Kristín Ólafsdóttir fréttamaður hefur verið við Grindavík í allan dag og rætt við fólk sem fékk að fara inn á svæðið. Við sjáum myndir frá deginum og heyrum í Grindvíkingum.
Þá kemur Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur í settið og fer yfir nýjustu fréttir af jarðhræringum. Við heyrum einnig í ráðherrum sem funduðu um stöðuna á auka ríkisstjórnarfundi í dag og kíkjum á samverustund í Hallgrímskirkju.
Þetta og fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar og Stöðvar 2 klukkan 18:30.