Sorry I don´t speak Danish! Bryndís Haraldsdóttir skrifar 10. nóvember 2023 15:28 Titill greinarinnar vísar í heiti ráðstefnu sem Norræna félagið boðaði til á dögunum. Þar var velt upp spurningunni um hvaða tungumál verði notuð í norrænu samstarfi í framtíðinni. Ríkisstjórnirnar hafa sett sér það markmið að Norðurlönd verði samþættasta og sjálfbærasta svæði í heimi. Það er mikilvægt að taka þetta samtal og tungumálið er einmitt eitt af því sem við nefnum í formennskuáætlun Íslands í Norðurlandaráði fyrir næsta ár. Við vitum að norrænt samstarf á sér rætur í Skandinavismanum, samstarfi og sameiningarhugmyndum Norðmanna, Svía og Dana á 19. öld. Í því samhengi var sjálfgefið að skandinavísku tungumálin þrjú, sænska, danska og norska, væru ráðandi. Þetta fyrirkomulag hélst þegar skandinavíska samstarfið varð norrænt með þátttöku Finna og Íslendinga í störfum Norræna þingmannasambandsins á fyrri hluta 20. aldar og með stofnun Norðurlandaráðs og Norrænu ráðherranefndarinnar á síðari hluta aldarinnar. Að ósk Finna og Íslendinga og í góðri samvinnu við hin aðildarríkin hefur staða finnsku og íslensku í norrænu samstarfi eflst undanfarin ár og áratugi. Þó er langt frá því að staða þátttakenda með finnsku og íslensku að móðurmáli sé jöfn á við þá sem hafa sænsku, norsku eða dönsku sem móðurmál. Þetta má merkja á fundum Norðurlandaráðs en einnig í öðru samstarfi, til dæmis á vettvangi Norðurlandaráðs æskunnar. Krafa um að jafnframt sé tekið tillit til fleiri þjóðtungna Norðurlanda í samstarfinu hefur orðið háværari á síðustu árum. Ræða Mútte B. Egede forsætisráðherra Grænlands á Norðurlandaráðsþingi í Osló um daginn var átakanleg þar sem hann lýsti því hvernig Grænlendingar upplifi sig sem aukagesti í partýi norræns samstarfs en ekki sem raunverulega þátttakendur. En samkvæmt Helsingfors sáttmálanum sem er einskonar stjórnarskrá Norðurlandaráðs eru Norðurlöndin fimm, það er að segja Ísland, Noregur, Svíþjóð, Finnland og Danmörk, fullgildir aðilar að samstarfinu en Færeyjar, Grænland og Álandseyjar eiga fulltrúa sem eru hluti af landsdeildum Danmerkur og Finnlands. Grænlenska og færeyska eru ekki viðurkennd sem opinber tungumál í ráðinu. Á Íslandi hefur kunnáttu í skandinavískum málum hrakað um langt skeið en samtímis hefur enskukunnátta aukist. Útlit er fyrir að þessi þróun haldi áfram. Að óbreyttu má því búast við að aðstöðumunur til þátttöku í samstarfinu á grundvelli tungumálakunnáttu aukist. Svipuð staða er upp í Finnlandi og búast má við að þróunin verði í sömu átt í Færeyjum og á Grænlandi. Á Íslandi og í hinum norrænu löndunum hefur innflytjendum fjölgað mikið. Mikilvægt er að þeir fái sömu tækifæri og möguleika og þeir sem fæddir eru á Íslandi til að sinna störfum innan stjórnsýslu, viðskipta og menningar þar sem norrænt samstarf er oft í hávegum haft. Það er nógu erfitt fyrir þá sem hingað flytja að læra íslensku sem þó er mikilvægt og nauðsynlegt til að geta tekið fullan þátt í íslensku samfélagslífi. En að krefjast þess að þetta fólk læri einnig dönsku eða annað skandinavískt tungumál er ótækt. Víða hefur enskan náð yfirhöndinni í norrænu samstarfi en þó ekki alls staðar. Ég vil meina að samstarfið sjálft sé meira virði en tungumálið sem við tölum. Það breytir þó ekki þeirri staðreynd að það er kostur fyrir Íslendinga að kunna eitthvað fyrir sér í skandinavískum tungumálum. Það auðveldar okkur að nýta þau tækifæri sem okkur bjóðast í hinum norrænu löndunum og í norrænu samstarfi. Íslendingar eru almennt mjög jákvæðir fyrir norrænu samstarfi og það er okkur mikilvægt enda velja flestir Íslendingar sem nema erlendis að læra í Danmörku eða annarstaðar í Skandinavíu. Flestir Íslendingar sem flytja erlendis fara einmitt til Norðurlanda. Þegar Danir, Norðmenn og Svíar koma saman velja þeir yfirleitt að tala móðurmálið sitt og virðast að minnsta kosti að einhverju lyti skilja hvorn annan. Tungumálakunnátta má ekki verða hindrun sem útilokar einstaklinga frá því að taka þátt í norrænu samstarfi. Ég er þakklát Norræna félaginu fyrir að hefja þessa umræðu sem nauðsynlegt er að taka. Þingmaður Sjálfstæðisflokks og nýkjörin forseti Norðurlandaráðs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bryndís Haraldsdóttir Mest lesið Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun Baráttumaður fyrir friði – til minningar um Uri Avnery Einar Steinn Valgarðsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Sjá meira
