Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar 8. janúar 2026 21:00 Fram undan er mikilvægt prófkjör í Reykjanesbæ þar sem Sjálfstæðisflokkurinn velur sér nýjan oddvita, leiðtoga sem á að leiða flokkinn og bæinn inn í framtíðina. Fyrir mig sem ungan mann í Reykjanesbæ er valið skýrt: Ég kýs Vilhjálm Árnason til að leiða okkur sem bæjarstjóri inn í nýja tíma. Vilhjálmur hefur alla burði til að verða frábær bæjarstjóri. Hann sameinar reynslu, yfirvegun og skýra sýn á framtíðina, en gleymir aldrei rótunum né því sem skiptir venjulegt fólk máli í daglegu lífi. Villi hefur 13 ára reynslu sem þingmaður þar sem hann hefur staðið fast á hagsmunum Suðurnesja. Hann hefur unnið að raunverulegum breytingum sem hafa skilað sér í bættum lífsgæðum, öflugra atvinnulífi og sterkari innviðum. Þessi reynsla skiptir máli, sérstaklega nú þegar Reykjanesbær stendur á krossgötum. Staðan í bænum er alvarleg. Núverandi meirihluti hefur lengt biðlista á leikskólum, vanrækt íþróttamál barna og ungmenna, eytt langt umfram efni, hækkað álögur á íbúa og boðar nú stefnu sem mun draga úr fjölbreytni í húsnæðismálum. Þetta er ekki sú framtíð sem við viljum sjá og er ekki til þess fallin að laða að ungt fjölskyldufólk né halda því sem fyrir er. Ef þessari vegferð verður haldið áfram er raunveruleg hætta á að Reykjanesbær missi sérstöðu sína og þróist í „Litlu-Reykjavík“, eins og oddviti Samfylkingarinnar vill, með sama skipulagsleysi, sömu skattbyrði og sama áhugaleysi á málefnum barnafjölskyldna. Það getum við ekki sætt okkur við. Spurningin sem við verðum að svara er einföld: Ætlum við að sitja hjá og horfa á þetta gerast, eða ætlum við að taka ábyrgð, grípa til aðgerða og snúa þróuninni við? Með Vilhjálm Árnason í forystu höfum við tækifæri til að byggja upp bæ sem stendur með fjölskyldum, styður við unga fólkið, rekur ábyrga fjármálastefnu og leiðir bæinn inn í nýtt sóknartímabil. Það er sú framtíð sem ég og aðrir bæjarbúar trúum á. Ég hvet alla til að taka þátt í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins og styðja Villa Árna til að leiða Reykjanesbæ inn í framtíðina. Höfundur er ungur Keflvíkingur, hlaðvarpsstjórnandi og í stjórn Heimis - félags ungra sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Sveitarstjórnarkosningar 2026 Sjálfstæðisflokkurinn Reykjanesbær Mest lesið Halldór 31.01.26 Halldór Að loka á foreldri er ekki einfaldasta leiðin Sahara Rós Blandon Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Kristrún og Mazzucato Stefán Jón Hafstein Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir Skoðun Þegar alþjóðaviðskipti eru vopnvædd Páll Rafnar Þorsteinsson Skoðun Ákvarðanir fyrir framtíðarkynslóðir Sandra Sigurðardóttir Skoðun Stúka við Kórinn mun skera niður framtíð HK í fótbolta! Ómar Stefánsson Skoðun Skoðun Skoðun Að læra af fortíðinni Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Jaðardrengirnir okkar Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Kristrún og Mazzucato Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Þegar alþjóðaviðskipti eru vopnvædd Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Að loka á foreldri er ekki einfaldasta leiðin Sahara Rós Blandon skrifar Skoðun Ákvarðanir fyrir framtíðarkynslóðir Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Stúka við Kórinn mun skera niður framtíð HK í fótbolta! Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Hlúum að hjarta skólans skrifar Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður fyrir fólk á öllum æviskeiðum Helga Björg Loftsdóttir skrifar Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson skrifar Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir skrifar Skoðun ESB er (enn) ekki varnarbandalag Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Suðurlandsbraut á skilið umhverfismat Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson skrifar Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Sjá meira
Fram undan er mikilvægt prófkjör í Reykjanesbæ þar sem Sjálfstæðisflokkurinn velur sér nýjan oddvita, leiðtoga sem á að leiða flokkinn og bæinn inn í framtíðina. Fyrir mig sem ungan mann í Reykjanesbæ er valið skýrt: Ég kýs Vilhjálm Árnason til að leiða okkur sem bæjarstjóri inn í nýja tíma. Vilhjálmur hefur alla burði til að verða frábær bæjarstjóri. Hann sameinar reynslu, yfirvegun og skýra sýn á framtíðina, en gleymir aldrei rótunum né því sem skiptir venjulegt fólk máli í daglegu lífi. Villi hefur 13 ára reynslu sem þingmaður þar sem hann hefur staðið fast á hagsmunum Suðurnesja. Hann hefur unnið að raunverulegum breytingum sem hafa skilað sér í bættum lífsgæðum, öflugra atvinnulífi og sterkari innviðum. Þessi reynsla skiptir máli, sérstaklega nú þegar Reykjanesbær stendur á krossgötum. Staðan í bænum er alvarleg. Núverandi meirihluti hefur lengt biðlista á leikskólum, vanrækt íþróttamál barna og ungmenna, eytt langt umfram efni, hækkað álögur á íbúa og boðar nú stefnu sem mun draga úr fjölbreytni í húsnæðismálum. Þetta er ekki sú framtíð sem við viljum sjá og er ekki til þess fallin að laða að ungt fjölskyldufólk né halda því sem fyrir er. Ef þessari vegferð verður haldið áfram er raunveruleg hætta á að Reykjanesbær missi sérstöðu sína og þróist í „Litlu-Reykjavík“, eins og oddviti Samfylkingarinnar vill, með sama skipulagsleysi, sömu skattbyrði og sama áhugaleysi á málefnum barnafjölskyldna. Það getum við ekki sætt okkur við. Spurningin sem við verðum að svara er einföld: Ætlum við að sitja hjá og horfa á þetta gerast, eða ætlum við að taka ábyrgð, grípa til aðgerða og snúa þróuninni við? Með Vilhjálm Árnason í forystu höfum við tækifæri til að byggja upp bæ sem stendur með fjölskyldum, styður við unga fólkið, rekur ábyrga fjármálastefnu og leiðir bæinn inn í nýtt sóknartímabil. Það er sú framtíð sem ég og aðrir bæjarbúar trúum á. Ég hvet alla til að taka þátt í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins og styðja Villa Árna til að leiða Reykjanesbæ inn í framtíðina. Höfundur er ungur Keflvíkingur, hlaðvarpsstjórnandi og í stjórn Heimis - félags ungra sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ.
Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar