„Hugur minn er allur hjá fólkinu mínu“ Oddur Ævar Gunnarsson og Bjarki Sigurðsson skrifa 11. nóvember 2023 13:04 Fannar Jónasson, bæjarstjóri Grindavíkur. Vísir/Einar Fannar Jónasson, bæjarstjóri Grindavíkurbæjar, segir að hugur sinn sé fyrst og fremst hjá fólkinu sínu í Grindavík vegna atburða gærkvöldsins. Hann segir um að ræða ofboðslegt áfall og er þakklátur fyrir aðstoðina. „Hugur minn er allur hjá fólkinu mínu í Grindavík. Ég reyni bara að standa með því. Sjálfum líður mér ekki illa en þetta er ofboðslegt áfall fyrir sveitarfélagið, íbúa þess og við reynum bara að standa saman um það að gera það besta úr hlutunum,“ segir Fannar í samtali við fréttastofu. Fram kom á upplýsingafundum almannavarna að miklar líkur væru á eldgosi. Kvikugangur undir Grindavík væri stærri en áður hefði sést í jarðhræringum á Reykjanesi. Grindvíkingar munu ekki fá að fara heim á næstu dögum. Hann segir kerfið hafa virkað gríðarlega vel. Það hafi verið magnað að fylgjast með almannavörnum og vísindamönnum að störfum. Það hafi sýnt sig í nótt að Grindvíkingar eru í góðum höndum. Enginn hafi neitað að yfirgefa heimili sitt í gær. Hvernig er hljóðið í Grindvíkingum? „Ég hef nú ekki náð að tala við marga en mér heyrist svona að fólk sé ótrúlega æðrulaust í þessari stöðu og rýmingin gekk vel og það verður húsaskjól fyrir alla og það verður haldið áfram að gera eins og hægt er til þess að koma til aðstoðar,“ segir Fannar. „Við erum til dæmis að vinna að því að það verði svona kyrrðar-og friðarstund núna um helgina, þannig að fólk geti hist og við reynum að hlúa að börnunum, það tókst mjög vel til í því að flytja sjúka og aldraða í burtu samkvæmt rýmingaráætlunum. Það tókst afskaplega vel. Síðan er auðvitað andlega hliðin sem við þurfum að reyna einhvern veginn að takast á við með okkar fólki.“ Þið hafið fengið mikinn stuðning frá nærsveitungum og fólki á höfuðborgarsvæðinu. Ertu hrærður yfir stuðningnum? „Já. Við náttúrulega höfum gengið í gegnum þrjú eldgos og vitum alveg hversu mikilvæg öll þessi aðstoð er. Það getur ekkert sveitarfélag og ekki af þeirri stærðargráðu sem Grindavík er gert neina hluti sem skipta máli í svona stóru verkefni nema að fá alla þessa aðstoð. Allstaðar að á landinu, lögregluembættin, björgunarsveitirnar, vísindamennirnir, Rauði krossinn og svo framvegis. Þetta er ofboðslega flott net, það eru mörghundruð manns sem koma að þessu, bara hér í Skógarhlíð eru tugir manns og allt baklandið er miklu öflugra en ég vissi áður en ég fór að koma að þessum málum á sínum tíma.“ Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Tengdar fréttir Grindvíkingar fá ekki að fara heim næstu daga Fram kom á upplýsingafundi almannavarna að miklar líkur væru á eldgosi. Líkur væru á stærra eldgosi en við höfum séð síðustu ár. Íbúar munu ekki fá að fara heim næstu daga. Unnið er að því að koma börnum í skóla og finna þeim húsnæði sem ekki geta verið hjá ættingjum, vinum eða vandamönnum. 11. nóvember 2023 12:30 Veðurstofan: Kvikuflæðið margfalt á við það sem áður hefur mælst Hraði aflögunarinnar sem mælst hefur í GPS gögnum í umbrotunum á Reykjanesskaga nú er margfaldur á við það sem mældist í fyrri jarðhræringum á Reykjanesskaga. Kvikuflæðið er sömuleiðis margfalt meira. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Veðurstofunni. Ólíklegt er talið að kvika komi upp á hafsbotni en líkur á eldgosi á næstunni verða að teljast verulegar. 11. nóvember 2023 11:36 Grindvíkingar enn að jafna sig á skjálftariðunni í morgunsárið Fjöldahjálparstjóri hjá Rauða krossinum segir að 75 manns hafi gist í fjöldahjálparstöð Rauða krossins í Kórnum í Kópavogi sem opnuð var vegna rýmingar í Grindavík. 11. nóvember 2023 10:23 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Sjá meira
