Eldgos geti brotist út á næstu klukkutímum Magnús Jochum Pálsson skrifar 11. nóvember 2023 19:36 Víðir Reynisson, sviðsstjóri almannavarna, segir að staðan sé alvarlegri en hún var fyrr í dag og eldgos geti brotist út hvenær sem er á næstu klukkutímum. Stöð 2 Sviðsstjóri almannavarna segir að staðan í Grindavík sé alvarlegri en hún var fyrr í dag. Ljóst sé að það verði eldgos og að það gæti gerst hvenær sem er á næstu klukkustundum. Þá muni eldgosið ekki gera vart við sig áður en það brýst út. Samkvæmt nýjustu upplýsingum Veðurstofunnar hafa líkur á eldgosi aukist verulega og er kvika komin á 800 metra dýpi. Öllum aðgerðum vegna ástandsins í Grindavík er stýrt úr samhæfingarmiðstöð Almannavarna í Skógarhlíð. Það hafa staðið yfir fundir hjá almannavörnum í allan dag vegna ástandsins í Grindavík. Fréttastofa ræddi við Víði Reynisson, sviðsstjóra almannavarna, um nýjustu vendingar. Breyta þessa nýju upplýsingar stöðunni eitthvað hjá ykkur? „Að vissu leyti gera þær það. Við vorum með lítinn hóp inni í Grindavík að störfum í eftirliti og viðgerðum í dag þegar þessar upplýsingar komu. Nú er enginn eftir þar, við erum búin að færa alla út fyrir þetta öryggissvæði sem við erum búin að gera í kringum þessa sprungu,“ sagði Víðir. „Líka það að það voru áætlanir um að Grindvíkingar gætu hugsanlega farið heim að sækja allra brýnustu nauðsynjar á morgun og þetta setur það kannski í uppnám líka þannig við verðum bara að sjá hvernig staðan verður eftir nóttina,“ sagði hann einnig. Þetta er stærra svæði núna sem enginn fær að koma inn á? „Við erum búin að útvíkka þetta örlítið frá því sem var og það er samkvæmt þessum upplýsingum sem við höfum verið að fá frá jarðvísindamönnum í dag,“ sagði Víðir. Styttra í eldgos en áður Víðir segir ljóst að það sé styttra í eldgos en það var í dag. Það geti gerst á næstu klukkutímum og það verði engar frekari viðvaranir áður en það brýst út. Er staðan alvarlegri en hún var til dæmis í hádeginu? „Það er allavega styttra í eldgos heldur en var í hádeginu,“ sagði Víðir. En erum við að fara að sjá eldgos? „Ég held að það sé nokkuð ljóst að það verði. Það kæmi held ég flestum úr þessu stórkostlega á óvart að það yrði ekki gos. Og það sem okkur er sagt er að úr þessu fáum við ekki miklar frekari viðvaranir áður en gos brýst út Ef það kemur til goss gæti það gerst hvenær sem er á næstu dögum? „Hvenær sem er á næstu klukkustundum,“ sagði Víðir. Þurfi að hugsa um framtíð heils bæjarfélags Almannavarnir munu á næstu dögum vinna að bæði skammtímaverkefnum og langtímaáætlunum sem varða Grindvíkinga. Hvernig eru næstu dagar hjá almannavörnum? „Við erum áfram að vinna að skammtímaverkefnum sem snúa að því sem er akkúrat að gerast í jörðinni og hvaða áhrif það hefur á Grindavík,“ sagði Víðir og bætti við: „Svo erum við auðvitað farin að hugsa til lengri tíma. Þarna er heilt bæjarfélag sem þurfti að flýja og það þarf að hugsa um það hvernig þau munu sinna sínu lífi áfram. Það er komin af stað hellings vinna og við erum búin að vera hér að funda með bæjarstjóranum í Grindavík og hans lykilfólki í dag til þess að reyna að átta okkur á því hvað sé framundan.“ Almannavarnir Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Innlent Fleiri fréttir Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Sjá meira
Samkvæmt nýjustu upplýsingum Veðurstofunnar hafa líkur á eldgosi aukist verulega og er kvika komin á 800 metra dýpi. Öllum aðgerðum vegna ástandsins í Grindavík er stýrt úr samhæfingarmiðstöð Almannavarna í Skógarhlíð. Það hafa staðið yfir fundir hjá almannavörnum í allan dag vegna ástandsins í Grindavík. Fréttastofa ræddi við Víði Reynisson, sviðsstjóra almannavarna, um nýjustu vendingar. Breyta þessa nýju upplýsingar stöðunni eitthvað hjá ykkur? „Að vissu leyti gera þær það. Við vorum með lítinn hóp inni í Grindavík að störfum í eftirliti og viðgerðum í dag þegar þessar upplýsingar komu. Nú er enginn eftir þar, við erum búin að færa alla út fyrir þetta öryggissvæði sem við erum búin að gera í kringum þessa sprungu,“ sagði Víðir. „Líka það að það voru áætlanir um að Grindvíkingar gætu hugsanlega farið heim að sækja allra brýnustu nauðsynjar á morgun og þetta setur það kannski í uppnám líka þannig við verðum bara að sjá hvernig staðan verður eftir nóttina,“ sagði hann einnig. Þetta er stærra svæði núna sem enginn fær að koma inn á? „Við erum búin að útvíkka þetta örlítið frá því sem var og það er samkvæmt þessum upplýsingum sem við höfum verið að fá frá jarðvísindamönnum í dag,“ sagði Víðir. Styttra í eldgos en áður Víðir segir ljóst að það sé styttra í eldgos en það var í dag. Það geti gerst á næstu klukkutímum og það verði engar frekari viðvaranir áður en það brýst út. Er staðan alvarlegri en hún var til dæmis í hádeginu? „Það er allavega styttra í eldgos heldur en var í hádeginu,“ sagði Víðir. En erum við að fara að sjá eldgos? „Ég held að það sé nokkuð ljóst að það verði. Það kæmi held ég flestum úr þessu stórkostlega á óvart að það yrði ekki gos. Og það sem okkur er sagt er að úr þessu fáum við ekki miklar frekari viðvaranir áður en gos brýst út Ef það kemur til goss gæti það gerst hvenær sem er á næstu dögum? „Hvenær sem er á næstu klukkustundum,“ sagði Víðir. Þurfi að hugsa um framtíð heils bæjarfélags Almannavarnir munu á næstu dögum vinna að bæði skammtímaverkefnum og langtímaáætlunum sem varða Grindvíkinga. Hvernig eru næstu dagar hjá almannavörnum? „Við erum áfram að vinna að skammtímaverkefnum sem snúa að því sem er akkúrat að gerast í jörðinni og hvaða áhrif það hefur á Grindavík,“ sagði Víðir og bætti við: „Svo erum við auðvitað farin að hugsa til lengri tíma. Þarna er heilt bæjarfélag sem þurfti að flýja og það þarf að hugsa um það hvernig þau munu sinna sínu lífi áfram. Það er komin af stað hellings vinna og við erum búin að vera hér að funda með bæjarstjóranum í Grindavík og hans lykilfólki í dag til þess að reyna að átta okkur á því hvað sé framundan.“
Almannavarnir Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Innlent Fleiri fréttir Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Sjá meira