bil 10 prósent af því sem fer í pappírsendurvinnslu og ekki er hægt að endurvinna er svo komið í endurnýtingarfarveg. Það þýðir að þessi 10 prósent eru ekki endurunnin heldur brennd til að framleiða orku, sem er skárri nýting á hráefni en að farga því með því að urða það, eins og við fjölluðum um í þessari grein. Hvaða máli skiptir endurvinnsla á pappír? Þegar öllu er á botninn hvolft: skiptir þessi flokkun og endurvinnsla á pappír einhverju máli? Væri ekki betra að brenna þetta allt saman og framleiða orku? Í stuttu máli: já, hún skiptir máli. Nei, það væri ekki betra. En hér er svarið í löngu máli. Það má til dæmis horfa til losunar koltvísýrings við notkun á nýjum pappír samanborið við endurunninn pappír. Í lífsferilsgreiningu, þar sem hlutur er skoðaður frá eins mörgum ófjárhagslegum hliðum og hægt er, kemur til dæmis í ljós að brennsla á endurvinnsluefnum til orkuvinnslu, sem reyndar telur hvort tveggja pappír og plast – það síðarnefnda hafandi mjög stórt kolefnisspor – veldur losun á rúmlega einu kílói af koltvísýringi fyrir hvert kíló sem er brennt. Til samanburðar sparast 0,36 kíló af koltvísýringi fyrir hvert kíló af endurvinnsluefnum þegar þau eru endurunnin – aftur, bæði pappír og plasti – samanborið við að framleiða úr nýjum hráefnum. Stuttu útgáfuna af þessari greiningu má finna hér og löngu, löngu útgáfuna hér. Í næstu viku tökum við svo fyrir annan, áhugaverðan ruslflokk: plast. Höfundur er samskipta- og viðskiptaþróunarstjóri SORPU bs.
Hvað verður um blandaða ruslið þitt? Það rusl sem ekki er hægt að endurnota, endurvinna flokkast oft sem blandað rusl. Þetta getur verið ýmis konar rusl: dömubindi, blautklútar, bleyjur, ryksugupokar, kattasandur, hundaskítur, tyggjó, og margt, margt fleira. 1. nóvember 2023 10:30
Hvað verður um matarleifarnar þínar? Eitt það besta sem þú getur gert fyrir loftslagið er að flokka matarleifar. Fyrir skömmu hófst sérsöfnun á matarleifum á höfuðborgarsvæðinu og á Suðurnesjum. Í stað þess að urða matarleifar, sem veldur mikilli uppsöfnun gróðurhúsalofttegunda, vinnum við þær í GAJU, gas- og jarðgerðarstöð SORPU. 25. október 2023 08:00
Hvað eru endurnot, endurvinnsla og endurnýting? Við sem vinnum alla daga við að meðhöndla rusl vitum að flækjustig þessa málaflokks er mun meira en maður hefði haldið við fyrstu sýn. Þetta er jú bara rusl, hversu flókið getur þetta verið? 18. október 2023 08:00
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun