Nálgun MAST svo varfærin að hún gangi í raun gegn markmiðum um dýravelferð Hólmfríður Gísladóttir skrifar 17. nóvember 2023 06:56 „Mikilvægur hluti uppbyggingar trausts felst í vandaðri innri og ytri upplýsingagjöf. Matvælastofnun þarf að huga mun betur að þessum málum,“ segir í skýrslu Ríkisendurskoðunar. Vísir/Vilhelm Matvælastofnun hefur ekki tekist nægilega vel að byggja upp það traust sem nauðsynlegt er hverri eftirlitsstofnun. Þá hefur MAST sýnt langlundargeð í einstaka málum þar sem velferð dýra er ábótavant. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri skýrslu Ríkisendurskoðunar um eftirlit Matvælastofnunar með velferð búfjár. Þar segir einnig að á sama tíma og það sé mikilvægt að málsmeðferð við beitingu íþyngjandi úrræða sé vönduð, þurfi MAST að leggja aukna áherslu á að stjórnsýsluleg framkvæmd verði ekki á kostnað velferðar dýra. Þá þurfi stofnunin að huga mun betur að innri og ytri upplýsingagjöf, virkja betur samstarfsráð sitt og bæta samskipti og samstarf við hagaðila. MAST þurfi einnig að þróa skipulag, verklag og framkvæmd eftirlits nánar og beita áhættu- og frammistöðumati í meira mæli en gert er. Ríkisendurskoðun setur fram sjö ábendingar til Matvælastofnunar. Frávik skráð árum og áratugum saman án úrbóta Ekki er annað að sjá en að skýrslan sé þungur áfellisdómur á starfsháttum Matvælastofnunar. Þar segir meðal annars: „Ýmsa vankanta má finna á framkvæmd eftirlits MAST í einstaka málum. Að mati Ríkisendurskoðunar hefur MAST í einhverjum málum sýnt of mikið langlundargeð og í öðrum tilvikum hafa aðgerðir ekki verið nægilega markvissar og eftirfylgni ábótavant. Þá verður að draga þá ályktun að nálgun stofnunarinnar gagnvart stjórnsýslulegri meðferð sé í einhverjum tilvikum svo varfærin að hún gangi í raun gegn markmiðum laga um velferð dýra.“ Segir að dæmi séu um þétt eftirlit MAST með búrekstri þar sem fjöldi frávika er skráður árum og jafnvel áratugum saman án þess að aðstæður batni til frambúðar. „Markmið laga um velferð dýra er að stuðla að velferð dýra, þ.e. að þau séu m.a. laus við vanlíðan, hungur og þorsta, ótta og þjáningar. Enn fremur að dýr geti sýnt sitt eðlilega atferli eins og frekast er unnt. Með tilliti til þessa verður að teljast óásættanlegt að langur tími líði þar sem dýr líða hungur, vanlíðan og þjáningar eða búi við óviðunandi aðstæður,“ segir Ríkisendurskoðun. Af gögnum virðist mótstaða eða samstarfsvilji umráðamann dýranna hafa áhrif á það til hvaða aðgerða MAST grípur og hvenær. Takmarkað traust og upplýsingaflæði Ríkisendurskoðun segir einnig að það sé alvarlegt hversu mikið vantraust ríki í garð Matvælastofnunar, bæði meðal fagfólks og almennings. „Stofnunin þarf að róa að því öllum árum að byggja upp traust, en það er grundvöllur þess að hún geti leyst verkefni sín farsællega af hendi. MAST ætti jafnframt að taka gagnrýni á störf sín af meiri auðmýkt og fagna því að fylgst sé með málaflokknum úr ýmsum áttum og hversu margir láta sig málefni dýravelferðar varða. Til að byggja upp traust í dýravelferðarmálum þarf stofnunin að gæta þess að framkvæmd eftirlitsins sé vönduð og til þess fallin að bæta stöðu dýra. Þá er það, vegna eðlis og umfangs eftirlitsins, viðvarandi verkefni MAST að vera á varðbergi gagnvart mögulegum hagsmunatengslum og hæfi starfsmanna.“ Ástæða sé fyrir Matvælastofnun að skoða hvort þörf sé á upplýsingafulltrúa eða annarri varanlegri faglegri ráðgjöf vegna upplýsinga- og samskiptamála. Landbúnaður Dýr Dýraheilbrigði Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fleiri fréttir Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi Sjá meira
Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri skýrslu Ríkisendurskoðunar um eftirlit Matvælastofnunar með velferð búfjár. Þar segir einnig að á sama tíma og það sé mikilvægt að málsmeðferð við beitingu íþyngjandi úrræða sé vönduð, þurfi MAST að leggja aukna áherslu á að stjórnsýsluleg framkvæmd verði ekki á kostnað velferðar dýra. Þá þurfi stofnunin að huga mun betur að innri og ytri upplýsingagjöf, virkja betur samstarfsráð sitt og bæta samskipti og samstarf við hagaðila. MAST þurfi einnig að þróa skipulag, verklag og framkvæmd eftirlits nánar og beita áhættu- og frammistöðumati í meira mæli en gert er. Ríkisendurskoðun setur fram sjö ábendingar til Matvælastofnunar. Frávik skráð árum og áratugum saman án úrbóta Ekki er annað að sjá en að skýrslan sé þungur áfellisdómur á starfsháttum Matvælastofnunar. Þar segir meðal annars: „Ýmsa vankanta má finna á framkvæmd eftirlits MAST í einstaka málum. Að mati Ríkisendurskoðunar hefur MAST í einhverjum málum sýnt of mikið langlundargeð og í öðrum tilvikum hafa aðgerðir ekki verið nægilega markvissar og eftirfylgni ábótavant. Þá verður að draga þá ályktun að nálgun stofnunarinnar gagnvart stjórnsýslulegri meðferð sé í einhverjum tilvikum svo varfærin að hún gangi í raun gegn markmiðum laga um velferð dýra.“ Segir að dæmi séu um þétt eftirlit MAST með búrekstri þar sem fjöldi frávika er skráður árum og jafnvel áratugum saman án þess að aðstæður batni til frambúðar. „Markmið laga um velferð dýra er að stuðla að velferð dýra, þ.e. að þau séu m.a. laus við vanlíðan, hungur og þorsta, ótta og þjáningar. Enn fremur að dýr geti sýnt sitt eðlilega atferli eins og frekast er unnt. Með tilliti til þessa verður að teljast óásættanlegt að langur tími líði þar sem dýr líða hungur, vanlíðan og þjáningar eða búi við óviðunandi aðstæður,“ segir Ríkisendurskoðun. Af gögnum virðist mótstaða eða samstarfsvilji umráðamann dýranna hafa áhrif á það til hvaða aðgerða MAST grípur og hvenær. Takmarkað traust og upplýsingaflæði Ríkisendurskoðun segir einnig að það sé alvarlegt hversu mikið vantraust ríki í garð Matvælastofnunar, bæði meðal fagfólks og almennings. „Stofnunin þarf að róa að því öllum árum að byggja upp traust, en það er grundvöllur þess að hún geti leyst verkefni sín farsællega af hendi. MAST ætti jafnframt að taka gagnrýni á störf sín af meiri auðmýkt og fagna því að fylgst sé með málaflokknum úr ýmsum áttum og hversu margir láta sig málefni dýravelferðar varða. Til að byggja upp traust í dýravelferðarmálum þarf stofnunin að gæta þess að framkvæmd eftirlitsins sé vönduð og til þess fallin að bæta stöðu dýra. Þá er það, vegna eðlis og umfangs eftirlitsins, viðvarandi verkefni MAST að vera á varðbergi gagnvart mögulegum hagsmunatengslum og hæfi starfsmanna.“ Ástæða sé fyrir Matvælastofnun að skoða hvort þörf sé á upplýsingafulltrúa eða annarri varanlegri faglegri ráðgjöf vegna upplýsinga- og samskiptamála.
Landbúnaður Dýr Dýraheilbrigði Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fleiri fréttir Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi Sjá meira