Enginn hundur skilinn eftir Guðfinna Kristinsdóttir skrifar 14. nóvember 2023 12:30 Það hafa örugglega einhverjir tekið eftir að það var enginn hundur á listanum hjá Dýrfinnu um að hafa orðið eftir í Grindavík, og fyrir því er ástæða: Hundar ferðast yfirleitt reglulega með bíl, eru því vanir og er yfirleitt hægt að taka í taum (eða fangið) og fara með út í bíl. Síðan á föstudaginn seinasta hafa heyrst háværar raddir sem hneykslast á því að gæludýr hafi verið „skilin eftir“ af eigendum sínum við rýmingu Grindavíkurbæjar. Það er ósköp auðvelt að vera sammála og halda því fram að maður hefði tekið sömu ákvörðun, þegar maður spáir í því í örygginu heima hjá sér. En mig langar að varpa fram spurningu til þeirra: Tækir þú köttinn með þér í brúðkaupsveislu? Kanínuna með á fótboltamót? Fiskinn í „jarðskjálftafrí“ upp í sumarbústað yfir helgina? En hænuna með til útlanda? Gleymum því ekki að fólk á sér líf og vinnu og það var verið að gera ýmislegt annað en að vera heima hjá sér að njóta nuddsins frá skjálftunum sem hafa orðið hluti af daglegu lífi Grindvíka, með þónokkrum pásum, síðastliðin þrjú ár. Ég heyrði í mörgum gæludýraeigendum fyrir hönd félagasamtakanna Dýrfinnu yfir helgina og það voru allir gæludýraeigendur í öngum sínum og sögðu margir mér af hverju dýrin hefðu orðið eftir. Ég vil taka það fram að það þurfti ekki að réttlæta neitt fyrir mér og ég heyrði vel hvað fólk var miður sín. Kattareigendum þykir ekki minna vænt um dýrin sín en hundaeigendum. En áttum okkur á því að meðhöndlun á hræddum hundi er almennt auðveldari en meðhöndlun á hræddum ketti. Sumir eigendur voru annarsstaðar og höfðu ekki tíma til (eða fengu ekki) að fara til Grindavíkur að sækja dýrin sín þegar ráðist var í rýmingu. Sumir misstu kettina frá sér á leiðinni út í bíl, sumir kettir voru úti og sumir kettir fundust ekki þrátt fyrir mikla leit. Einnig er mikilvægt að taka fram að margir Grindvíkingar töldu að þeir fengju að fara heim daginn eftir, enda kemur fram í yfirlýsingu Almannavarna þann 10. Nóvember að ekki var um neyðar rýmingu að ræða og að ekki væri „bráð hætta yfirvofandi“. Það voru þó aðeins örfá heimili sem gátu ekki tekið gæludýrin sín með: Það eru um 1240 heimili í Grindavík samkvæmt húsnæðisáætlun Grindavíkur frá árinu 2018, ef við gerum ráð fyrir að gæludýr séu á um 40% heimila, þá eru 496 heimili sem halda gæludýr. Dýrfinna var með 59 heimilisföng þar sem gæludýr höfðu orðið eftir. Það er auðvelt að segja að maður hefði nú tekið dýrin með í þessum aðstæðum, en tækir þú fuglabúr sem kemst ekki í bílinn eða fiskinn þinn í plastpoka þegar þú hefur ekki öruggan samastað yfir nóttina og sérð fram á að koma aftur daginn eftir? Það er auðvelt að spá í þessu eftir á og vera handviss um hvaða ákvörðun man hefði tekið. En mikið af þeim sem ég talaði við bókstaflega höfðu ekki færi á að taka dýrið sitt með sér, af ýmsum ástæðum sem allar eru gildar. Það er ekki við eigendur gæludýranna að sakast og mig langar að nýta tækifærið og auðmjúklega hrósa þeim fyrir styrkinn sem þau hafa sýnt í gegn um þessar erfiðu aðstæður og þakka þeim innilega fyrir sem deildu með mér sögum af gæludýrunum sínum og áhyggjunum sem þau höfðu og vona að þær fjölskyldur þeirra dýra sem náðust úr Grindavík í gær hafi náð sofið betur í nótt heldur en seinustu nætur. Ég hugsa þó innilega til þeirra sem enn eiga gæludýr í Grindavík og vona að þeirra áhyggjum af dýrunum linni sem allra fyrst. Mig langar að biðja fólk, þó það væri ekki nema þeirra vegna, og með fullri virðingu, að spara stóru orðin um hvað þau hefðu gert í rétt í þessum aðstæðum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gæludýr Eldgos á Reykjanesskaga Dýr Grindavík Mest lesið Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Halldór 13.09.2025 Halldór Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller Skoðun Skoðun Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Sjá meira
