Saknar 67 gæludýra sinna sem urðu eftir í Grindavík Magnús Jochum Pálsson skrifar 11. nóvember 2023 21:55 Hafliði Hjaltalín yfirgaf Grindavík í gær áður en bærinn var rýmdur. Hann bjóst þá við að geta snúið aftur í dag. Hins vegar kom annað í ljós og nú er óljóst hvað verður um 67 gæludýra hans. Aðsent Hafliði Hjaltalín yfirgaf Grindavík áður en bærinn var rýmdur í gær. Hann ætlaði að snúa aftur í dag en nú er það ekki lengur hægt. Eftir eru 40 dúfur, tíu páfagaukar, fjórtán hænur og þrír kalkúnar. Miðað við nýjustu fréttir er óljóst hvað verður um dýrin. Töluverður fjöldi gæludýra varð eftir í Grindavík þegar bærinn var rýmdur í gær. Dýraverndarsamtökin Dýrfinna hvöttu íbúa Grindavíkur í dag til að tilkynna um dýr sín svo hægt væri að fá yfirsýn yfir fjöldann og mögulega sækja dýrin. Á Facebook-hópnum Gæludýr í Grindavík hafa eigendur tilkynnt gæludýr sem urðu eftir. Samkvæmt grófri talningu er um að ræða 45 ketti, nítján hesta, þrettán páfagauka, 20 hænur, 130 bréfdúfur og einn hamstur. Eflaust vantar þar einhver gæludýr sem urðu eftir en í öllu falli er ljóst að það er gríðarlegur fjöldi dýra sem varð eftir. Uppfært: Nánast á sama tíma og fréttin birtist tilkynnti lögreglustjórinn á Suðurnesjum að ekki sé unnt að bjarga búfénaði og húsdýrum af skilgreindu hættusvæði vegna jarðhræringanna á Reykjanesi, að svo stöddu. Keppendur á Íslandsmóti urðu eftir Meðal þeirra sem svöruðu á þræðinum er Hafliði Hjaltalín en hann á alls 67 gæludýr sem urðu eftir. Þar af eru 40 bréfdúfur, tíu páfagaukar, fjórtán hænur og þrír kalkúnar. Vísir ræddi við Hafliða um gæludýrin og samskipti gæludýraeigenda við yfirvöld. „Við fórum áður en rýmingin var. Við ætluðum að koma aftur í morgun og vera í Grindavík í dag en ef við hefðum beðið einhverjum tveimur-þremur tímum, það leist nú engum á það svosem, þá hefði þetta allt farið með. En nú er ekki hægt að komast að ná í þetta.“ Meðal dýranna sem Hafliði saknar eru kalkúnar, hænur, dúfur og páfagaukar.Aðsent Þetta er gríðarlegt magn. Ertu með einhverja ræktun? „Þetta eru bréfdúfur sem keppa á sumrin í Íslandsmótinu. Það er svolítið magn sem er þar. Svo er ég með fuglaræktun, tvær tegundir af hænum í kofa,“ segir Hafliði er hann með nokkrar tegundir af páfagaukum sem synir hans eiga og þrjá kalkúna. En hundarnir komust með. Þeir eru væntanlega ekki mjög margir? „Þrír Labradorar þannig þeir tóku svolítið pláss í bílnum en ég hefði látið hin dýrin komast fyrir ef ég hefði vitað að enginn mætti fara inn á svæðið aftur,“ segir Hafliði. Ekki fengið nein almennileg svör Þegar kom í ljós að það ætti að rýma bæinn hafði Hafliði samband til að athuga hvort hann gæti sótt dýrin. Svo var ekki og hann hefur ekki fengið nein svör um hvort hægt sé að ná í dýrin. Hefurðu eitthvað talað við yfirvöld um þetta mál? „Ég hringdi í Rauða krossinn og þeir tóku niður númer. Svo hringdi ég í Neyðarlínuna. Þar fékk ég samband við ríkislögreglustjóra. Þar var tekið niður númer og átt að hafa samband við mig en það hefur enginn haft samband,“ segir Hafliði. „Þeir lifa ekkert mjög marga daga án þessa að fá vatn og mat. Við gáfum þeim öllum áður en við fórum en við ætluðum að koma aftur daginn eftir,“ segir hann og bætir við að lokum: „Svona er staðan bara. Þetta er ekki gott.“ Dýr Fuglar Grindavík Eldgos og jarðhræringar Gæludýr Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Erlent Fleiri fréttir Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Sjá meira
