„Verður hægt að fara heim aftur?“ Lovísa Arnardóttir skrifar 11. nóvember 2023 16:39 Ögn Þórarinsdóttir ásamt börnum sínum. Grindvíkingarnir Ögn Þórarinsdóttir og Hildur Fjóla Bridde eru í nokkru áfalli eftir að hafa yfirgefið heimili sín í gær. Óvissan er algjör. „Ég er ekkert rosalega bjartsýn á hvernig þetta mun þróast. Ég er búin að búa þarna í fjögur ár og á einbýlishús og sex hunda. Ég er komin til foreldra minna með sex hunda og það er meira en að segja það,“ sagði Hildur Fjóla Bridde, íbúi í Grindavík en hún hafði sjálf farið úr bænum um kvöldmatarleyti í gær. „Það var ekkert hægt að vera þarna lengur. Ég var tilbúin að fara upp úr hálf sex. Hundarnir voru að panikka og húsið réð á reiðiskjálfi.“ Hildur segir útlitið mun verra en talið var. Hún hafi aðeins tekið það helsta með og bíði þess að vita hvort hún geti sótt meira. Hildur Fjóla Bridde er mikil hundakona. Ögn Þórarinsdóttir, íbúi í Grindavík, tekur í sama streng. Hún var staðsett í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum með börnin þegar fréttastofa náði tali af henni í morgun. „Maður er eiginlega bara í sjokki. Þetta er eitthvað svo ótrúlegt. Það er mikil þreyta í fólki. Þetta er bara eiginlega absúrd.“ Fórstu í nótt eða varstu farin? „Við fórum um sjöleytið. Það kom einn svakalega stór og þá urðu börnin mín svo hrædd að við gátum ekki verið lengur,“ segir hún en þau gista nú hjá tengdaforeldrum hennar. Gengið var húsi úr húsi við rýmingar í gærkvöldi.Vísir/Vilhelm Hún segir tvær systur hennar einnig hafa flúið bæinn í gær og þær hafi verið í góðu sambandi í morgun. Hún segir þau bíða upplýsinga um næstu skref. „Það er vonandi að, af því að það fóru flestir í hálfgerðum hvelli, að við fáum að fara heim til að sækja gæludýr og annað sem hefur orðið eftir. Í upphafi var maður eiginlega bara hræddur um hvað ef frýs í lögnunum þegar heita vatnið er farið. Ekki bara, er húsið mitt uppistandandi? er allt í lagi? Verður hægt að fara heim aftur?“ Eldgos og jarðhræringar Grindavík Dýr Hundar Eldgos á Reykjanesskaga Gæludýr Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Fleiri fréttir Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Sjá meira
„Ég er ekkert rosalega bjartsýn á hvernig þetta mun þróast. Ég er búin að búa þarna í fjögur ár og á einbýlishús og sex hunda. Ég er komin til foreldra minna með sex hunda og það er meira en að segja það,“ sagði Hildur Fjóla Bridde, íbúi í Grindavík en hún hafði sjálf farið úr bænum um kvöldmatarleyti í gær. „Það var ekkert hægt að vera þarna lengur. Ég var tilbúin að fara upp úr hálf sex. Hundarnir voru að panikka og húsið réð á reiðiskjálfi.“ Hildur segir útlitið mun verra en talið var. Hún hafi aðeins tekið það helsta með og bíði þess að vita hvort hún geti sótt meira. Hildur Fjóla Bridde er mikil hundakona. Ögn Þórarinsdóttir, íbúi í Grindavík, tekur í sama streng. Hún var staðsett í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum með börnin þegar fréttastofa náði tali af henni í morgun. „Maður er eiginlega bara í sjokki. Þetta er eitthvað svo ótrúlegt. Það er mikil þreyta í fólki. Þetta er bara eiginlega absúrd.“ Fórstu í nótt eða varstu farin? „Við fórum um sjöleytið. Það kom einn svakalega stór og þá urðu börnin mín svo hrædd að við gátum ekki verið lengur,“ segir hún en þau gista nú hjá tengdaforeldrum hennar. Gengið var húsi úr húsi við rýmingar í gærkvöldi.Vísir/Vilhelm Hún segir tvær systur hennar einnig hafa flúið bæinn í gær og þær hafi verið í góðu sambandi í morgun. Hún segir þau bíða upplýsinga um næstu skref. „Það er vonandi að, af því að það fóru flestir í hálfgerðum hvelli, að við fáum að fara heim til að sækja gæludýr og annað sem hefur orðið eftir. Í upphafi var maður eiginlega bara hræddur um hvað ef frýs í lögnunum þegar heita vatnið er farið. Ekki bara, er húsið mitt uppistandandi? er allt í lagi? Verður hægt að fara heim aftur?“
Eldgos og jarðhræringar Grindavík Dýr Hundar Eldgos á Reykjanesskaga Gæludýr Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Fleiri fréttir Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Sjá meira