Tengdasonur ársins kemur til bjargar Jakob Bjarnar og Helena Rós Sturludóttir skrifa 13. nóvember 2023 16:05 Þó vá standi fyrir dyrum er létt yfir þeim tengdamæðginum Ásmundi og Guðrúnu sem er, að sögn tengdasonar síns, hörkukelling. vísir/sigurjón Íbúar Grindavíkur voru í óða önn nú síðdegis við að forða sínu helsta á þeim skamma tíma sem gafst til að huga að verðmætum og persónulegum eignum. Fréttamaður Vísis greip Ásmund Guðnason glóðvolgan þar sem hann var að hlaða bíl sinn. „Það er tengdamóðir mín sem býr hérna og ég er að hjálpa henni að ná í dótið sitt,“ segir Ásmundur og er hinn glaðlegasti þrátt fyrir þá vá sem nú steðjar að. Hann er búsettur í Reykjavík og horfir á þetta úr fjarlægð eins og við flest. „Það hefur gengið mjög vel að ferja dótið. Ég er búinn að vera hér í korter og við náum kannski fimm mínútum í viðbót. Svo er að drífa sig í bæinn aftur.“ Tendamamma er hörkukerling Ásmundur segir tengdamóður sína vera uppi að pakka. „Ég kom með hana með mér, hvað, 81 árs að verða, á miðvikudaginn. Hún var mjög þakklát fyrir að fá að koma heim aðeins í smástund og ná í helstu verðmæti. Og þetta persónulega, myndir, flakkara, minniskubba … eitthvað svona dót. Sér hún fram á að koma aftur? „Ekkert endilega. Nema þá tímabundið,“ segir Ásmundur og gefur til kynna með látbragði að það sé algjör óvissa ríkjandi. „Það er ekki farið að ræða það ennþá. Fólk er ennþá að átta sig á stöðunni. Hvernig þetta verður.“ Varst þú hérna á föstudaginn? „Nei, ég var mjög nálægt. Hún kom beint til mín, það lokaðist vegurinn á rassgatið á henni. Hún er hörku kerling og ástandið á henni er gott.“ Ásmundur fylgdi þá fréttamanni og tökufólki inn í íbúð tengdamóður sinnar sem heitir Kristín Thorstensen. „Ég er að taka fötin mín og þau verðmæti sem ég get farið með. Tilfinningin er … tjahh, stress. Núna meðan ég er að þessu. En auðvitað er þetta sorglegt, að sjá hvernig þetta er að fara allt hérna í Grindavík. Ég vorkenni fólki með börn. Ég er náttúrlega bara ein hérna, léttara hjá mér en mörgum öðrum.“ Laumaði golfsettinu í bílinn Þó óvissan sé mikið eru þau tengdasonur og tengdamóðir einstaklega glaðleg. Og hlæja að þessu öllu saman. en hvernig var þetta fyrir helgi? „Þetta var hrikalegt. Ég ætlaði nú bara að fara að elda mér fisk hérna á föstudagskvöldið. Og svo sá ég að þetta var ekkert vit og hljót út með litla tösku sem ég var búin að setja í. Ég er mjög þakklát fyrir að fá að koma hér og með bílinn.“ Ásmundur fyllir bílinn og gleymdi ekki golfsettinu.vísir/vilhelm Mér skilst að golfsettið fái að koma með? „Er búið að setja það í bílinn?“ segir Kristín og hlær. „Ég er ánægð með það. Það er toppurinn. Ég var hin rólegasta. Ég var að þrífa golfsettið þegar sem mest gekk á. Um fimmleytið, hér niðri. Þannig að ég er tilbúin, að fara að gera eitthvað, skemmtilegt.“ Sérðu fyrir þér að snúa aftur hingað? „Ég get ekki ákveðið það. En, ég veit það ekki. Það er aldrei að vita. Þetta eru ekki miklar skemmdir að sjá á húsinu en hvað verður, það er aldrei að vita. Ég bý hér ein og er með ættingjana annars staðar, Njarðvík, Hafnarfirði og Reykjavík,“ segir Guðrún. Og víst að það mun ekki væsa um hana, hvað sem verður. Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Segja eign sína nú verðlausa með öllu Ómar Alaham og Amanda Jo Wood búa við stærstu sprungur sem myndast hafa í Grindavík. Fréttastofa rakst á þau þar sem þau voru að huga að aðstæðum en yfirvöld gáfu íbúum færi á því í dag. Íbúar hafa til klukkan 16:00 til að fara að sækja það allra nauðsynlegasta. Þá verður lokað aftur. 