Gæti kvikugangur leitað undir Reykjanesbæ? Hólmfríður Gísladóttir skrifar 17. nóvember 2023 09:44 Kort sem sýnir sprungusveima á Reykjanesskaga. Reykjanessbær er utan sprungusveims Reykjaness en Grindavík innan hans. Enn fremur sést að austustu úthverfi Reykjavíkur, Kópavogs og Garðabæjar liggja innan sprungusveims Krýsuvíkur. Grindavík liggur innan sprungusveims og sprungusveimur eldstöðvarkerfis Krýsuvíkur liggur um austustu úthverfi Reykjavíkur, Kópavogs og Garðabæjar. Reykjanesbær liggur hins vegar utan sprungusveima. Þetta segir í svari Páls Einarssonar, prófessors emeritus í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands, á Vísindavef HÍ við spurningunni „Hversu langt geta kvikugangar brotið sér leið? Gæti kvikugangur t.d. leitað undir Reykjanesbæ?“ „Kvikugangur er í raun sprunga í bergi sem er full af bergkviku. Sprungan myndast fyrir tilstilli spennu í berginu og ef vökvi er til staðar fyllir hann sprunguna jafnharðan og hún myndast. Þetta má orða á þann hátt að bergið brotni þegar spennan fer yfir brotmörk bergsins. Vökvinn, í þessu tilfelli kvikan, lækkar brotmörkin og getur þannig leitt til þess að sprunga myndast og stækkar þótt spennan breytist ekki,“ segir í svarinu. Ekkert mæli gegn því kvikugangar geti ferðast lárétt í jarðskorpunni, jafnvel langar vegalengdir. Það ráði bergspennan mestu. Hér á landi ríki lárétt togspenna og allt eins líklegt að kvikugangurinn eigi auðveldara með að mynda lóðrétta sprungu sem breiðist út í lárétta stefnu. Við réttar aðstæður geti slíkur gangur ferðast langar leiðir. Í umbrotunum við Kröflu á árunum 1975 til 1984 náði lengsti gangurinn frá Kröflu og út í Öxarfjörð, um 60 km. Þá myndaðist 48 km gangur í umbrotunum í Holuhrauni árið 2014, sem náði frá Bárðarbungu og til gosstöðvanna. „Kvikugangur skilur eftir sig spor ef hann er nógu stór og nálægt yfirborði. Á yfirborðinu kemur fram sprungukerfi, sprungusveimur, sem endurspeglar legu gangsins og dýpi niður á hann. Beint yfir ganginum myndast venjulega sigdalur. Á Reykjanesskaga koma fram nokkrir slíkir og má með nokkurri vissu nota þá til marks um hvar gangar hafa farið um og hvar ekki. Grindavík liggur innan slíks sprungusveims og sprungusveimur eldstöðvarkerfis Krýsuvíkur liggur um austustu úthverfi Reykjavíkur, Kópavogs og Garðabæjar, eins og sést á kortinu hér fyrir ofan sem fengið er úr grein Páls Einarssonar o. fl. (2017). Reykjanesbær liggur hins vegar utan sprungusveima.“ Svarið í heild má finna á Vísindavef HÍ. Eldgos og jarðhræringar Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Vísindi Tengdar fréttir Vaktin: Íbúar inn klukkan 9 og fyrirtækin klukkan 14 Um 500 jarðskjálftar hafa mælst við kvikuganginn á Reykjanesinu frá miðnætti. Skjálftum virðist fara fækkandi og aðeins einn skjálfti mælst stærri en 3,0 síðustu 48 klukkustundir og aðeins 43 stærri en 2,0 samkvæmt töflu Veðurstofu Íslands. 17. nóvember 2023 06:34 Ef gos hefst nærri Þorbirni gæti hraun þá runnið inn í Grindavík? „Ef gýs nærri Þorbirni getur það vissulega gerst að hraun rynni inn í Grindavík. Það fer þó eftir hvar gossprunga er staðsett hversu útsettur bærinn er fyrir hraunrennsli.