Grindvíkingar þurfa ekki að tilkynna tjón strax: „Það þarf ekki að bæta álagi á þau“ Árni Sæberg skrifar 14. nóvember 2023 10:47 Ekki er nauðsynlegt að tilkynna þetta tjón á hjúkrunarheimilinu í Grindavík strax. Vísir/Vilhelm Vegna þeirra jarðhræringa sem nú eiga sér stað í Grindavík bendir Náttúruhamfaratrygging Íslands íbúum á að stofnunin gerir ekki kröfu um að tilkynningar séu sendar inn fyrr en eftir að neyðarstigi hefur verið aflétt. Þetta segir í tilkynningu á vef stofnunarinnar. Þar segir að eigendur, sem hafa orðið fyrir eða verða fyrir tjóni vegna náttúruhamfara, muni því sjálfir hafa tækifæri til að skoða eignir sínar áður en tjón er tilkynnt. Hulda Ragnheiður Árnadóttir, forstjóri Náttúruhamfaratrygginga, segir í samtali við Vísi að einhverjar tilkynningar hafi þegar takið að berast en hún hafi ekki nákvæma tölu á þeim. Tilkynningin hafi ekki verið send vegna þess að holskefla tilkynninga hafi komið yfir stofnunina. Starfsfólk hennar hafi orðið vart við áhyggjur Grindvíkinga um orðalag laga um Náttúruhamfaratryggingu Íslands. Þar segir að tilkynna beri tjón án tafar. Það þýðir þó ekki að fólk þurfi að tilkynna tjón áður en vátryggingaratburði lýkur. „Við vildum bara að fólk væri rólegt yfir því að það væri enginn að reka á eftir þeim núna. Það þarf ekki að bæta álagi á þau vegna þess.“ Fargi alls ekki skemmdum munum Þá vilji Náttúruhamfaratrygging benda á mikilvægi þess að farga hvorki né henda munum sem orðið hafa fyrir tjóni. Allar húseignir á Íslandi séu vátryggðar hjá Náttúruhamfaratryggingu gegn beinu tjóni af völdum náttúruhamfara. Jafnframt sé innbú og lausafé vátryggt gegn náttúruhamförum, ef það er brunatryggt hjá einu af almennu vátryggingarfélögunum, til dæmis með heimilistryggingu. Mikilvægt sé að varðveita skemmda og ónýta muni þar til matsmaður hefur fengið tækifæri til að leggja mat á tjónið og ákveða hvernig förgun þeirra skuli háttað. Hámark bótafjárhæðar taki mið af brunabótamati húseignar og vátryggingarfjárhæð lausafjár eins og hún er skráð í vátryggingarskírteini. Eigandi beri tvö prósent eigin áhættu af hverju tjóni. Eigin áhætta á húseignum sé að lágmarki 400 þúsund krónur og eigin áhætta á lausafé að lágmarki 200 þúsund krónur. Tryggingar Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf Innlent „Það er engin sleggja“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Innlent Fleiri fréttir Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Sjá meira
Þetta segir í tilkynningu á vef stofnunarinnar. Þar segir að eigendur, sem hafa orðið fyrir eða verða fyrir tjóni vegna náttúruhamfara, muni því sjálfir hafa tækifæri til að skoða eignir sínar áður en tjón er tilkynnt. Hulda Ragnheiður Árnadóttir, forstjóri Náttúruhamfaratrygginga, segir í samtali við Vísi að einhverjar tilkynningar hafi þegar takið að berast en hún hafi ekki nákvæma tölu á þeim. Tilkynningin hafi ekki verið send vegna þess að holskefla tilkynninga hafi komið yfir stofnunina. Starfsfólk hennar hafi orðið vart við áhyggjur Grindvíkinga um orðalag laga um Náttúruhamfaratryggingu Íslands. Þar segir að tilkynna beri tjón án tafar. Það þýðir þó ekki að fólk þurfi að tilkynna tjón áður en vátryggingaratburði lýkur. „Við vildum bara að fólk væri rólegt yfir því að það væri enginn að reka á eftir þeim núna. Það þarf ekki að bæta álagi á þau vegna þess.“ Fargi alls ekki skemmdum munum Þá vilji Náttúruhamfaratrygging benda á mikilvægi þess að farga hvorki né henda munum sem orðið hafa fyrir tjóni. Allar húseignir á Íslandi séu vátryggðar hjá Náttúruhamfaratryggingu gegn beinu tjóni af völdum náttúruhamfara. Jafnframt sé innbú og lausafé vátryggt gegn náttúruhamförum, ef það er brunatryggt hjá einu af almennu vátryggingarfélögunum, til dæmis með heimilistryggingu. Mikilvægt sé að varðveita skemmda og ónýta muni þar til matsmaður hefur fengið tækifæri til að leggja mat á tjónið og ákveða hvernig förgun þeirra skuli háttað. Hámark bótafjárhæðar taki mið af brunabótamati húseignar og vátryggingarfjárhæð lausafjár eins og hún er skráð í vátryggingarskírteini. Eigandi beri tvö prósent eigin áhættu af hverju tjóni. Eigin áhætta á húseignum sé að lágmarki 400 þúsund krónur og eigin áhætta á lausafé að lágmarki 200 þúsund krónur.
Tryggingar Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf Innlent „Það er engin sleggja“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Innlent Fleiri fréttir Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Sjá meira