Bíða þess að komast inn til að vökva og sækja erfðabreyttar plöntur Lovísa Arnardóttir skrifar 15. nóvember 2023 10:35 Berglind segir mikil verðmæti í gróðurhúsinu en að fyrirtækið geti unnið það upp missi þau gróðurhúsið. Reynt verður að sækja verðmættar erfðabreyttar plöntur í dag. Aðsend og Vísir/Vilhelm Teymi frá ORF líftæknifyrirtæki vonast til þess að geta sótt verðmætar erfðabreyttar plöntur í gróðurhús þeirra í Grindavík í dag. Einnig þarf að fylla á vökvakerfið en það var gert síðasta á sunnudag. Miklar skemmdir voru þá á gróðurhúsinu sem er beint fyrir ofan sprungusvæðið. Berglind Rán Ólafsdóttir, forstýra ORF líftæknifyrirtækis, er nú við Grindavíkurafleggjarann og bíður eftir leyfi að komast inn á svæðið. „Við erum að bíða efir svari, tilbúin ef kallið kemur,“ segir Berglind í samtali við fréttastofu. Teymi frá fyrirtækinu fór inn á sunnudag til að kanna aðstæður en framleiðslan er staðsett í gróðurhúsi sem er beint ofan á sprungunni sem hefur myndast í Grindavík. Þegar þau komu í húsið á sunnudag voru um tíu til tuttugu brotnir gluggar og sprungur í veggjum og gólfi. Berglind segist eiga von á því að það gætu verið meiri skemmdir núna. „Það sem stendur til er að gera fylla á vöktunarkerfið og taka eintak eða eintök af verðmætustu plöntunum,“ segir Berglind. Mjög verðmæt prótein í framleiðslu Plönturnar sem um ræðir eru erfðabreyttar plöntur sem framleiða verðmæt prótein. Til dæmis fyrir snyrti- og húðvörufyrirtækið Bioeffect og í framleiðslu á svokölluðu vistkjöti. „Þarna erum við í þróun á nýjum afbrigðum og framleiðslu fyrir Bioeffect. En við erum einnig með framleiðslu í Kanada.“ Ekkert á við missi Grindvíkinga Spurð um það tap sem þau standa frammi fyrir segir Berglind tjónið auðvitað mikið. Aðallega felist það þó í tapi á tíma í þróun. Missi þau gróðurhúsið séu þau að tapa tíma og í einhverjum tilvikum einu og hálfu ári á eftir í þróun í ákveðnum plöntum. Hún segir stöðuna erfiða en að það sé ekkert miðað við það sem Grindvíkingar gangi nú í gegnum. „Það er erfitt að hugsa um þetta, en það er ekkert erfitt miðað við það sem Grindvíkingar eru að kljást við. Þetta er allt annað samhengi. Við getum unnið þetta upp og erum ekki að missa heimili.“ Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Líftækni Umhverfismál Tengdar fréttir Skipta ORF Líftækni upp í tvö félög ORF Líftækni hefur verið skipt upp í tvö aðskilin fyrirtæki; ORF Líftækni og svo BIOEFFECT Holding ehf. Þetta var samþykkt einróma af hluthöfum á aðalfundi félagsins sem fram fór fyrir helgi. Liv Bergþórsdóttir forstjóri mun starfa áfram sem forstjóri beggja félaga en verður síðan forstjóri BIOEFFECT. 11. apríl 2022 12:55 Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Erlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Fleiri fréttir Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Svona var haldið upp á fimmtíu ára afmæli kvennafrídagsins Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Sjá meira
Berglind Rán Ólafsdóttir, forstýra ORF líftæknifyrirtækis, er nú við Grindavíkurafleggjarann og bíður eftir leyfi að komast inn á svæðið. „Við erum að bíða efir svari, tilbúin ef kallið kemur,“ segir Berglind í samtali við fréttastofu. Teymi frá fyrirtækinu fór inn á sunnudag til að kanna aðstæður en framleiðslan er staðsett í gróðurhúsi sem er beint ofan á sprungunni sem hefur myndast í Grindavík. Þegar þau komu í húsið á sunnudag voru um tíu til tuttugu brotnir gluggar og sprungur í veggjum og gólfi. Berglind segist eiga von á því að það gætu verið meiri skemmdir núna. „Það sem stendur til er að gera fylla á vöktunarkerfið og taka eintak eða eintök af verðmætustu plöntunum,“ segir Berglind. Mjög verðmæt prótein í framleiðslu Plönturnar sem um ræðir eru erfðabreyttar plöntur sem framleiða verðmæt prótein. Til dæmis fyrir snyrti- og húðvörufyrirtækið Bioeffect og í framleiðslu á svokölluðu vistkjöti. „Þarna erum við í þróun á nýjum afbrigðum og framleiðslu fyrir Bioeffect. En við erum einnig með framleiðslu í Kanada.“ Ekkert á við missi Grindvíkinga Spurð um það tap sem þau standa frammi fyrir segir Berglind tjónið auðvitað mikið. Aðallega felist það þó í tapi á tíma í þróun. Missi þau gróðurhúsið séu þau að tapa tíma og í einhverjum tilvikum einu og hálfu ári á eftir í þróun í ákveðnum plöntum. Hún segir stöðuna erfiða en að það sé ekkert miðað við það sem Grindvíkingar gangi nú í gegnum. „Það er erfitt að hugsa um þetta, en það er ekkert erfitt miðað við það sem Grindvíkingar eru að kljást við. Þetta er allt annað samhengi. Við getum unnið þetta upp og erum ekki að missa heimili.“
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Líftækni Umhverfismál Tengdar fréttir Skipta ORF Líftækni upp í tvö félög ORF Líftækni hefur verið skipt upp í tvö aðskilin fyrirtæki; ORF Líftækni og svo BIOEFFECT Holding ehf. Þetta var samþykkt einróma af hluthöfum á aðalfundi félagsins sem fram fór fyrir helgi. Liv Bergþórsdóttir forstjóri mun starfa áfram sem forstjóri beggja félaga en verður síðan forstjóri BIOEFFECT. 11. apríl 2022 12:55 Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Erlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Fleiri fréttir Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Svona var haldið upp á fimmtíu ára afmæli kvennafrídagsins Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Sjá meira
Skipta ORF Líftækni upp í tvö félög ORF Líftækni hefur verið skipt upp í tvö aðskilin fyrirtæki; ORF Líftækni og svo BIOEFFECT Holding ehf. Þetta var samþykkt einróma af hluthöfum á aðalfundi félagsins sem fram fór fyrir helgi. Liv Bergþórsdóttir forstjóri mun starfa áfram sem forstjóri beggja félaga en verður síðan forstjóri BIOEFFECT. 11. apríl 2022 12:55