“ 16. nóvember 2023 09:03 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Þetta segir í svari Páls Einarssonar, prófessors emeritus í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands, á Vísindavef HÍ við spurningunni „Hversu langt geta kvikugangar brotið sér leið? Gæti kvikugangur t.d. leitað undir Reykjanesbæ?“ „Kvikugangur er í raun sprunga í bergi sem er full af bergkviku. Sprungan myndast fyrir tilstilli spennu í berginu og ef vökvi er til staðar fyllir hann sprunguna jafnharðan og hún myndast. Þetta má orða á þann hátt að bergið brotni þegar spennan fer yfir brotmörk bergsins. Vökvinn, í þessu tilfelli kvikan, lækkar brotmörkin og getur þannig leitt til þess að sprunga myndast og stækkar þótt spennan breytist ekki,“ segir í svarinu. Ekkert mæli gegn því kvikugangar geti ferðast lárétt í jarðskorpunni, jafnvel langar vegalengdir. Það ráði bergspennan mestu. Hér á landi ríki lárétt togspenna og allt eins líklegt að kvikugangurinn eigi auðveldara með að mynda lóðrétta sprungu sem breiðist út í lárétta stefnu. Við réttar aðstæður geti slíkur gangur ferðast langar leiðir. Í umbrotunum við Kröflu á árunum 1975 til 1984 náði lengsti gangurinn frá Kröflu og út í Öxarfjörð, um 60 km. Þá myndaðist 48 km gangur í umbrotunum í Holuhrauni árið 2014, sem náði frá Bárðarbungu og til gosstöðvanna. „Kvikugangur skilur eftir sig spor ef hann er nógu stór og nálægt yfirborði. Á yfirborðinu kemur fram sprungukerfi, sprungusveimur, sem endurspeglar legu gangsins og dýpi niður á hann. Beint yfir ganginum myndast venjulega sigdalur. Á Reykjanesskaga koma fram nokkrir slíkir og má með nokkurri vissu nota þá til marks um hvar gangar hafa farið um og hvar ekki. Grindavík liggur innan slíks sprungusveims og sprungusveimur eldstöðvarkerfis Krýsuvíkur liggur um austustu úthverfi Reykjavíkur, Kópavogs og Garðabæjar, eins og sést á kortinu hér fyrir ofan sem fengið er úr grein Páls Einarssonar o. fl. (2017). Reykjanesbær liggur hins vegar utan sprungusveima.“ Svarið í heild má finna á Vísindavef HÍ.
Eldgos og jarðhræringar Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Vísindi Tengdar fréttir Vaktin: Íbúar inn klukkan 9 og fyrirtækin klukkan 14 Um 500 jarðskjálftar hafa mælst við kvikuganginn á Reykjanesinu frá miðnætti. Skjálftum virðist fara fækkandi og aðeins einn skjálfti mælst stærri en 3,0 síðustu 48 klukkustundir og aðeins 43 stærri en 2,0 samkvæmt töflu Veðurstofu Íslands. 17. nóvember 2023 06:34 Ef gos hefst nærri Þorbirni gæti hraun þá runnið inn í Grindavík? „Ef gýs nærri Þorbirni getur það vissulega gerst að hraun rynni inn í Grindavík. Það fer þó eftir hvar gossprunga er staðsett hversu útsettur bærinn er fyrir hraunrennsli.“ 16. nóvember 2023 09:03 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Vaktin: Íbúar inn klukkan 9 og fyrirtækin klukkan 14 Um 500 jarðskjálftar hafa mælst við kvikuganginn á Reykjanesinu frá miðnætti. Skjálftum virðist fara fækkandi og aðeins einn skjálfti mælst stærri en 3,0 síðustu 48 klukkustundir og aðeins 43 stærri en 2,0 samkvæmt töflu Veðurstofu Íslands. 17. nóvember 2023 06:34
Ef gos hefst nærri Þorbirni gæti hraun þá runnið inn í Grindavík? „Ef gýs nærri Þorbirni getur það vissulega gerst að hraun rynni inn í Grindavík. Það fer þó eftir hvar gossprunga er staðsett hversu útsettur bærinn er fyrir hraunrennsli.“ 16. nóvember 2023 09:03