Það hafa örugglega einhverjir tekið eftir að það var enginn hundur á listanum hjá Dýrfinnu um að hafa orðið eftir í Grindavík, og fyrir því er ástæða: Hundar ferðast yfirleitt reglulega með bíl, eru því vanir og er yfirleitt hægt að taka í taum (eða fangið) og fara með út í bíl. Síðan á föstudaginn seinasta hafa heyrst háværar raddir sem hneykslast á því að gæludýr hafi verið „skilin eftir“ af eigendum sínum við rýmingu Grindavíkurbæjar. Það er ósköp auðvelt að vera sammála og halda því fram að maður hefði tekið sömu ákvörðun, þegar maður spáir í því í örygginu heima hjá sér. En mig langar að varpa fram spurningu til þeirra: Tækir þú köttinn með þér í brúðkaupsveislu? Kanínuna með á fótboltamót? Fiskinn í „jarðskjálftafrí“ upp í sumarbústað yfir helgina? En hænuna með til útlanda? Gleymum því ekki að fólk á sér líf og vinnu og það var verið að gera ýmislegt annað en að vera heima hjá sér að njóta nuddsins frá skjálftunum sem hafa orðið hluti af daglegu lífi Grindvíka, með þónokkrum pásum, síðastliðin þrjú ár. Ég heyrði í mörgum gæludýraeigendum fyrir hönd félagasamtakanna Dýrfinnu yfir helgina og það voru allir gæludýraeigendur í öngum sínum og sögðu margir mér af hverju dýrin hefðu orðið eftir. Ég vil taka það fram að það þurfti ekki að réttlæta neitt fyrir mér og ég heyrði vel hvað fólk var miður sín. Kattareigendum þykir ekki minna vænt um dýrin sín en hundaeigendum. En áttum okkur á því að meðhöndlun á hræddum hundi er almennt auðveldari en meðhöndlun á hræddum ketti. Sumir eigendur voru annarsstaðar og höfðu ekki tíma til (eða fengu ekki) að fara til Grindavíkur að sækja dýrin sín þegar ráðist var í rýmingu. Sumir misstu kettina frá sér á leiðinni út í bíl, sumir kettir voru úti og sumir kettir fundust ekki þrátt fyrir mikla leit. Einnig er mikilvægt að taka fram að margir Grindvíkingar töldu að þeir fengju að fara heim daginn eftir, enda kemur fram í yfirlýsingu Almannavarna þann 10. Nóvember að ekki var um neyðar rýmingu að ræða og að ekki væri „bráð hætta yfirvofandi“. Það voru þó aðeins örfá heimili sem gátu ekki tekið gæludýrin sín með: Það eru um 1240 heimili í Grindavík samkvæmt húsnæðisáætlun Grindavíkur frá árinu 2018, ef við gerum ráð fyrir að gæludýr séu á um 40% heimila, þá eru 496 heimili sem halda gæludýr. Dýrfinna var með 59 heimilisföng þar sem gæludýr höfðu orðið eftir. Það er auðvelt að segja að maður hefði nú tekið dýrin með í þessum aðstæðum, en tækir þú fuglabúr sem kemst ekki í bílinn eða fiskinn þinn í plastpoka þegar þú hefur ekki öruggan samastað yfir nóttina og sérð fram á að koma aftur daginn eftir? Það er auðvelt að spá í þessu eftir á og vera handviss um hvaða ákvörðun man hefði tekið. En mikið af þeim sem ég talaði við bókstaflega höfðu ekki færi á að taka dýrið sitt með sér, af ýmsum ástæðum sem allar eru gildar. Það er ekki við eigendur gæludýranna að sakast og mig langar að nýta tækifærið og auðmjúklega hrósa þeim fyrir styrkinn sem þau hafa sýnt í gegn um þessar erfiðu aðstæður og þakka þeim innilega fyrir sem deildu með mér sögum af gæludýrunum sínum og áhyggjunum sem þau höfðu og vona að þær fjölskyldur þeirra dýra sem náðust úr Grindavík í gær hafi náð sofið betur í nótt heldur en seinustu nætur. Ég hugsa þó innilega til þeirra sem enn eiga gæludýr í Grindavík og vona að þeirra áhyggjum af dýrunum linni sem allra fyrst. Mig langar að biðja fólk, þó það væri ekki nema þeirra vegna, og með fullri virðingu, að spara stóru orðin um hvað þau hefðu gert í rétt í þessum aðstæðum.
Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun
Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun
Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun
Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun