Heggur sá er hlífa skyldi Eiríkur Rögnvaldsson skrifar 15. nóvember 2023 09:31 Hinn 8. nóvember birtist á vef Stjórnarráðsins tilkynning frá Mennta- og barnamálaráðuneytinu undir fyrirsögninni „Vinnum gullið – TEAM-Iceland til árangurs“. Í tilkynningunni segir: „TEAM-Iceland er framtíðarsýn starfshóps mennta- og barnamálaráðherra um íþrótta- og afreksmiðstöð.“ Framtíðarsýn ráðuneytisins er sem sé á ensku. Á fleiri stöðum í tilkynningunni er svo talað um „TEAM-Iceland verkefnið“. Það ætti ekki að þurfa að benda á að „TEAM-Iceland“ er ekki íslenska heldur enska. Það er ótrúlegt og óskiljanlegt að Mennta- og barnamálaráðuneytið af öllum aðilum skuli gefa verkefni sem það stendur fyrir enskt heiti – verkefni sem er ekki síst ætlað að höfða til barna og unglinga á „öllum stigum skólakerfisins“. Fyrir réttu ári var tilkynnt um stofnun ráðherranefndar um íslenska tungu sem mennta- og barnamálaráðherra situr í ásamt fjórum öðrum ráðherrum. Í fréttatilkynningu sem gefin var út af þessu tilefni var vísað í stjórnarsáttmála þar sem er „lögð sérstök áhersla á að börn og unglingar nýti tungumálið“. Heiti eins og „TEAM-Iceland“ vinnur einmitt gegn því með því að ýta undir þá hugsun sem virðist útbreidd að meira mark sé takandi á því sem hefur enskt heiti – að íslenskan sé of hallærisleg og heimóttarleg til að nota hana í heiti á eitthvað sem á að skipta máli. Einstök ensk heiti, skilti og auglýsingar verða vitanlega ekki til þess að drepa íslenskuna. En þau hafa táknrænt gildi og eru vísbending um afstöðuna til tungumálsins. Það er svolítið neyðarlegt að á sama tíma og Mennta- og barnamálaráðuneytið fer af stað með þetta verkefni sendir annað ráðuneyti, Menningar- og viðskiptaráðuneytið, frá sér tilkynningu um vitundarvakningu: „Að þessu sinni er vika íslenskunnar einnig nýtt til þess að vekja athygli á þeim breytingum sem eru að verða og hafa orðið á íslenskunni vegna enskra áhrifa og hvernig þær breytingar birtast í okkur vítt og breitt í samfélaginu og ekki hvað síst á samfélagsmiðlum, í einkaskilaboðum og jafnvel í opinberri umræðu“ (feitletrun mín). Vakin verður athygli á dæmum sem „endurspegla veruleika íslenskunnar eins og hann blasir við okkur“ – kannski væri ráð að hefja vitundarvakninguna innan Stjórnarráðsins og byrja á „TEAM-Iceland“. Það er oft sagt að ásókn enskunnar sé mesta ógnin við íslensku um þessar mundir en það er í raun og veru ekki rétt – enskan fer ekki lengra en við leyfum henni að fara. Mesta ógnin er miklu fremur andvaraleysi okkar sjálfra – óþörf enskunotkun í hugsunarleysi, metnaðarleysi fyrir hönd íslenskunnar, og skilningsleysi á því að það skipti máli að halda henni á lofti, alltaf og alls staðar. Þetta endurspeglast allt í heitinu „TEAM-Iceland.“ Eftir höfðinu dansa limirnir og ef stjórnvöld hafa ekki meiri metnað fyrir hönd íslenskunnar en þetta heiti bendir til er baráttan vonlítil. Í tilefni af viku íslenskrar tungu vonast ég til að ráðuneytið finni þessu verkefni íslenskt heiti hið snarasta. Í stíl við átakið Áfram íslenska gæti það t.d. heitið Áfram Ísland. Höfundur er uppgjafaprófessor í íslensku og málfarslegur aðgerðasinni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eiríkur Rögnvaldsson Íslensk tunga Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Stjórnsýsla Mest lesið „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun Landspítali í bráðri hættu Læknar á Landspítala Skoðun Vókismi gagnrýndur frá vinstri Andri Sigurðsson Skoðun Ölmusa útgerðarinnar Bolli Héðinsson Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun Löng barátta XD fyrir jafnrétti og frelsi Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson skrifar Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir skrifar Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Sjá meira