13. nóvember 2023 15:24 Á leiðinni til Grindavíkur eftir að hafa misst móður sína á fimmtudaginn Ragna Kristín Ragnarsdóttir, íbúi í Grindavík, er ein þeirra fjölmörgu Grindvíkinga sem bíða þess nú að komast inn í bæinn. Hún er á leið með föður sínum heim til hans að sækja persónulega muni. Mestu skipta munir móður hennar sem lést á fimmtudaginn. 13. nóvember 2023 13:56 Grindvíkingar búi sig undir gríðarlegt tjón „Ljóst er að gríðarlegt tjón er á bænum okkar og gott að fólk undirbúi sig undir það.“ 13. nóvember 2023 12:44 Búa í hesthúsi meðan ósköpin ganga yfir Þau Rúrik Hreinsson og Paricia Hobi flúðu bæinn eins og aðrir Grindvíkingar og fundu athvarf í hesthúsi í Fjárborgum, rétt fyrir ofan borgina. 13. nóvember 2023 12:18 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Innlent Fleiri fréttir Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Sjá meira
„Það er tengdamóðir mín sem býr hérna og ég er að hjálpa henni að ná í dótið sitt,“ segir Ásmundur og er hinn glaðlegasti þrátt fyrir þá vá sem nú steðjar að. Hann er búsettur í Reykjavík og horfir á þetta úr fjarlægð eins og við flest. „Það hefur gengið mjög vel að ferja dótið. Ég er búinn að vera hér í korter og við náum kannski fimm mínútum í viðbót. Svo er að drífa sig í bæinn aftur.“ Tendamamma er hörkukerling Ásmundur segir tengdamóður sína vera uppi að pakka. „Ég kom með hana með mér, hvað, 81 árs að verða, á miðvikudaginn. Hún var mjög þakklát fyrir að fá að koma heim aðeins í smástund og ná í helstu verðmæti. Og þetta persónulega, myndir, flakkara, minniskubba … eitthvað svona dót. Sér hún fram á að koma aftur? „Ekkert endilega. Nema þá tímabundið,“ segir Ásmundur og gefur til kynna með látbragði að það sé algjör óvissa ríkjandi. „Það er ekki farið að ræða það ennþá. Fólk er ennþá að átta sig á stöðunni. Hvernig þetta verður.“ Varst þú hérna á föstudaginn? „Nei, ég var mjög nálægt. Hún kom beint til mín, það lokaðist vegurinn á rassgatið á henni. Hún er hörku kerling og ástandið á henni er gott.“ Ásmundur fylgdi þá fréttamanni og tökufólki inn í íbúð tengdamóður sinnar sem heitir Kristín Thorstensen. „Ég er að taka fötin mín og þau verðmæti sem ég get farið með. Tilfinningin er … tjahh, stress. Núna meðan ég er að þessu. En auðvitað er þetta sorglegt, að sjá hvernig þetta er að fara allt hérna í Grindavík. Ég vorkenni fólki með börn. Ég er náttúrlega bara ein hérna, léttara hjá mér en mörgum öðrum.“ Laumaði golfsettinu í bílinn Þó óvissan sé mikið eru þau tengdasonur og tengdamóðir einstaklega glaðleg. Og hlæja að þessu öllu saman. en hvernig var þetta fyrir helgi? „Þetta var hrikalegt. Ég ætlaði nú bara að fara að elda mér fisk hérna á föstudagskvöldið. Og svo sá ég að þetta var ekkert vit og hljót út með litla tösku sem ég var búin að setja í. Ég er mjög þakklát fyrir að fá að koma hér og með bílinn.“ Ásmundur fyllir bílinn og gleymdi ekki golfsettinu.vísir/vilhelm Mér skilst að golfsettið fái að koma með? „Er búið að setja það í bílinn?“ segir Kristín og hlær. „Ég er ánægð með það. Það er toppurinn. Ég var hin rólegasta. Ég var að þrífa golfsettið þegar sem mest gekk á. Um fimmleytið, hér niðri. Þannig að ég er tilbúin, að fara að gera eitthvað, skemmtilegt.“ Sérðu fyrir þér að snúa aftur hingað? „Ég get ekki ákveðið það. En, ég veit það ekki. Það er aldrei að vita. Þetta eru ekki miklar skemmdir að sjá á húsinu en hvað verður, það er aldrei að vita. Ég bý hér ein og er með ættingjana annars staðar, Njarðvík, Hafnarfirði og Reykjavík,“ segir Guðrún. Og víst að það mun ekki væsa um hana, hvað sem verður.
