Þetta kemur fram í tilkynningu á Facebook-síðu Vegagerðarinnar. Veginum var lokað um sexleytið eftir að stór sprunga myndaðist á honum miðjum.
Í færslunni segir að bráðabirgðaviðgerðum sé lokið en vegurinn sé þó enn nokkuð laskaður þrátt fyrir viðgerðirnar. Vegurinn verður áfram lokaður að beiðni lögreglu.

Þá segir að ákvarðanir verði teknar í ljósi aðstæðna en staðan verði metin jafnóðum. Unnið er af fullu við að hálkuverja hjáleiðir um Nesveg og Suðurstrandarveg en mikil hálka er á vegum.
