Næstu heimaleikir Grindavíkur í Smáranum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 14. nóvember 2023 14:28 Grindvíkingar geta séð körfuboltaliðin sín í Smáranum á laugardaginn. vísir/hulda margrét Næstu leikir karla- og kvennaliða Grindavíkur í körfubolta fara fram í Smáranum í Kópavogi á laugardaginn og það í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport. Karlalið Grindavíkur átti að mæta Hamri í Hveragerði á föstudaginn en sá leikur hefur verið færður í Smárann klukkan 17:00 á laugardaginn. Fyrr á laugardaginn, klukkan 14:00, mætir kvennalið Grindavíkur Þór frá Akureyri. Leikurinn átti að fara fram í íþróttahúsinu í Grindavík en ljóst er að hvorki verður æft né spilað þar næstu vikurnar.Báðir leikir verða í beinni og opinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Hitað verður veglega upp fyrir leikina og þeir síðan að sjálfsögðu gerðir upp að þeim loknum. Miklar skemmdir hafa orðið við íþróttahúsið í Grindavík. Þar hafa stórar sprungur opnast og sigdalur myndast. Talið er að jörð hafi sigið um einn til tvo metra. Í viðtali í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær sagði Hannes S. Jónsson, framkvæmdastjóri KKÍ, allt verði gert til að koma til móts við Grindvíkinga vegna ástandsins þar í bæ. „Reglugerðir segja ýmislegt en þetta eru fordæmalausir tímar. Í þessu tilfelli, þótt við hjá KKÍ séum mjög föst fyrir þegar kemur að reglugerðum þá verðum við að horfa út fyrir það hér. Það er á svona stundum sem maður tekur reglugerðarbókina og hendir henni aftur fyrir haus og reynir að horfa fram á við,“ sagði Hannes. „Við munum leysa þá hluti sem þarf að leysa. Íþróttafélögin í landinu hafa verið mjög dugleg að bjóða fram aðstoð. Þetta er allt að gerast, það er allt í vinnslu. Vonandi verður þetta sem stystur tími en hlutirnir leysast og við tökum einn dag í einu eins og staðan er núna.“ Grindavík vann Þór Þ., 93-90, í Subway deild karla á fimmtudaginn, degi áður en bærinn var rýmdur. Grindvíkingar hafa unnið þrjá leiki í röð og eru í 8. sæti Subway deildarinnar. Grindavíkur tapaði fyrir Keflavík, 78-80, í toppslag í Subway deild kvenna í síðasta leik sínum 31. október. Keppni í deildinni hefst aftur í vikunni eftir landsleikjahlé. Báðir leikir Grindavíkur á laugardaginn verða sýndir beint á Stöð 2 Sport. UMF Grindavík Grindavík Subway-deild kvenna Subway-deild karla Tengdar fréttir Mótahald körfuboltans mun raskast vegna umbrotanna í Grindavík Hannes Jónsson, framkvæmdastjóri KKÍ sendi frá sér tilkynningu fyrir hönd KKÍ og körfuknattleikshreyfingarinnar vegna ástandsins í Grindavík en það er nokkuð ljóst að Grindvíkingar eru ekki að fara að spila leiki í Subway deildunum á meðan staðan er svona. 13. nóvember 2023 06:38 Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Sér eftir því sem hann sagði Enski boltinn Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús Handbolti „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Handbolti Þurfti að fljúga heim í keppnisbúningnum Sport Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Handbolti Kusu að henda út myndbandsdómgæslu Fótbolti Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-93 | Grænar betri þegar mest á reyndi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Curry bauð gömlu konunni á leik með sér Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Sjá meira
Karlalið Grindavíkur átti að mæta Hamri í Hveragerði á föstudaginn en sá leikur hefur verið færður í Smárann klukkan 17:00 á laugardaginn. Fyrr á laugardaginn, klukkan 14:00, mætir kvennalið Grindavíkur Þór frá Akureyri. Leikurinn átti að fara fram í íþróttahúsinu í Grindavík en ljóst er að hvorki verður æft né spilað þar næstu vikurnar.Báðir leikir verða í beinni og opinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Hitað verður veglega upp fyrir leikina og þeir síðan að sjálfsögðu gerðir upp að þeim loknum. Miklar skemmdir hafa orðið við íþróttahúsið í Grindavík. Þar hafa stórar sprungur opnast og sigdalur myndast. Talið er að jörð hafi sigið um einn til tvo metra. Í viðtali í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær sagði Hannes S. Jónsson, framkvæmdastjóri KKÍ, allt verði gert til að koma til móts við Grindvíkinga vegna ástandsins þar í bæ. „Reglugerðir segja ýmislegt en þetta eru fordæmalausir tímar. Í þessu tilfelli, þótt við hjá KKÍ séum mjög föst fyrir þegar kemur að reglugerðum þá verðum við að horfa út fyrir það hér. Það er á svona stundum sem maður tekur reglugerðarbókina og hendir henni aftur fyrir haus og reynir að horfa fram á við,“ sagði Hannes. „Við munum leysa þá hluti sem þarf að leysa. Íþróttafélögin í landinu hafa verið mjög dugleg að bjóða fram aðstoð. Þetta er allt að gerast, það er allt í vinnslu. Vonandi verður þetta sem stystur tími en hlutirnir leysast og við tökum einn dag í einu eins og staðan er núna.“ Grindavík vann Þór Þ., 93-90, í Subway deild karla á fimmtudaginn, degi áður en bærinn var rýmdur. Grindvíkingar hafa unnið þrjá leiki í röð og eru í 8. sæti Subway deildarinnar. Grindavíkur tapaði fyrir Keflavík, 78-80, í toppslag í Subway deild kvenna í síðasta leik sínum 31. október. Keppni í deildinni hefst aftur í vikunni eftir landsleikjahlé. Báðir leikir Grindavíkur á laugardaginn verða sýndir beint á Stöð 2 Sport.
UMF Grindavík Grindavík Subway-deild kvenna Subway-deild karla Tengdar fréttir Mótahald körfuboltans mun raskast vegna umbrotanna í Grindavík Hannes Jónsson, framkvæmdastjóri KKÍ sendi frá sér tilkynningu fyrir hönd KKÍ og körfuknattleikshreyfingarinnar vegna ástandsins í Grindavík en það er nokkuð ljóst að Grindvíkingar eru ekki að fara að spila leiki í Subway deildunum á meðan staðan er svona. 13. nóvember 2023 06:38 Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Sér eftir því sem hann sagði Enski boltinn Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús Handbolti „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Handbolti Þurfti að fljúga heim í keppnisbúningnum Sport Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Handbolti Kusu að henda út myndbandsdómgæslu Fótbolti Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-93 | Grænar betri þegar mest á reyndi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Curry bauð gömlu konunni á leik með sér Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Sjá meira
Mótahald körfuboltans mun raskast vegna umbrotanna í Grindavík Hannes Jónsson, framkvæmdastjóri KKÍ sendi frá sér tilkynningu fyrir hönd KKÍ og körfuknattleikshreyfingarinnar vegna ástandsins í Grindavík en það er nokkuð ljóst að Grindvíkingar eru ekki að fara að spila leiki í Subway deildunum á meðan staðan er svona. 13. nóvember 2023 06:38