Grindvíkingar ætla sér heim aftur Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 14. nóvember 2023 20:30 Grindvíkingarnir á Syðri Brú í Grímsnes- og Grafningshreppi, sem ætla sér heim aftur til Grindavíkur. Magnús Hlynur Hreiðarsson Margar fjölskyldur úr Grindavík eru nú í sumarhúsum, fjölbýlishúsum eða í einbýlishúsum á Suðurlandi og reyna að láta fara vel um sig. Íbúarnir ætlar sér heim aftur og leggja áherslu á jákvæðni og hreyfingu við krefjandi aðstæður. Tvær fjölskyldur eru í húsinu á Syðri Brú í Grímsnes- og Grafningshreppi, sem eigendurnir Steinar Árnason og Friðsemd Erla S. Þórðardóttir lánuðu af sinni einskæru góðvild. Fjölskyldurnar segja mjög mikilvægt að vera saman. Steinar Árnason og Friðsemd Erla S. Þórðardóttir á Selfossi, sem eiga þetta glæsilega hús á Syðri Brú lánuðu Grindvíkingnum húsið sitt en þau hafa verið þar síðan á föstudagskvöld.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Það er búið að bjarga okkur hérna. Við erum búin að taka spilamót, elda góðan mat og bara hlægja og reyna að hafa það gott,” segir Valgerður Vilmundardóttir og bætir við. „Við höfum von og trú og viljum trúa því að eldgosið verði einhvers staðar þar sem verða ekki skemmdir.” Áttu einhver skilaboð til fólks og þjóðarinnar? „Bara stórt knús á alla Grindvíkinga og vona ég að við komumst heim og getum átt gott bæjarlíf aftur,” segir Valgerður. „Við komum aftur heim, við erum Grindvíkingar, við erum sterkust og við komumst yfir þetta sama hvernig þetta fer,” segir Hallgrímur Hjálmarsson. En sálartetrið, hvernig er það hjá fólkinu? „Það er bara helvíti gott, já, ég myndi segja það, ég er ekkert að kvarta og kveina, nei, nei,” segir Kolbrún Einarsdóttir. Og ertu bjartsýn á að þið komist heim? „Já, ég er það. Ég held að Grindavíkin verði alltaf minn staður allavega og okkar allra.” Mjög vel fer um fólkið á Syðri Brú en aldursforsetinn, Kolbrún Einarsdóttir, sem er 80 ára segist ekkert vera að kvarta og kveina yfir ástandinu.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og fjölskyldurnar eru duglegar að fara út og hreyfa sig, sem þau segja lykilatriði. „Sveitalyktin er best, fjósalykt, „I love it”, segir Valgerður hlæjandi. Kvenfélag Grindavíkur verður 100 ára 24. nóvember næstkomandi og af því tilefni voru þessar servíettur meðal annars útbúnar. Ljóst er að ekkert verður af afmælishátíðarhöldum að sinni í ljósi ástandsins.Magnús Hlynur Hreiðarsson Grindavík Grímsnes- og Grafningshreppur Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Fleiri fréttir Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Sjá meira
Tvær fjölskyldur eru í húsinu á Syðri Brú í Grímsnes- og Grafningshreppi, sem eigendurnir Steinar Árnason og Friðsemd Erla S. Þórðardóttir lánuðu af sinni einskæru góðvild. Fjölskyldurnar segja mjög mikilvægt að vera saman. Steinar Árnason og Friðsemd Erla S. Þórðardóttir á Selfossi, sem eiga þetta glæsilega hús á Syðri Brú lánuðu Grindvíkingnum húsið sitt en þau hafa verið þar síðan á föstudagskvöld.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Það er búið að bjarga okkur hérna. Við erum búin að taka spilamót, elda góðan mat og bara hlægja og reyna að hafa það gott,” segir Valgerður Vilmundardóttir og bætir við. „Við höfum von og trú og viljum trúa því að eldgosið verði einhvers staðar þar sem verða ekki skemmdir.” Áttu einhver skilaboð til fólks og þjóðarinnar? „Bara stórt knús á alla Grindvíkinga og vona ég að við komumst heim og getum átt gott bæjarlíf aftur,” segir Valgerður. „Við komum aftur heim, við erum Grindvíkingar, við erum sterkust og við komumst yfir þetta sama hvernig þetta fer,” segir Hallgrímur Hjálmarsson. En sálartetrið, hvernig er það hjá fólkinu? „Það er bara helvíti gott, já, ég myndi segja það, ég er ekkert að kvarta og kveina, nei, nei,” segir Kolbrún Einarsdóttir. Og ertu bjartsýn á að þið komist heim? „Já, ég er það. Ég held að Grindavíkin verði alltaf minn staður allavega og okkar allra.” Mjög vel fer um fólkið á Syðri Brú en aldursforsetinn, Kolbrún Einarsdóttir, sem er 80 ára segist ekkert vera að kvarta og kveina yfir ástandinu.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og fjölskyldurnar eru duglegar að fara út og hreyfa sig, sem þau segja lykilatriði. „Sveitalyktin er best, fjósalykt, „I love it”, segir Valgerður hlæjandi. Kvenfélag Grindavíkur verður 100 ára 24. nóvember næstkomandi og af því tilefni voru þessar servíettur meðal annars útbúnar. Ljóst er að ekkert verður af afmælishátíðarhöldum að sinni í ljósi ástandsins.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Grindavík Grímsnes- og Grafningshreppur Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Fleiri fréttir Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Sjá meira