Allt það helsta um rýminguna: Íbúar loki gluggum og aftengi rafmagnstæki Kristín Ólafsdóttir skrifar 10. nóvember 2023 23:38 Björgunarsveitir að störfum í Grindavík í kvöld. Vísir/vilhelm Rýming er hafin í Grindavík vegna kvikugangs sem gæti myndast undir bænum. Almannavarnir biðla til íbúa að koma sér burt úr bænum innan fáeinna klukkustunda, fyrir klukkan þrjú í nótt. Öllum í Grindavík er skylt að yfirgefa heimili sín. Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hjá almannavörnum ítrekaði á upplýsingafundi almannavarna sem hófst nú á tólfta tímanum að ekki væri bráð hætta yfirvofandi og ekki væri um að ræða neyðarrýmingu, þó að neyðarstigi hafi verið lýst yfir í bænum. Þá biðlaði Víðir til fólks að sýna stillingu, aka varlega í myrkrinu bæði innanbæjar og þegar komið er úr bænum. Ef fólk rekst á gangandi vegfarendur er það beðið að taka þá með sér. Fólk skuli loka gluggum, aftengja rafmagnstæki og taka með sér lyf og aðrar bráðar nauðsynjar. Þá skuli fólk setja miða á áberandi stað í húsum sínum til að gefa viðbragðsaðilum til kynna að húsið sé rýmt. Einnig eru íbúar hvattir til að ræða við ættingja og hlúa að náunganum. Íbúum er skylt að yfirgefa heimili sín. Öflug löggæsla verði í bænum sem tryggi eigur fólks. Stöðugt verði metið hvort hægt verði að snúa aftur til að ná í nauðsynjar sem vanti. Þá liggur ekki fyrir hvað rýmingin kemur til með að standa lengi. „Það er ljóst að við erum að fást við atburði sem við Íslendingar höfum ekki upplifað áður, allavega ekki síðan gaus í Vestmannaeyjum,“ sagði Víðir loks í erindi sínu á upplýsingafundinum í kvöld. SMS sem bars til fólks á svæðinu í kvöld. Að neðan má sjá tilkynningu frá almannavörnum í heild: Núna á 11 tímanum upplýsti Veðurstofa Íslands Almannavarnir um að ekki væri hægt að útiloka að kvikugangurinn sem er að myndast gæti náð til Grindavíkur. Vegna þessa hefur Lögreglustjórinn á Suðurnesjum tekið ákvörðun, í samráði við Almannavarnir að rýma Grindavíkurbæ og Almannavarnir hafa samhliða lýst yfir neyðarstigi. Nýjustu gögn Veðurstofunnar sýna talsverða færslu og stóran kvikugang sem er að myndast og gæti opnast, og legið þá frá suð vestri til norð austurs. Ákvörðun þessi er tekin með öryggi íbúa í huga. Mikilvægt er að allir sýni stillingu, því við höfum ágætan tíma til að bregðast við. Athugið að íbúum er SKYLT að rýma hús sín og yfirgefa bæinn. Þetta er ekki neyðarrýming. Það er beiðni okkar til íbúa Grindavíkur að yfirgefa bæinn án óðagots. Það er ekki bráð hætta yfirvofandi, rýmingin er fyrst og fremst fyrirbyggjandi með öryggi allra Grindvíkinga í fyrirrúmi. Allar leiðir eru nú lokaðar til Grindavíkur, nema fyrir neyðartilfelli og þarf fólk að gefa sig fram á lokunarpóstum. Er það gert til að liðka fyrir umferð frá Grindavík.Er um að ræða Suðurstrandaveg og Nesveg. Grindavíkurvegur er enn lokaður. Akið varlega, það er dimmt, og margir verða á ferðinni. Förum okkur að engu óðslega. Samkvæmt rýmingaráætlun Grindavíkur er nauðsynlegt að: Allir fjölskyldumeðlimir séu með það sem þarf, m.a. Lyf og aðrar nauðsynjar. Einnig er gott að taka eigin kodda og sæng, sérstaklega ef þið áætlið að gista í fjöldahjálparstöð Neyðarlínan sendir SMS, kemur frá 112, ekki er öruggt að SMS berist öllum. Lokið gluggum, aftengið rafmagnstæki og gangið tryggilega frá heimilinu Setjið miða á áberandi stað í glugga eða hurð sem snýr út að götu sem sýnir að húsið sé rýmt Hugið að nágrönnum ykkar og samstarfsfólki ef