Hinn 8. nóvember birtist á vef Stjórnarráðsins tilkynning frá Mennta- og barnamálaráðuneytinu undir fyrirsögninni „Vinnum gullið – TEAM-Iceland til árangurs“. Í tilkynningunni segir: „TEAM-Iceland er framtíðarsýn starfshóps mennta- og barnamálaráðherra um íþrótta- og afreksmiðstöð.“ Framtíðarsýn ráðuneytisins er sem sé á ensku. Á fleiri stöðum í tilkynningunni er svo talað um „TEAM-Iceland verkefnið“. Það ætti ekki að þurfa að benda á að „TEAM-Iceland“ er ekki íslenska heldur enska. Það er ótrúlegt og óskiljanlegt að Mennta- og barnamálaráðuneytið af öllum aðilum skuli gefa verkefni sem það stendur fyrir enskt heiti – verkefni sem er ekki síst ætlað að höfða til barna og unglinga á „öllum stigum skólakerfisins“. Fyrir réttu ári var tilkynnt um stofnun ráðherranefndar um íslenska tungu sem mennta- og barnamálaráðherra situr í ásamt fjórum öðrum ráðherrum. Í fréttatilkynningu sem gefin var út af þessu tilefni var vísað í stjórnarsáttmála þar sem er „lögð sérstök áhersla á að börn og unglingar nýti tungumálið“. Heiti eins og „TEAM-Iceland“ vinnur einmitt gegn því með því að ýta undir þá hugsun sem virðist útbreidd að meira mark sé takandi á því sem hefur enskt heiti – að íslenskan sé of hallærisleg og heimóttarleg til að nota hana í heiti á eitthvað sem á að skipta máli. Einstök ensk heiti, skilti og auglýsingar verða vitanlega ekki til þess að drepa íslenskuna. En þau hafa táknrænt gildi og eru vísbending um afstöðuna til tungumálsins. Það er svolítið neyðarlegt að á sama tíma og Mennta- og barnamálaráðuneytið fer af stað með þetta verkefni sendir annað ráðuneyti, Menningar- og viðskiptaráðuneytið, frá sér tilkynningu um vitundarvakningu: „Að þessu sinni er vika íslenskunnar einnig nýtt til þess að vekja athygli á þeim breytingum sem eru að verða og hafa orðið á íslenskunni vegna enskra áhrifa og hvernig þær breytingar birtast í okkur vítt og breitt í samfélaginu og ekki hvað síst á samfélagsmiðlum, í einkaskilaboðum og jafnvel í opinberri umræðu“ (feitletrun mín). Vakin verður athygli á dæmum sem „endurspegla veruleika íslenskunnar eins og hann blasir við okkur“ – kannski væri ráð að hefja vitundarvakninguna innan Stjórnarráðsins og byrja á „TEAM-Iceland“. Það er oft sagt að ásókn enskunnar sé mesta ógnin við íslensku um þessar mundir en það er í raun og veru ekki rétt – enskan fer ekki lengra en við leyfum henni að fara. Mesta ógnin er miklu fremur andvaraleysi okkar sjálfra – óþörf enskunotkun í hugsunarleysi, metnaðarleysi fyrir hönd íslenskunnar, og skilningsleysi á því að það skipti máli að halda henni á lofti, alltaf og alls staðar. Þetta endurspeglast allt í heitinu „TEAM-Iceland.“ Eftir höfðinu dansa limirnir og ef stjórnvöld hafa ekki meiri metnað fyrir hönd íslenskunnar en þetta heiti bendir til er baráttan vonlítil. Í tilefni af viku íslenskrar tungu vonast ég til að ráðuneytið finni þessu verkefni íslenskt heiti hið snarasta. Í stíl við átakið Áfram íslenska gæti það t.d. heitið Áfram Ísland. Höfundur er uppgjafaprófessor í íslensku og málfarslegur aðgerðasinni.
Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar
Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun