Þetta er þriðji leikur íslenska liðsins í keppninni en strákarnir okkar eru á toppnum í riðlinum eftir tvo sigra í fyrstu tveimur leikjum sínum.
Íslenska liðið hafði áður unnið 2-1 sigur gegn Tékklandi og 1-0 sigur gegn Litháen.
Wales hefur leikið þrjá leiki, unnið Litháen en gert jafntefli við Danmörku og Tékkland. Þeir eru því taplausir eins og íslenska liðið en einu stigi á eftir.
Leikurinn í kvöld er annar leikur þjóðanna í þessum aldursflokki, en liðin mættust fyrst árið 2013 í vináttuleik. Sá leikur endaði með 3-0 sigri Wales.
Leikurinn hefst klukkan 18.00 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 5.