hægt er Akið varlega, innanbæjar og eftir að komið er út úr bænum Takið upp gangandi fólk ef þarf og rými er í bílnum Hlustið á útvarp og fylgist með fjölmiðlum Söfnunarmiðstöð innan Grindavíkur er í íþróttamiðstöðinni ef fólk þarf aðstoð út úr bænum, þar er ekki skráning. Því er ekki nauðsynlegt að koma við á söfnunarmiðstöð ef ekki er þörf á aðstoð við rýmingu. Einnig er hægt að hafa samband við 112 til að fá aðstoð. Ef ekki er símasamband, setjið hvíta veifu á hurð eða glugga ef ykkur vantar aðstoð. Skráning verður í fjöldahjálparstöðvum í Kórnum, Vallaskóla á Selfossi og í íþróttamiðstöðinni á Sunnubraut í Reykjanesbæ. Þau sem vilja fara beint til vina og ættingja geta hringt í 1717 til að skrá sig. Þau sem hafa nú þegar farið út úr bænum en hafa ekki skráð sig þurfa að hafa samband við 1717 og skrá sig Við minnum á hjálparsíma Rauða krossins, 1717, þangað er hægt að hringja til að fá upplýsingar. Við viljum ítreka að íbúum er SKYLT að rýma hús sín og yfirgefa bæinn. En við viljum líka ítreka að þetta er ekki neyðarrýming, það er nægur tími til að undirbúa sig, ganga frá og keyra út úr bænum í rólegheitum. Við minnum aftur á að fjöldahjálparstöðvar eru í Vallaskóla á Selfossi, Íþróttahúsinu við Sunnubraut í Reykjanesbæ og í Kórnum í Kópavogi. Vegna rýminganna hefur verið ákveðið að fara á neyðarstig Almannavarna. Það er ljóst að við erum að fást við atburði sem við Íslendingar höfum ekki upplifað áður, allavega ekki síðan gaus í Vestmannaeyjum. Við tókumst á við það saman, við tökumst á við þetta saman og látum ekki hugfallast. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Almannavarnir Mest lesið Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Indland gerir árás á Pakistan Erlent Mögulegt að hitinn fari í tuttugu stig í fyrsta sinn í ár Veður Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Innlent Fleiri fréttir Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Sjá meira
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hjá almannavörnum ítrekaði á upplýsingafundi almannavarna sem hófst nú á tólfta tímanum að ekki væri bráð hætta yfirvofandi og ekki væri um að ræða neyðarrýmingu, þó að neyðarstigi hafi verið lýst yfir í bænum. Þá biðlaði Víðir til fólks að sýna stillingu, aka varlega í myrkrinu bæði innanbæjar og þegar komið er úr bænum. Ef fólk rekst á gangandi vegfarendur er það beðið að taka þá með sér. Fólk skuli loka gluggum, aftengja rafmagnstæki og taka með sér lyf og aðrar bráðar nauðsynjar. Þá skuli fólk setja miða á áberandi stað í húsum sínum til að gefa viðbragðsaðilum til kynna að húsið sé rýmt. Einnig eru íbúar hvattir til að ræða við ættingja og hlúa að náunganum. Íbúum er skylt að yfirgefa heimili sín. Öflug löggæsla verði í bænum sem tryggi eigur fólks. Stöðugt verði metið hvort hægt verði að snúa aftur til að ná í nauðsynjar sem vanti. Þá liggur ekki fyrir hvað rýmingin kemur til með að standa lengi. „Það er ljóst að við erum að fást við atburði sem við Íslendingar höfum ekki upplifað áður, allavega ekki síðan gaus í Vestmannaeyjum,“ sagði Víðir loks í erindi sínu á upplýsingafundinum í kvöld. SMS sem bars til fólks á svæðinu í kvöld. Að neðan má sjá tilkynningu frá almannavörnum í heild: Núna á 11 tímanum upplýsti Veðurstofa Íslands Almannavarnir um að ekki væri hægt að útiloka að kvikugangurinn sem er að myndast gæti náð til Grindavíkur. Vegna þessa hefur Lögreglustjórinn á Suðurnesjum tekið ákvörðun, í samráði við