Töluverður fjöldi gæludýra varð eftir í Grindavík þegar bærinn var rýmdur í gær. Dýraverndarsamtökin Dýrfinna hvöttu íbúa Grindavíkur í dag til að tilkynna um dýr sín svo hægt væri að fá yfirsýn yfir fjöldann og mögulega sækja dýrin. Á Facebook-hópnum Gæludýr í Grindavík hafa eigendur tilkynnt gæludýr sem urðu eftir. Samkvæmt grófri talningu er um að ræða 45 ketti, nítján hesta, þrettán páfagauka, 20 hænur, 130 bréfdúfur og einn hamstur. Eflaust vantar þar einhver gæludýr sem urðu eftir en í öllu falli er ljóst að það er gríðarlegur fjöldi dýra sem varð eftir. Uppfært: Nánast á sama tíma og fréttin birtist tilkynnti lögreglustjórinn á Suðurnesjum að ekki sé unnt að bjarga búfénaði og húsdýrum af skilgreindu hættusvæði vegna jarðhræringanna á Reykjanesi, að svo stöddu. Keppendur á Íslandsmóti urðu eftir Meðal þeirra sem svöruðu á þræðinum er Hafliði Hjaltalín en hann á alls 67 gæludýr sem urðu eftir. Þar af eru 40 bréfdúfur, tíu páfagaukar, fjórtán hænur og þrír kalkúnar. Vísir ræddi við Hafliða um gæludýrin og samskipti gæludýraeigenda við yfirvöld. „Við fórum áður en rýmingin var. Við ætluðum að koma aftur í morgun og vera í Grindavík í dag en ef við hefðum beðið einhverjum tveimur-þremur tímum, það leist nú engum á það svosem, þá hefði þetta allt farið með. En nú er ekki hægt að komast að ná í þetta.“ Meðal dýranna sem Hafliði saknar eru kalkúnar, hænur, dúfur og páfagaukar.Aðsent Þetta er gríðarlegt magn. Ertu með einhverja ræktun? „Þetta eru bréfdúfur sem keppa á sumrin í Íslandsmótinu. Það er svolítið magn sem er þar. Svo er ég með fuglaræktun, tvær tegundir af hænum í kofa,“ segir Hafliði er hann með nokkrar tegundir af páfagaukum sem synir hans eiga og þrjá kalkúna. En hundarnir komust með. Þeir eru væntanlega ekki mjög margir? „Þrír Labradorar þannig þeir tóku svolítið pláss í bílnum en ég hefði látið hin dýrin komast fyrir ef ég hefði vitað að enginn mætti fara inn á svæðið aftur,“ segir Hafliði. Ekki fengið nein almennileg svör Þegar kom í ljós að það ætti að rýma bæinn hafði Hafliði samband til að athuga hvort hann gæti sótt dýrin. Svo var ekki og hann hefur ekki fengið nein svör um hvort hægt sé að ná í dýrin. Hefurðu eitthvað talað við yfirvöld um þetta mál? „Ég hringdi í Rauða krossinn og þeir tóku niður númer. Svo hringdi ég í Neyðarlínuna. Þar fékk ég samband við ríkislögreglustjóra. Þar var tekið niður númer og átt að hafa samband við mig en það hefur enginn haft samband,“ segir Hafliði. „Þeir lifa ekkert mjög marga daga án þessa að fá vatn og mat. Við gáfum þeim öllum áður en við fórum en við ætluðum að koma aftur daginn eftir,“ segir hann og bætir við að lokum: „Svona er staðan bara. Þetta er ekki gott.“
Dýr Fuglar Grindavík Eldgos og jarðhræringar Gæludýr Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Erlent Fleiri fréttir Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Sjá meira
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent