Fá að sækja dýrin sem verða eftir í skammdeginu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 13. nóvember 2023 13:13 Þessi köttur var í Grindavík í hádeginu þegar fyrsti hópurinn fékk að fara heim í sjö mínútur. Vísir/vilhelm Fulltrúar dýraverndarfélaga hafa gengið grænt ljós til að sækja þau dýr sem verða eftir í Grindavík í dag þegar fer að dimma. Þetta segir Anna Margrét Áslaugardóttir formaður Dýrfinnu í samtali við Vísi. Lögreglustjórinn á Suðurnesjum ákvað í morgun að hleypa íbúum í Grindavík heim til sín að sækja verðmæti. Íbúum og fyrirtækjum er skipt niður eftir hverfum. Dýraverndarsamband Íslands, Dýrfinna, Dýrahjálp Íslands, Kattholt, Villikettir og Villikanínur kröfðust þess eftir hádegi í gær að dýrum yrði bjargað í Grindavík og nágrenni. „Ljóst að enn er mikill fjöldi dýra á svæðinu sem er á neyðarstigi. Unnin hefur verið aðgerðaráætlun af hálfu Dýrfinnu, Dýrahjálpar Íslands, Villikatta og Kattholts þar sem staðsetning dýra sem eru á svæðinu hefur verið kortlögð.“ Kötturinn var svo fluttur út í búri í hádeginu.Vísir/Vilhelm Sjálfboðaliðar voru tilbúnir við Grindavík, með bæði mannskap, bíla og búr til að sækja dýrin sem eru í neyð. „Þegar eru dýr orðin matar- og vatnslaus á svæðinu og þarf að bregðast við strax.“ Rætt var við Önnu Margréti í fréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi. Þau óskuðu eftir eftir tafarlausum stuðningi yfirvalda við að bjarga dýrum í Grindavík. Innslagið má sjá hér að neðan. Anna Margrét hjá Dýrfinnu segir fulltrúa hjá Lögreglustjóranum á Suðurnesjum hafa staðfest við hana upp úr hádegi að fulltrúar dýraverndarfélaganna fengu að fara þangað seinni partinn. „Eigendur eru að fara inn og fá að sækja verðmæti, dýr eru verðmæti. Dvo þegar fer að dimma og eigendur fara af svæðinu förum við inn með lögreglu og björgunarsveitum.“ „Ég veit að einhverjir eigendur misstu frá sér kettina þegar þeir voru að reyna að bjarga þeim. Við grípum þá sem við sjáum í kvöld.“ Dýraverndarfélögin sex sem sameina krafta sína. Fjölmargir húseigendur í Grindavík höfðu komið húslyklum til Dýrfinnu í þeirri von um að þau fengu að sækja dýrin. Anna Margrét og félagar eru tilbúin ða lokunarpósti eitt með lyklana. „Mér skilst að það sé búið að bjarga öllum dúfum, sem voru vel yfir hundrað. Svo erum við með búr til að lána ef fólk gleymir búrunum sínum. Við höfum fengið símtöl frá nokkrum eigendum sem gleymdu búrum.“ Anna Margrét segir að þegar búið verður að fara með íbúa í dagsbirtu þá fái þau að fara í fylgd að hafa uppi á þeim dýrum sem eftir urðu. Dýr Eldgos og jarðhræringar Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Þula, Yrja og Þengill bíði eftir að þeim sé hleypt út Fulltrúar dýraverndunarsamtaka biðu í allan dag við lokunarpóstinn á Suðurstrandarvegi eftir leyfi til að fara inn í Grindavík en fengu það ekki. Dýrfinna og Kattholt hafa kortlagt staðsetningu dýra í bænum, safnað búnaði og fengið lykla að húsum eigenda til að bjarga dýrunum. 12. nóvember 2023 22:02 Vaktin: Grindvíkingar búi sig undir gríðarlegt tjón Skjálftavirkni hélt áfram á Reykjanesskaga í nótt en var þó umtalsvert minni en var fyrir helgi. Talið er að eldgos gæti hafist hvenær sem er. 13. nóvember 2023 08:46 Mest lesið Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Innlent Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Innlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Erlent Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Innlent Fleiri fréttir Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Sjá meira