Almannavarnir að rýma Grindavíkurbæ og Almannavarnir hafa samhliða lýst yfir neyðarstigi. Nýjustu gögn Veðurstofunnar sýna talsverða færslu og stóran kvikugang sem er að myndast og gæti opnast, og legið þá frá suð vestri til norð austurs. Ákvörðun þessi er tekin með öryggi íbúa í huga. Mikilvægt er að allir sýni stillingu, því við höfum ágætan tíma til að bregðast við. Athugið að íbúum er SKYLT að rýma hús sín og yfirgefa bæinn. Þetta er ekki neyðarrýming. Það er beiðni okkar til íbúa Grindavíkur að yfirgefa bæinn án óðagots. Það er ekki bráð hætta yfirvofandi, rýmingin er fyrst og fremst fyrirbyggjandi með öryggi allra Grindvíkinga í fyrirrúmi. Allar leiðir eru nú lokaðar til Grindavíkur, nema fyrir neyðartilfelli og þarf fólk að gefa sig fram á lokunarpóstum. Er það gert til að liðka fyrir umferð frá Grindavík.Er um að ræða Suðurstrandaveg og Nesveg. Grindavíkurvegur er enn lokaður. Akið varlega, það er dimmt, og margir verða á ferðinni. Förum okkur að engu óðslega. Samkvæmt rýmingaráætlun Grindavíkur er nauðsynlegt að: Allir fjölskyldumeðlimir séu með það sem þarf, m.a. Lyf og aðrar nauðsynjar. Einnig er gott að taka eigin kodda og sæng, sérstaklega ef þið áætlið að gista í fjöldahjálparstöð Neyðarlínan sendir SMS, kemur frá 112, ekki er öruggt að SMS berist öllum. Lokið gluggum, aftengið rafmagnstæki og gangið tryggilega frá heimilinu Setjið miða á áberandi stað í glugga eða hurð sem snýr út að götu sem sýnir að húsið sé rýmt Hugið að nágrönnum ykkar og samstarfsfólki ef hægt er Akið varlega, innanbæjar og eftir að komið er út úr bænum Takið upp gangandi fólk ef þarf og rými er í bílnum Hlustið á útvarp og fylgist með fjölmiðlum Söfnunarmiðstöð innan Grindavíkur er í íþróttamiðstöðinni ef fólk þarf aðstoð út úr bænum, þar er ekki skráning. Því er ekki nauðsynlegt að koma við á söfnunarmiðstöð ef ekki er þörf á aðstoð við rýmingu. Einnig er hægt að hafa samband við 112 til að fá aðstoð. Ef ekki er símasamband, setjið hvíta veifu á hurð eða glugga ef ykkur vantar aðstoð. Skráning verður í fjöldahjálparstöðvum í Kórnum, Vallaskóla á Selfossi og í íþróttamiðstöðinni á Sunnubraut í Reykjanesbæ. Þau sem vilja fara beint til vina og ættingja geta hringt í 1717 til að skrá sig. Þau sem hafa nú þegar farið út úr bænum en hafa ekki skráð sig þurfa að hafa samband við 1717 og skrá sig Við minnum á hjálparsíma Rauða krossins, 1717, þangað er hægt að hringja til að fá upplýsingar. Við viljum ítreka að íbúum er SKYLT að rýma hús sín og yfirgefa bæinn. En við viljum líka ítreka að þetta er ekki neyðarrýming, það er nægur tími til að undirbúa sig, ganga frá og keyra út úr bænum í rólegheitum. Við minnum aftur á að fjöldahjálparstöðvar eru í Vallaskóla á Selfossi, Íþróttahúsinu við Sunnubraut í Reykjanesbæ og í Kórnum í Kópavogi. Vegna rýminganna hefur verið ákveðið að fara á neyðarstig Almannavarna. Það er ljóst að við erum að fást við atburði sem við Íslendingar höfum ekki upplifað áður, allavega ekki síðan gaus í Vestmannaeyjum. Við tókumst á við það saman, við tökumst á við þetta saman og látum ekki hugfallast.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Almannavarnir Mest lesið Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Indland gerir árás á Pakistan Erlent Mögulegt að hitinn fari í tuttugu stig í fyrsta sinn í ár Veður Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Innlent Fleiri fréttir Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Sjá meira