„Hugur minn er allur hjá fólkinu mínu í Grindavík. Ég reyni bara að standa með því. Sjálfum líður mér ekki illa en þetta er ofboðslegt áfall fyrir sveitarfélagið, íbúa þess og við reynum bara að standa saman um það að gera það besta úr hlutunum,“ segir Fannar í samtali við fréttastofu. Fram kom á upplýsingafundum almannavarna að miklar líkur væru á eldgosi. Kvikugangur undir Grindavík væri stærri en áður hefði sést í jarðhræringum á Reykjanesi. Grindvíkingar munu ekki fá að fara heim á næstu dögum. Hann segir kerfið hafa virkað gríðarlega vel. Það hafi verið magnað að fylgjast með almannavörnum og vísindamönnum að störfum. Það hafi sýnt sig í nótt að Grindvíkingar eru í góðum höndum. Enginn hafi neitað að yfirgefa heimili sitt í gær. Hvernig er hljóðið í Grindvíkingum? „Ég hef nú ekki náð að tala við marga en mér heyrist svona að fólk sé ótrúlega æðrulaust í þessari stöðu og rýmingin gekk vel og það verður húsaskjól fyrir alla og það verður haldið áfram að gera eins og hægt er til þess að koma til aðstoðar,“ segir Fannar. „Við erum til dæmis að vinna að því að það verði svona kyrrðar-og friðarstund núna um helgina, þannig að fólk geti hist og við reynum að hlúa að börnunum, það tókst mjög vel til í því að flytja sjúka og aldraða í burtu samkvæmt rýmingaráætlunum. Það tókst afskaplega vel. Síðan er auðvitað andlega hliðin sem við þurfum að reyna einhvern veginn að takast á við með okkar fólki.“ Þið hafið fengið mikinn stuðning frá nærsveitungum og fólki á höfuðborgarsvæðinu. Ertu hrærður yfir stuðningnum? „Já. Við náttúrulega höfum gengið í gegnum þrjú eldgos og vitum alveg hversu mikilvæg öll þessi aðstoð er. Það getur ekkert sveitarfélag og ekki af þeirri stærðargráðu sem Grindavík er gert neina hluti sem skipta máli í svona stóru verkefni nema að fá alla þessa aðstoð. Allstaðar að á landinu, lögregluembættin, björgunarsveitirnar, vísindamennirnir, Rauði krossinn og svo framvegis. Þetta er ofboðslega flott net, það eru mörghundruð manns sem koma að þessu, bara hér í Skógarhlíð eru tugir manns og allt baklandið er miklu öflugra en ég vissi áður en ég fór að koma að þessum málum á sínum tíma.“
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Tengdar fréttir Grindvíkingar fá ekki að fara heim næstu daga Fram kom á upplýsingafundi almannavarna að miklar líkur væru á eldgosi. Líkur væru á stærra eldgosi en við höfum séð síðustu ár. Íbúar munu ekki fá að fara heim næstu daga. Unnið er að því að koma börnum í skóla og finna þeim húsnæði sem ekki geta verið hjá ættingjum, vinum eða vandamönnum. 11. nóvember 2023 12:30 Veðurstofan: Kvikuflæðið margfalt á við það sem áður hefur mælst Hraði aflögunarinnar sem mælst hefur í GPS gögnum í umbrotunum á Reykjanesskaga nú er margfaldur á við það sem mældist í fyrri jarðhræringum á Reykjanesskaga. Kvikuflæðið er sömuleiðis margfalt meira. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Veðurstofunni. Ólíklegt er talið að kvika komi upp á hafsbotni en líkur á eldgosi á næstunni verða að teljast verulegar. 11. nóvember 2023 11:36 Grindvíkingar enn að jafna sig á skjálftariðunni í morgunsárið Fjöldahjálparstjóri hjá Rauða krossinum segir að 75 manns hafi gist í fjöldahjálparstöð Rauða krossins í Kórnum í Kópavogi sem opnuð var vegna rýmingar í Grindavík. 11. nóvember 2023 10:23 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Sjá meira
Grindvíkingar fá ekki að fara heim næstu daga Fram kom á upplýsingafundi almannavarna að miklar líkur væru á eldgosi. Líkur væru á stærra eldgosi en við höfum séð síðustu ár. Íbúar munu ekki fá að fara heim næstu daga. Unnið er að því að koma börnum í skóla og finna þeim húsnæði sem ekki geta verið hjá ættingjum, vinum eða vandamönnum. 11. nóvember 2023 12:30
Veðurstofan: Kvikuflæðið margfalt á við það sem áður hefur mælst Hraði aflögunarinnar sem mælst hefur í GPS gögnum í umbrotunum á Reykjanesskaga nú er margfaldur á við það sem mældist í fyrri jarðhræringum á Reykjanesskaga. Kvikuflæðið er sömuleiðis margfalt meira. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Veðurstofunni. Ólíklegt er talið að kvika komi upp á hafsbotni en líkur á eldgosi á næstunni verða að teljast verulegar. 11. nóvember 2023 11:36
Grindvíkingar enn að jafna sig á skjálftariðunni í morgunsárið Fjöldahjálparstjóri hjá Rauða krossinum segir að 75 manns hafi gist í fjöldahjálparstöð Rauða krossins í Kórnum í Kópavogi sem opnuð var vegna rýmingar í Grindavík. 11. nóvember 2023 10:23