Innlent

„Við erum í nokkurs konar bið­stöðu“

Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar
Hjálmar Hallgrímsson segir vel fylgst með stöðu mála.
Hjálmar Hallgrímsson segir vel fylgst með stöðu mála. skjáskot/stöð2

Lítil breyting er á stöðunni í Grindavík að sögn vettvangsstjóra lögreglunnar á suðurnesjum. Hann fundaði ásamt almannavörnum og aðgerðastjórnum klukkan fjögur í nótt.

„Þetta var stuttur fundur. Við erum í nokkurs konar biðstöðu,“ segir Hjálmar Hallgrímsson, vettvangsstjóri lögreglunnar á Suðurnesjum í samtali við fréttastofu að loknum stöðufundi almannavarna og aðgerðastjórna.

Farið var yfir gervitunglamyndir sem sérfræðingar þurfi að skoða betur í nótt en líklega sé engin breyting á svæðinu og áætlað að hópurinn fundi næst klukkan hálf níu í fyrramálið.

Dregið hefur úr skjálftavirkni á Reykjanesi og segist Hjálmar, sem staddur er í Reykjanesbæ, ekkert hafa fundið fyrir skjálftum í kvöld. Vatnsleiðslur fóru í sundur í Grindavík og líklegt að hluti svæðisins sé heitavatnslaus en hann segist ekki geta sagt til um hve umfangsmikið tjónið er.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×