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Segja eign sína nú verðlausa með öllu Ómar Alaham og Amanda Jo Wood búa við stærstu sprungur sem myndast hafa í Grindavík. Fréttastofa rakst á þau þar sem þau voru að huga að aðstæðum en yfirvöld gáfu íbúum færi á því í dag. Íbúar hafa til klukkan 16:00 til að fara að sækja það allra nauðsynlegasta. Þá verður lokað aftur. 13. nóvember 2023 15:24 Á leiðinni til Grindavíkur eftir að hafa misst móður sína á fimmtudaginn Ragna Kristín Ragnarsdóttir, íbúi í Grindavík, er ein þeirra fjölmörgu Grindvíkinga sem bíða þess nú að komast inn í bæinn. Hún er á leið með föður sínum heim til hans að sækja persónulega muni. Mestu skipta munir móður hennar sem lést á fimmtudaginn. 13. nóvember 2023 13:56 Grindvíkingar búi sig undir gríðarlegt tjón „Ljóst er að gríðarlegt tjón er á bænum okkar og gott að fólk undirbúi sig undir það.“ 13. nóvember 2023 12:44 Búa í hesthúsi meðan ósköpin ganga yfir Þau Rúrik Hreinsson og Paricia Hobi flúðu bæinn eins og aðrir Grindvíkingar og fundu athvarf í hesthúsi í Fjárborgum, rétt fyrir ofan borgina. 13. nóvember 2023 12:18 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Innlent Fleiri fréttir Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Sjá meira
Segja eign sína nú verðlausa með öllu Ómar Alaham og Amanda Jo Wood búa við stærstu sprungur sem myndast hafa í Grindavík. Fréttastofa rakst á þau þar sem þau voru að huga að aðstæðum en yfirvöld gáfu íbúum færi á því í dag. Íbúar hafa til klukkan 16:00 til að fara að sækja það allra nauðsynlegasta. Þá verður lokað aftur. 13. nóvember 2023 15:24
Á leiðinni til Grindavíkur eftir að hafa misst móður sína á fimmtudaginn Ragna Kristín Ragnarsdóttir, íbúi í Grindavík, er ein þeirra fjölmörgu Grindvíkinga sem bíða þess nú að komast inn í bæinn. Hún er á leið með föður sínum heim til hans að sækja persónulega muni. Mestu skipta munir móður hennar sem lést á fimmtudaginn. 13. nóvember 2023 13:56
Grindvíkingar búi sig undir gríðarlegt tjón „Ljóst er að gríðarlegt tjón er á bænum okkar og gott að fólk undirbúi sig undir það.“ 13. nóvember 2023 12:44
Búa í hesthúsi meðan ósköpin ganga yfir Þau Rúrik Hreinsson og Paricia Hobi flúðu bæinn eins og aðrir Grindvíkingar og fundu athvarf í hesthúsi í Fjárborgum, rétt fyrir ofan borgina. 13. nóvember 2023 12:18