Grindvíkingar ætla sér heim aftur Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 14. nóvember 2023 20:30 Grindvíkingarnir á Syðri Brú í Grímsnes- og Grafningshreppi, sem ætla sér heim aftur til Grindavíkur. Magnús Hlynur Hreiðarsson Margar fjölskyldur úr Grindavík eru nú í sumarhúsum, fjölbýlishúsum eða í einbýlishúsum á Suðurlandi og reyna að láta fara vel um sig. Íbúarnir ætlar sér heim aftur og leggja áherslu á jákvæðni og hreyfingu við krefjandi aðstæður. Tvær fjölskyldur eru í húsinu á Syðri Brú í Grímsnes- og Grafningshreppi, sem eigendurnir Steinar Árnason og Friðsemd Erla S. Þórðardóttir lánuðu af sinni einskæru góðvild. Fjölskyldurnar segja mjög mikilvægt að vera saman. Steinar Árnason og Friðsemd Erla S. Þórðardóttir á Selfossi, sem eiga þetta glæsilega hús á Syðri Brú lánuðu Grindvíkingnum húsið sitt en þau hafa verið þar síðan á föstudagskvöld.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Það er búið að bjarga okkur hérna. Við erum búin að taka spilamót, elda góðan mat og bara hlægja og reyna að hafa það gott,” segir Valgerður Vilmundardóttir og bætir við. „Við höfum von og trú og viljum trúa því að eldgosið verði einhvers staðar þar sem verða ekki skemmdir.” Áttu einhver skilaboð til fólks og þjóðarinnar? „Bara stórt knús á alla Grindvíkinga og vona ég að við komumst heim og getum átt gott bæjarlíf aftur,” segir Valgerður. „Við komum aftur heim, við erum Grindvíkingar, við erum sterkust og við komumst yfir þetta sama hvernig þetta fer,” segir Hallgrímur Hjálmarsson. En sálartetrið, hvernig er það hjá fólkinu? „Það er bara helvíti gott, já, ég myndi segja það, ég er ekkert að kvarta og kveina, nei, nei,” segir Kolbrún Einarsdóttir. Og ertu bjartsýn á að þið komist heim? „Já, ég er það. Ég held að Grindavíkin verði alltaf minn staður allavega og okkar allra.” Mjög vel fer um fólkið á Syðri Brú en aldursforsetinn, Kolbrún Einarsdóttir, sem er 80 ára segist ekkert vera að kvarta og kveina yfir ástandinu.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og fjölskyldurnar eru duglegar að fara út og hreyfa sig, sem þau segja lykilatriði. „Sveitalyktin er best, fjósalykt, „I love it”, segir Valgerður hlæjandi. Kvenfélag Grindavíkur verður 100 ára 24. nóvember næstkomandi og af því tilefni voru þessar servíettur meðal annars útbúnar. Ljóst er að ekkert verður af afmælishátíðarhöldum að sinni í ljósi ástandsins.Magnús Hlynur Hreiðarsson Grindavík Grímsnes- og Grafningshreppur Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði Sjá meira
Tvær fjölskyldur eru í húsinu á Syðri Brú í Grímsnes- og Grafningshreppi, sem eigendurnir Steinar Árnason og Friðsemd Erla S. Þórðardóttir lánuðu af sinni einskæru góðvild. Fjölskyldurnar segja mjög mikilvægt að vera saman. Steinar Árnason og Friðsemd Erla S. Þórðardóttir á Selfossi, sem eiga þetta glæsilega hús á Syðri Brú lánuðu Grindvíkingnum húsið sitt en þau hafa verið þar síðan á föstudagskvöld.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Það er búið að bjarga okkur hérna. Við erum búin að taka spilamót, elda góðan mat og bara hlægja og reyna að hafa það gott,” segir Valgerður Vilmundardóttir og bætir við. „Við höfum von og trú og viljum trúa því að eldgosið verði einhvers staðar þar sem verða ekki skemmdir.” Áttu einhver skilaboð til fólks og þjóðarinnar? „Bara stórt knús á alla Grindvíkinga og vona ég að við komumst heim og getum átt gott bæjarlíf aftur,” segir Valgerður. „Við komum aftur heim, við erum Grindvíkingar, við erum sterkust og við komumst yfir þetta sama hvernig þetta fer,” segir Hallgrímur Hjálmarsson. En sálartetrið, hvernig er það hjá fólkinu? „Það er bara helvíti gott, já, ég myndi segja það, ég er ekkert að kvarta og kveina, nei, nei,” segir Kolbrún Einarsdóttir. Og ertu bjartsýn á að þið komist heim? „Já, ég er það. Ég held að Grindavíkin verði alltaf minn staður allavega og okkar allra.” Mjög vel fer um fólkið á Syðri Brú en aldursforsetinn, Kolbrún Einarsdóttir, sem er 80 ára segist ekkert vera að kvarta og kveina yfir ástandinu.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og fjölskyldurnar eru duglegar að fara út og hreyfa sig, sem þau segja lykilatriði. „Sveitalyktin er best, fjósalykt, „I love it”, segir Valgerður hlæjandi. Kvenfélag Grindavíkur verður 100 ára 24. nóvember næstkomandi og af því tilefni voru þessar servíettur meðal annars útbúnar. Ljóst er að ekkert verður af afmælishátíðarhöldum að sinni í ljósi ástandsins.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Grindavík Grímsnes- og Grafningshreppur Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði Sjá meira