Beina sjónum sínum helst að miðju gangsins Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 16. nóvember 2023 11:55 Líklegasti upptakastaður, ef til goss kæmi, er yfir kvikuganginum að sögn Kristínar. Vísir/Vilhelm Smáskjálftavirkni í kvikuganginum við Sundhnúk heldur áfram og GPS gögn sýna að gliðnun heldur áfram. Jarðeðlisfræðingur og deildarstjóri hjá Veðurstofunni segir stöðuna svipaða og í gær og að þau eigi alveg eins von á gosi í dag, á morgun eða næstu daga. Tæplega þúsund skjálftar hafa riðið yfir í og við kvikuganginn frá miðnætti. Engir stærri skjálftar urðu í nótt, sá stærsti mældist 2,6 laust fyrir fimm en allflestir hafa skjálftarnir verið undir tveimur. Kristín Jónsdóttir deildarstjóri hjá Veðurstofunni segir stöðuna áfram svipaða. „Við höfum verið að horfa upp á smáskjálftavirkni í kvikuganginum og hún heldur áfram með svipuðum hætti og síðustu daga og við höfum verið að fylgjast með því að gangurinn, hann er að víkka, en það hefur heldur dregið úr þeim færslum. Það er hins vegar ekki þar með sagt að þetta minnki líkur á gosi, við sáum það eins og fyrir fyrsta gosið í Fagradalsfjalli að það var einmitt þá sem gosið kom og það var hreinlega farið að draga úr þessum færslum og úr skjálftavirkni og þá fengum við gosið þannig að það verður ennþá að teljast líkur á því að það geti gerst.“ Gasmælar sýna enn ekki neinn verulegan styrk á kvikugasi. Líklegasti upptakastaður, ef til goss kæmi, er yfir kvikuganginum að sögn Kristínar. „Sjónir okkar beinast helst að miðju gangsins. Það virðist vera mestar færslur þar og við teljum líklegast að það gos yrði þar en við getum ekki útilokað að það yrði annars staðar.“ Kristín segir að vísindamenn séu á tánum og fylgist vel með. „og í rauninni má segja að við séum bara í svipaðri stöðu og í gær og í fyrradag. Við erum að fylgjast mjög vel með og eigum alveg eins von á gosi í dag eða á morgun eða næstu daga og erum að fylgjast mjög vel þeim merkjum varðandi það að kvikan sé að færast nær yfirborði,“ segir Kristín Jónsdóttir jarðeðlisfræðingur og deildarstjóri hjá Veðurstofu Íslands. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Tengdar fréttir Ef gos hefst nærri Þorbirni gæti hraun þá runnið inn í Grindavík? „Ef gýs nærri Þorbirni getur það vissulega gerst að hraun rynni inn í Grindavík. Það fer þó eftir hvar gossprunga er staðsett hversu útsettur bærinn er fyrir hraunrennsli.“ 16. nóvember 2023 09:03 Hvetur þá sem þegar hafa farið inn í Grindavík að hleypa öðrum að Rafmagn fór af hluta Grindavíkur seinni partinn í dag. Yfirlögreglustjóri Almannavarna segir viðgerðarfólk á vegum HS veitna muni fara inn í Grindavík á morgun ef hættumat leyfir. Þá biðlar hann til íbúa Grindavíkur sem þegar hafa fengið að fara heim að hleypa hinum á undan sér. 16. nóvember 2023 00:05 Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Innlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Erlent Fleiri fréttir Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Sjá meira
Tæplega þúsund skjálftar hafa riðið yfir í og við kvikuganginn frá miðnætti. Engir stærri skjálftar urðu í nótt, sá stærsti mældist 2,6 laust fyrir fimm en allflestir hafa skjálftarnir verið undir tveimur. Kristín Jónsdóttir deildarstjóri hjá Veðurstofunni segir stöðuna áfram svipaða. „Við höfum verið að horfa upp á smáskjálftavirkni í kvikuganginum og hún heldur áfram með svipuðum hætti og síðustu daga og við höfum verið að fylgjast með því að gangurinn, hann er að víkka, en það hefur heldur dregið úr þeim færslum. Það er hins vegar ekki þar með sagt að þetta minnki líkur á gosi, við sáum það eins og fyrir fyrsta gosið í Fagradalsfjalli að það var einmitt þá sem gosið kom og það var hreinlega farið að draga úr þessum færslum og úr skjálftavirkni og þá fengum við gosið þannig að það verður ennþá að teljast líkur á því að það geti gerst.“ Gasmælar sýna enn ekki neinn verulegan styrk á kvikugasi. Líklegasti upptakastaður, ef til goss kæmi, er yfir kvikuganginum að sögn Kristínar. „Sjónir okkar beinast helst að miðju gangsins. Það virðist vera mestar færslur þar og við teljum líklegast að það gos yrði þar en við getum ekki útilokað að það yrði annars staðar.“ Kristín segir að vísindamenn séu á tánum og fylgist vel með. „og í rauninni má segja að við séum bara í svipaðri stöðu og í gær og í fyrradag. Við erum að fylgjast mjög vel með og eigum alveg eins von á gosi í dag eða á morgun eða næstu daga og erum að fylgjast mjög vel þeim merkjum varðandi það að kvikan sé að færast nær yfirborði,“ segir Kristín Jónsdóttir jarðeðlisfræðingur og deildarstjóri hjá Veðurstofu Íslands.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Tengdar fréttir Ef gos hefst nærri Þorbirni gæti hraun þá runnið inn í Grindavík? „Ef gýs nærri Þorbirni getur það vissulega gerst að hraun rynni inn í Grindavík. Það fer þó eftir hvar gossprunga er staðsett hversu útsettur bærinn er fyrir hraunrennsli.“ 16. nóvember 2023 09:03 Hvetur þá sem þegar hafa farið inn í Grindavík að hleypa öðrum að Rafmagn fór af hluta Grindavíkur seinni partinn í dag. Yfirlögreglustjóri Almannavarna segir viðgerðarfólk á vegum HS veitna muni fara inn í Grindavík á morgun ef hættumat leyfir. Þá biðlar hann til íbúa Grindavíkur sem þegar hafa fengið að fara heim að hleypa hinum á undan sér. 16. nóvember 2023 00:05 Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Innlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Erlent Fleiri fréttir Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Sjá meira
Ef gos hefst nærri Þorbirni gæti hraun þá runnið inn í Grindavík? „Ef gýs nærri Þorbirni getur það vissulega gerst að hraun rynni inn í Grindavík. Það fer þó eftir hvar gossprunga er staðsett hversu útsettur bærinn er fyrir hraunrennsli.“ 16. nóvember 2023 09:03
Hvetur þá sem þegar hafa farið inn í Grindavík að hleypa öðrum að Rafmagn fór af hluta Grindavíkur seinni partinn í dag. Yfirlögreglustjóri Almannavarna segir viðgerðarfólk á vegum HS veitna muni fara inn í Grindavík á morgun ef hættumat leyfir. Þá biðlar hann til íbúa Grindavíkur sem þegar hafa fengið að fara heim að hleypa hinum á undan sér. 16. nóvember 2023 00:05