Vonast til þess að geta hleypt Grindvíkingum heim í stutta stund Lovísa Arnardóttir skrifar 12. nóvember 2023 08:48 Hjördís Guðmundsdóttir ítrekar að enn sé veruleg hætta á svæðinu. Það fari engin inn ef að vísindamenn meti svo að það sé enn of hættulegt. Vísir/Vilhelm Hjördís Guðmundsdóttir, upplýsingafulltrúi almannavarna, segir að á fundi almannavarna og sérfræðinga Veðurstofunnar klukkan 9.30 verði farið yfir stöðuna, hættumatið og það endurmetið hvort að íbúar fái að fara inn á hættusvæðið. „Okkar helsta verkefni er að sjá eftir fundinn hvort hættumatið sé breytt og hvort að íbúar fái að fara heim til sín og stoppa stutt til að sækja verðmæti, lyf og dýrin og búfénað.“ Hjördís segir að margir hafi verið farnir áður en rýmingin var sett af stað og hafi því ekki náð að taka dýr, tryggja búfénað eða gera ráðstafanir til að flytja þau. Þess vegna sé nú beðið eftir niðurstöðum fundarins og hættumati. Metið verður í dag hvort að íbúar Grindavíkur fái að fara inn á hættusvæði í verðmætabjörgun. Vísir/Einar „Þetta yrði stærsta verkefni dagsins. Fólk myndi þá komast heim í 20 til 30 mínútur í fylgd viðbragðsaðila. En þetta fer allt eftir því hvernig mat vísindamanna er á hættustigi á svæðinu. Það er okkar helsta ósk að komast í þetta verkefni í dag en við biðjum íbúa að hinkra eftir upplýsingum af stöðufundi sem hefst klukkan 9.30,“ segir Hjördís. Hún segir erfitt að áætla um lengd fundar. Það þurfi að fara vel yfir gögn vísindamanna. „Hættan er enn til staðar og það er alltaf forgangsatriði við skipulagningu slíkrar aðgerðar. Eins erfitt og það er fyrir fólk að bíða þá þarf að gera þetta rétt og skipulega, og alltaf með öryggi í fyrirrúmi,“ segir Hjördís og ítrekar að þótt svo að niðurstaða liggi fyrir á fundinum þá myndi þetta ekki hefjast í beinu framhaldi. Skipulagning aðgerðarinnar sé þó í fullum gangi. Hægt er að fylgjast með nýjustu vendingum í vakt Vísis. Eldgos og jarðhræringar Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Sjá meira
„Okkar helsta verkefni er að sjá eftir fundinn hvort hættumatið sé breytt og hvort að íbúar fái að fara heim til sín og stoppa stutt til að sækja verðmæti, lyf og dýrin og búfénað.“ Hjördís segir að margir hafi verið farnir áður en rýmingin var sett af stað og hafi því ekki náð að taka dýr, tryggja búfénað eða gera ráðstafanir til að flytja þau. Þess vegna sé nú beðið eftir niðurstöðum fundarins og hættumati. Metið verður í dag hvort að íbúar Grindavíkur fái að fara inn á hættusvæði í verðmætabjörgun. Vísir/Einar „Þetta yrði stærsta verkefni dagsins. Fólk myndi þá komast heim í 20 til 30 mínútur í fylgd viðbragðsaðila. En þetta fer allt eftir því hvernig mat vísindamanna er á hættustigi á svæðinu. Það er okkar helsta ósk að komast í þetta verkefni í dag en við biðjum íbúa að hinkra eftir upplýsingum af stöðufundi sem hefst klukkan 9.30,“ segir Hjördís. Hún segir erfitt að áætla um lengd fundar. Það þurfi að fara vel yfir gögn vísindamanna. „Hættan er enn til staðar og það er alltaf forgangsatriði við skipulagningu slíkrar aðgerðar. Eins erfitt og það er fyrir fólk að bíða þá þarf að gera þetta rétt og skipulega, og alltaf með öryggi í fyrirrúmi,“ segir Hjördís og ítrekar að þótt svo að niðurstaða liggi fyrir á fundinum þá myndi þetta ekki hefjast í beinu framhaldi. Skipulagning aðgerðarinnar sé þó í fullum gangi. Hægt er að fylgjast með nýjustu vendingum í vakt Vísis.
Eldgos og jarðhræringar Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Sjá meira