Lögreglustjórinn á Suðurnesjum ákvað í morgun að hleypa íbúum í Grindavík heim til sín að sækja verðmæti. Íbúum og fyrirtækjum er skipt niður eftir hverfum. Dýraverndarsamband Íslands, Dýrfinna, Dýrahjálp Íslands, Kattholt, Villikettir og Villikanínur kröfðust þess eftir hádegi í gær að dýrum yrði bjargað í Grindavík og nágrenni. „Ljóst að enn er mikill fjöldi dýra á svæðinu sem er á neyðarstigi. Unnin hefur verið aðgerðaráætlun af hálfu Dýrfinnu, Dýrahjálpar Íslands, Villikatta og Kattholts þar sem staðsetning dýra sem eru á svæðinu hefur verið kortlögð.“ Kötturinn var svo fluttur út í búri í hádeginu.Vísir/Vilhelm Sjálfboðaliðar voru tilbúnir við Grindavík, með bæði mannskap, bíla og búr til að sækja dýrin sem eru í neyð. „Þegar eru dýr orðin matar- og vatnslaus á svæðinu og þarf að bregðast við strax.“ Rætt var við Önnu Margréti í fréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi. Þau óskuðu eftir eftir tafarlausum stuðningi yfirvalda við að bjarga dýrum í Grindavík. Innslagið má sjá hér að neðan. Anna Margrét hjá Dýrfinnu segir fulltrúa hjá Lögreglustjóranum á Suðurnesjum hafa staðfest við hana upp úr hádegi að fulltrúar dýraverndarfélaganna fengu að fara þangað seinni partinn. „Eigendur eru að fara inn og fá að sækja verðmæti, dýr eru verðmæti. Dvo þegar fer að dimma og eigendur fara af svæðinu förum við inn með lögreglu og björgunarsveitum.“ „Ég veit að einhverjir eigendur misstu frá sér kettina þegar þeir voru að reyna að bjarga þeim. Við grípum þá sem við sjáum í kvöld.“ Dýraverndarfélögin sex sem sameina krafta sína. Fjölmargir húseigendur í Grindavík höfðu komið húslyklum til Dýrfinnu í þeirri von um að þau fengu að sækja dýrin. Anna Margrét og félagar eru tilbúin ða lokunarpósti eitt með lyklana. „Mér skilst að það sé búið að bjarga öllum dúfum, sem voru vel yfir hundrað. Svo erum við með búr til að lána ef fólk gleymir búrunum sínum. Við höfum fengið símtöl frá nokkrum eigendum sem gleymdu búrum.“ Anna Margrét segir að þegar búið verður að fara með íbúa í dagsbirtu þá fái þau að fara í fylgd að hafa uppi á þeim dýrum sem eftir urðu.
Dýr Eldgos og jarðhræringar Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Þula, Yrja og Þengill bíði eftir að þeim sé hleypt út Fulltrúar dýraverndunarsamtaka biðu í allan dag við lokunarpóstinn á Suðurstrandarvegi eftir leyfi til að fara inn í Grindavík en fengu það ekki. Dýrfinna og Kattholt hafa kortlagt staðsetningu dýra í bænum, safnað búnaði og fengið lykla að húsum eigenda til að bjarga dýrunum. 12. nóvember 2023 22:02 Vaktin: Grindvíkingar búi sig undir gríðarlegt tjón Skjálftavirkni hélt áfram á Reykjanesskaga í nótt en var þó umtalsvert minni en var fyrir helgi. Talið er að eldgos gæti hafist hvenær sem er. 13. nóvember 2023 08:46 Mest lesið Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Innlent Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Innlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Erlent Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Innlent Fleiri fréttir Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Sjá meira
Þula, Yrja og Þengill bíði eftir að þeim sé hleypt út Fulltrúar dýraverndunarsamtaka biðu í allan dag við lokunarpóstinn á Suðurstrandarvegi eftir leyfi til að fara inn í Grindavík en fengu það ekki. Dýrfinna og Kattholt hafa kortlagt staðsetningu dýra í bænum, safnað búnaði og fengið lykla að húsum eigenda til að bjarga dýrunum. 12. nóvember 2023 22:02
Vaktin: Grindvíkingar búi sig undir gríðarlegt tjón Skjálftavirkni hélt áfram á Reykjanesskaga í nótt en var þó umtalsvert minni en var fyrir helgi. Talið er að eldgos gæti hafist hvenær sem er. 13. nóvember 2023 08:46