Titill greinarinnar vísar í heiti ráðstefnu sem Norræna félagið boðaði til á dögunum. Þar var velt upp spurningunni um hvaða tungumál verði notuð í norrænu samstarfi í framtíðinni. Ríkisstjórnirnar hafa sett sér það markmið að Norðurlönd verði samþættasta og sjálfbærasta svæði í heimi. Það er mikilvægt að taka þetta samtal og tungumálið er einmitt eitt af því sem við nefnum í formennskuáætlun Íslands í Norðurlandaráði fyrir næsta ár. Við vitum að norrænt samstarf á sér rætur í Skandinavismanum, samstarfi og sameiningarhugmyndum Norðmanna, Svía og Dana á 19. öld. Í því samhengi var sjálfgefið að skandinavísku tungumálin þrjú, sænska, danska og norska, væru ráðandi. Þetta fyrirkomulag hélst þegar skandinavíska samstarfið varð norrænt með þátttöku Finna og Íslendinga í störfum Norræna þingmannasambandsins á fyrri hluta 20. aldar og með stofnun Norðurlandaráðs og Norrænu ráðherranefndarinnar á síðari hluta aldarinnar. Að ósk Finna og Íslendinga og í góðri samvinnu við hin aðildarríkin hefur staða finnsku og íslensku í norrænu samstarfi eflst undanfarin ár og áratugi. Þó er langt frá því að staða þátttakenda með finnsku og íslensku að móðurmáli sé jöfn á við þá sem hafa sænsku, norsku eða dönsku sem móðurmál. Þetta má merkja á fundum Norðurlandaráðs en einnig í öðru samstarfi, til dæmis á vettvangi Norðurlandaráðs æskunnar. Krafa um að jafnframt sé tekið tillit til fleiri þjóðtungna Norðurlanda í samstarfinu hefur orðið háværari á síðustu árum. Ræða Mútte B. Egede forsætisráðherra Grænlands á Norðurlandaráðsþingi í Osló um daginn var átakanleg þar sem hann lýsti því hvernig Grænlendingar upplifi sig sem aukagesti í partýi norræns samstarfs en ekki sem raunverulega þátttakendur. En samkvæmt Helsingfors sáttmálanum sem er einskonar stjórnarskrá Norðurlandaráðs eru Norðurlöndin fimm, það er að segja Ísland, Noregur, Svíþjóð, Finnland og Danmörk, fullgildir aðilar að samstarfinu en Færeyjar, Grænland og Álandseyjar eiga fulltrúa sem eru hluti af landsdeildum Danmerkur og Finnlands. Grænlenska og færeyska eru ekki viðurkennd sem opinber tungumál í ráðinu. Á Íslandi hefur kunnáttu í skandinavískum málum hrakað um langt skeið en samtímis hefur enskukunnátta aukist. Útlit er fyrir að þessi þróun haldi áfram. Að óbreyttu má því búast við að aðstöðumunur til þátttöku í samstarfinu á grundvelli tungumálakunnáttu aukist. Svipuð staða er upp í Finnlandi og búast má við að þróunin verði í sömu átt í Færeyjum og á Grænlandi. Á Íslandi og í hinum norrænu löndunum hefur innflytjendum fjölgað mikið. Mikilvægt er að þeir fái sömu tækifæri og möguleika og þeir sem fæddir eru á Íslandi til að sinna störfum innan stjórnsýslu, viðskipta og menningar þar sem norrænt samstarf er oft í hávegum haft. Það er nógu erfitt fyrir þá sem hingað flytja að læra íslensku sem þó er mikilvægt og nauðsynlegt til að geta tekið fullan þátt í íslensku samfélagslífi. En að krefjast þess að þetta fólk læri einnig dönsku eða annað skandinavískt tungumál er ótækt. Víða hefur enskan náð yfirhöndinni í norrænu samstarfi en þó ekki alls staðar. Ég vil meina að samstarfið sjálft sé meira virði en tungumálið sem við tölum. Það breytir þó ekki þeirri staðreynd að það er kostur fyrir Íslendinga að kunna eitthvað fyrir sér í skandinavískum tungumálum. Það auðveldar okkur að nýta þau tækifæri sem okkur bjóðast í hinum norrænu löndunum og í norrænu samstarfi. Íslendingar eru almennt mjög jákvæðir fyrir norrænu samstarfi og það er okkur mikilvægt enda velja flestir Íslendingar sem nema erlendis að læra í Danmörku eða annarstaðar í Skandinavíu. Flestir Íslendingar sem flytja erlendis fara einmitt til Norðurlanda. Þegar Danir, Norðmenn og Svíar koma saman velja þeir yfirleitt að tala móðurmálið sitt og virðast að minnsta kosti að einhverju lyti skilja hvorn annan. Tungumálakunnátta má ekki verða hindrun sem útilokar einstaklinga frá því að taka þátt í norrænu samstarfi. Ég er þakklát Norræna félaginu fyrir að hefja þessa umræðu sem nauðsynlegt er að taka. Þingmaður Sjálfstæðisflokks og nýkjörin forseti Norðurlandaráðs.
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir Skoðun
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir Skoðun