Innlent

Upplýsingafundur al­manna­varna í há­deginu

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn mun stýra fundinum.
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn mun stýra fundinum.

Upplýsingafundur almannavarna vegna jarðhræringa á Reykjanesskaga og rýmingar í Grindavíkurbæ verður haldinn klukkan 12:00 í dag.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá almannavörnum. Fundinum stýrir Víðir Reynisson sviðsstjóri Almannavarna, hann fer yfir stöðu mála eftir atburði síðasta sólarhrings. 

Fundurinn verður í beinni útsendingu á Vísi og á Bylgjunni. Einnig verða á fundinum Fannar Jónasson, bæjarstjóri í Grindavík, Silja Bára Ómarsdóttir formaður Rauða krossins, fulltrúi frá Veðurstofu Íslands og mögulega fleiri, að því er segir í tilkynningu.


Tengdar fréttir

Vaktin: Viðbragðsaðilar snúa aftur úr hvíld

Vísindamenn telja miklar líkur á eldgosi á Reykjanesskaga eftir atburði gærkvöldsins. Grindvíkingar munu ekki fá að fara heim næstu daga eftir farsæla rýmingu í gærkvöldi. Ástandið er stöðugt endurmetið.

Um 800 skjálftar frá miðnætti

Enn er stöðug skjálftavirkni þótt hún hafi róast eitthvað. Kvikugangurinn virðist enn undir Grindavík. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×