Eldgos geti brotist út á næstu klukkutímum Magnús Jochum Pálsson skrifar 11. nóvember 2023 19:36 Víðir Reynisson, sviðsstjóri almannavarna, segir að staðan sé alvarlegri en hún var fyrr í dag og eldgos geti brotist út hvenær sem er á næstu klukkutímum. Stöð 2 Sviðsstjóri almannavarna segir að staðan í Grindavík sé alvarlegri en hún var fyrr í dag. Ljóst sé að það verði eldgos og að það gæti gerst hvenær sem er á næstu klukkustundum. Þá muni eldgosið ekki gera vart við sig áður en það brýst út. Samkvæmt nýjustu upplýsingum Veðurstofunnar hafa líkur á eldgosi aukist verulega og er kvika komin á 800 metra dýpi. Öllum aðgerðum vegna ástandsins í Grindavík er stýrt úr samhæfingarmiðstöð Almannavarna í Skógarhlíð. Það hafa staðið yfir fundir hjá almannavörnum í allan dag vegna ástandsins í Grindavík. Fréttastofa ræddi við Víði Reynisson, sviðsstjóra almannavarna, um nýjustu vendingar. Breyta þessa nýju upplýsingar stöðunni eitthvað hjá ykkur? „Að vissu leyti gera þær það. Við vorum með lítinn hóp inni í Grindavík að störfum í eftirliti og viðgerðum í dag þegar þessar upplýsingar komu. Nú er enginn eftir þar, við erum búin að færa alla út fyrir þetta öryggissvæði sem við erum búin að gera í kringum þessa sprungu,“ sagði Víðir. „Líka það að það voru áætlanir um að Grindvíkingar gætu hugsanlega farið heim að sækja allra brýnustu nauðsynjar á morgun og þetta setur það kannski í uppnám líka þannig við verðum bara að sjá hvernig staðan verður eftir nóttina,“ sagði hann einnig. Þetta er stærra svæði núna sem enginn fær að koma inn á? „Við erum búin að útvíkka þetta örlítið frá því sem var og það er samkvæmt þessum upplýsingum sem við höfum verið að fá frá jarðvísindamönnum í dag,“ sagði Víðir. Styttra í eldgos en áður Víðir segir ljóst að það sé styttra í eldgos en það var í dag. Það geti gerst á næstu klukkutímum og það verði engar frekari viðvaranir áður en það brýst út. Er staðan alvarlegri en hún var til dæmis í hádeginu? „Það er allavega styttra í eldgos heldur en var í hádeginu,“ sagði Víðir. En erum við að fara að sjá eldgos? „Ég held að það sé nokkuð ljóst að það verði. Það kæmi held ég flestum úr þessu stórkostlega á óvart að það yrði ekki gos. Og það sem okkur er sagt er að úr þessu fáum við ekki miklar frekari viðvaranir áður en gos brýst út Ef það kemur til goss gæti það gerst hvenær sem er á næstu dögum? „Hvenær sem er á næstu klukkustundum,“ sagði Víðir. Þurfi að hugsa um framtíð heils bæjarfélags Almannavarnir munu á næstu dögum vinna að bæði skammtímaverkefnum og langtímaáætlunum sem varða Grindvíkinga. Hvernig eru næstu dagar hjá almannavörnum? „Við erum áfram að vinna að skammtímaverkefnum sem snúa að því sem er akkúrat að gerast í jörðinni og hvaða áhrif það hefur á Grindavík,“ sagði Víðir og bætti við: „Svo erum við auðvitað farin að hugsa til lengri tíma. Þarna er heilt bæjarfélag sem þurfti að flýja og það þarf að hugsa um það hvernig þau munu sinna sínu lífi áfram. Það er komin af stað hellings vinna og við erum búin að vera hér að funda með bæjarstjóranum í Grindavík og hans lykilfólki í dag til þess að reyna að átta okkur á því hvað sé framundan.“ Almannavarnir Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Samkvæmt nýjustu upplýsingum Veðurstofunnar hafa líkur á eldgosi aukist verulega og er kvika komin á 800 metra dýpi. Öllum aðgerðum vegna ástandsins í Grindavík er stýrt úr samhæfingarmiðstöð Almannavarna í Skógarhlíð. Það hafa staðið yfir fundir hjá almannavörnum í allan dag vegna ástandsins í Grindavík. Fréttastofa ræddi við Víði Reynisson, sviðsstjóra almannavarna, um nýjustu vendingar. Breyta þessa nýju upplýsingar stöðunni eitthvað hjá ykkur? „Að vissu leyti gera þær það. Við vorum með lítinn hóp inni í Grindavík að störfum í eftirliti og viðgerðum í dag þegar þessar upplýsingar komu. Nú er enginn eftir þar, við erum búin að færa alla út fyrir þetta öryggissvæði sem við erum búin að gera í kringum þessa sprungu,“ sagði Víðir. „Líka það að það voru áætlanir um að Grindvíkingar gætu hugsanlega farið heim að sækja allra brýnustu nauðsynjar á morgun og þetta setur það kannski í uppnám líka þannig við verðum bara að sjá hvernig staðan verður eftir nóttina,“ sagði hann einnig. Þetta er stærra svæði núna sem enginn fær að koma inn á? „Við erum búin að útvíkka þetta örlítið frá því sem var og það er samkvæmt þessum upplýsingum sem við höfum verið að fá frá jarðvísindamönnum í dag,“ sagði Víðir. Styttra í eldgos en áður Víðir segir ljóst að það sé styttra í eldgos en það var í dag. Það geti gerst á næstu klukkutímum og það verði engar frekari viðvaranir áður en það brýst út. Er staðan alvarlegri en hún var til dæmis í hádeginu? „Það er allavega styttra í eldgos heldur en var í hádeginu,“ sagði Víðir. En erum við að fara að sjá eldgos? „Ég held að það sé nokkuð ljóst að það verði. Það kæmi held ég flestum úr þessu stórkostlega á óvart að það yrði ekki gos. Og það sem okkur er sagt er að úr þessu fáum við ekki miklar frekari viðvaranir áður en gos brýst út Ef það kemur til goss gæti það gerst hvenær sem er á næstu dögum? „Hvenær sem er á næstu klukkustundum,“ sagði Víðir. Þurfi að hugsa um framtíð heils bæjarfélags Almannavarnir munu á næstu dögum vinna að bæði skammtímaverkefnum og langtímaáætlunum sem varða Grindvíkinga. Hvernig eru næstu dagar hjá almannavörnum? „Við erum áfram að vinna að skammtímaverkefnum sem snúa að því sem er akkúrat að gerast í jörðinni og hvaða áhrif það hefur á Grindavík,“ sagði Víðir og bætti við: „Svo erum við auðvitað farin að hugsa til lengri tíma. Þarna er heilt bæjarfélag sem þurfti að flýja og það þarf að hugsa um það hvernig þau munu sinna sínu lífi áfram. Það er komin af stað hellings vinna og við erum búin að vera hér að funda með bæjarstjóranum í Grindavík og hans lykilfólki í dag til þess að reyna að átta okkur á því hvað sé framundan.“
Almannavarnir Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira