Heggur sá er hlífa skyldi Eiríkur Rögnvaldsson skrifar 15. nóvember 2023 09:31 Hinn 8. nóvember birtist á vef Stjórnarráðsins tilkynning frá Mennta- og barnamálaráðuneytinu undir fyrirsögninni „Vinnum gullið – TEAM-Iceland til árangurs“. Í tilkynningunni segir: „TEAM-Iceland er framtíðarsýn starfshóps mennta- og barnamálaráðherra um íþrótta- og afreksmiðstöð.“ Framtíðarsýn ráðuneytisins er sem sé á ensku. Á fleiri stöðum í tilkynningunni er svo talað um „TEAM-Iceland verkefnið“. Það ætti ekki að þurfa að benda á að „TEAM-Iceland“ er ekki íslenska heldur enska. Það er ótrúlegt og óskiljanlegt að Mennta- og barnamálaráðuneytið af öllum aðilum skuli gefa verkefni sem það stendur fyrir enskt heiti – verkefni sem er ekki síst ætlað að höfða til barna og unglinga á „öllum stigum skólakerfisins“. Fyrir réttu ári var tilkynnt um stofnun ráðherranefndar um íslenska tungu sem mennta- og barnamálaráðherra situr í ásamt fjórum öðrum ráðherrum. Í fréttatilkynningu sem gefin var út af þessu tilefni var vísað í stjórnarsáttmála þar sem er „lögð sérstök áhersla á að börn og unglingar nýti tungumálið“. Heiti eins og „TEAM-Iceland“ vinnur einmitt gegn því með því að ýta undir þá hugsun sem virðist útbreidd að meira mark sé takandi á því sem hefur enskt heiti – að íslenskan sé of hallærisleg og heimóttarleg til að nota hana í heiti á eitthvað sem á að skipta máli. Einstök ensk heiti, skilti og auglýsingar verða vitanlega ekki til þess að drepa íslenskuna. En þau hafa táknrænt gildi og eru vísbending um afstöðuna til tungumálsins. Það er svolítið neyðarlegt að á sama tíma og Mennta- og barnamálaráðuneytið fer af stað með þetta verkefni sendir annað ráðuneyti, Menningar- og viðskiptaráðuneytið, frá sér tilkynningu um vitundarvakningu: „Að þessu sinni er vika íslenskunnar einnig nýtt til þess að vekja athygli á þeim breytingum sem eru að verða og hafa orðið á íslenskunni vegna enskra áhrifa og hvernig þær breytingar birtast í okkur vítt og breitt í samfélaginu og ekki hvað síst á samfélagsmiðlum, í einkaskilaboðum og jafnvel í opinberri umræðu“ (feitletrun mín). Vakin verður athygli á dæmum sem „endurspegla veruleika íslenskunnar eins og hann blasir við okkur“ – kannski væri ráð að hefja vitundarvakninguna innan Stjórnarráðsins og byrja á „TEAM-Iceland“. Það er oft sagt að ásókn enskunnar sé mesta ógnin við íslensku um þessar mundir en það er í raun og veru ekki rétt – enskan fer ekki lengra en við leyfum henni að fara. Mesta ógnin er miklu fremur andvaraleysi okkar sjálfra – óþörf enskunotkun í hugsunarleysi, metnaðarleysi fyrir hönd íslenskunnar, og skilningsleysi á því að það skipti máli að halda henni á lofti, alltaf og alls staðar. Þetta endurspeglast allt í heitinu „TEAM-Iceland.“ Eftir höfðinu dansa limirnir og ef stjórnvöld hafa ekki meiri metnað fyrir hönd íslenskunnar en þetta heiti bendir til er baráttan vonlítil. Í tilefni af viku íslenskrar tungu vonast ég til að ráðuneytið finni þessu verkefni íslenskt heiti hið snarasta. Í stíl við átakið Áfram íslenska gæti það t.d. heitið Áfram Ísland. Höfundur er uppgjafaprófessor í íslensku og málfarslegur aðgerðasinni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eiríkur Rögnvaldsson Íslensk tunga Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Stjórnsýsla Mest lesið Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Skoðun Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Hinn 8. nóvember birtist á vef Stjórnarráðsins tilkynning frá Mennta- og barnamálaráðuneytinu undir fyrirsögninni „Vinnum gullið – TEAM-Iceland til árangurs“. Í tilkynningunni segir: „TEAM-Iceland er framtíðarsýn starfshóps mennta- og barnamálaráðherra um íþrótta- og afreksmiðstöð.“ Framtíðarsýn ráðuneytisins er sem sé á ensku. Á fleiri stöðum í tilkynningunni er svo talað um „TEAM-Iceland verkefnið“. Það ætti ekki að þurfa að benda á að „TEAM-Iceland“ er ekki íslenska heldur enska. Það er ótrúlegt og óskiljanlegt að Mennta- og barnamálaráðuneytið af öllum aðilum skuli gefa verkefni sem það stendur fyrir enskt heiti – verkefni sem er ekki síst ætlað að höfða til barna og unglinga á „öllum stigum skólakerfisins“. Fyrir réttu ári var tilkynnt um stofnun ráðherranefndar um íslenska tungu sem mennta- og barnamálaráðherra situr í ásamt fjórum öðrum ráðherrum. Í fréttatilkynningu sem gefin var út af þessu tilefni var vísað í stjórnarsáttmála þar sem er „lögð sérstök áhersla á að börn og unglingar nýti tungumálið“. Heiti eins og „TEAM-Iceland“ vinnur einmitt gegn því með því að ýta undir þá hugsun sem virðist útbreidd að meira mark sé takandi á því sem hefur enskt heiti – að íslenskan sé of hallærisleg og heimóttarleg til að nota hana í heiti á eitthvað sem á að skipta máli. Einstök ensk heiti, skilti og auglýsingar verða vitanlega ekki til þess að drepa íslenskuna. En þau hafa táknrænt gildi og eru vísbending um afstöðuna til tungumálsins. Það er svolítið neyðarlegt að á sama tíma og Mennta- og barnamálaráðuneytið fer af stað með þetta verkefni sendir annað ráðuneyti, Menningar- og viðskiptaráðuneytið, frá sér tilkynningu um vitundarvakningu: „Að þessu sinni er vika íslenskunnar einnig nýtt til þess að vekja athygli á þeim breytingum sem eru að verða og hafa orðið á íslenskunni vegna enskra áhrifa og hvernig þær breytingar birtast í okkur vítt og breitt í samfélaginu og ekki hvað síst á samfélagsmiðlum, í einkaskilaboðum og jafnvel í opinberri umræðu“ (feitletrun mín). Vakin verður athygli á dæmum sem „endurspegla veruleika íslenskunnar eins og hann blasir við okkur“ – kannski væri ráð að hefja vitundarvakninguna innan Stjórnarráðsins og byrja á „TEAM-Iceland“. Það er oft sagt að ásókn enskunnar sé mesta ógnin við íslensku um þessar mundir en það er í raun og veru ekki rétt – enskan fer ekki lengra en við leyfum henni að fara. Mesta ógnin er miklu fremur andvaraleysi okkar sjálfra – óþörf enskunotkun í hugsunarleysi, metnaðarleysi fyrir hönd íslenskunnar, og skilningsleysi á því að það skipti máli að halda henni á lofti, alltaf og alls staðar. Þetta endurspeglast allt í heitinu „TEAM-Iceland.“ Eftir höfðinu dansa limirnir og ef stjórnvöld hafa ekki meiri metnað fyrir hönd íslenskunnar en þetta heiti bendir til er baráttan vonlítil. Í tilefni af viku íslenskrar tungu vonast ég til að ráðuneytið finni þessu verkefni íslenskt heiti hið snarasta. Í stíl við átakið Áfram íslenska gæti það t.d. heitið Áfram Ísland. Höfundur er uppgjafaprófessor í íslensku og málfarslegur aðgerðasinni.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar