Fyrirtækjum hleypt inn í morgun þrátt fyrir skilaboð um annað Hólmfríður Gísladóttir skrifar 17. nóvember 2023 10:55 Einn stór flutningabíll fór inn á svæðið og tveir minni bílar merktir Nettó. Skjáskot „Íbúarnir eru í algjörum forgangi hjá okkur og hafa verið. En síðan erum við með fjöldann allan af fyrirtækjum sem meðal annars eru inni á þessu rauða svæði, á þessu korti sem fór út frá okkur áðan, og þetta er bara svo svakalega stórt og umfangið svo mikið.“ Þetta sagði Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjórinn á Suðurnesjum, í samtali rétt í þessu en fréttastofu barst í morgun ábending og myndskeið frá reiðum íbúa í Grindavík, sem varð vitni að því rétt fyrir klukkan 9 að bílum frá fyrirtæki eða fyrirtækjum var hleypt inn í bæinn. Lögregla og Almannavarnir höfðu áður sent út tilkynningar um að þeim íbúum sem aðgerðastjórn hefði haft samband við yrði hleypt inn í bæinn klukkan 9 í dag en fyrirtækjum klukkan 14. Heimild til íbúa næði til 90 fasteigna. „Við erum auðvitað með sértækar aðgerðir í gangi jafnframt,“ sagði Úlfar. „Aðaláherslan er á að sinna íbúum og við komust ekki yfir fleiri eignir í dag en á sama tíma erum við að vinna á öðrum svæðum, þótt að það sé kannski ekki alltaf tekið fram í tilkynningum.“ Úlfar sagði um að ræða gríðarstóra aðgerð. „Við erum að reyna að sinna fyrirtækjunum eins og nokkur kostur er og þetta snýr að verðmætabjörgun en höfuðáherslan og okkar mannskapur, svotil allur, er í því að aðstoða íbúa við að komast í sínar eignir á rauða svæðinu. Það er bara þannig.“ Inntur eftir því hvort hann hefði skilning á því að íbúar upplifðu að það væri ekki mikið gagnsæi í aðgerðunum sagði Úlfar: „Það eru hamfarir í gangi hérna á Reykjanesi, þú áttar þig á því, og við getum ekki sagt frá öllu því sem við gerum. Það er bara ekki þannig. En við segjum auðvitað frá því allra, allra helsta og ég held að við höfum gert það bara nokkuð vel.“ Það sem gefið var út í morgun um tímasetningar sé reglan en „ef við höfum svigrúm til þess að bregðast við beiðnum hvað varðar verðmætabjörgun þá reynum við að nýta tímann eins vel og nokkur kostur er. Það er okkar verklag. Við erum alltaf að reyna að gera eilítið betur en við getum.“ Mannskapurinn sé takmörkuð auðlind en Úlfar ítrekar að íbúar séu í fyrsta sæti. Uppfært klukkan 11:11 Lögreglan á Suðurnesjum hefur sent frá sér eftirfarandi tilkynningu. „Vakin er athygli á því að af öryggisástæðum er ekki hægt að taka fleiri íbúa inn á mesta hættusvæðið í dag. Það færi gegn ráðleggingum okkar helstu sérfræðinga hjá Veðurstofu Íslands og samstarfsaðila við Háskóla Íslands. Fyrirtækjum verður sinnt eins og áður segir frá kl. 14. Haft hefur verið samband við þau fyrirtæki. Á sama tíma er unnið að sértækum aðgerðum sem ekki komu fram í fréttatilkynningu lögreglustjóra nú í morgun, m.a. verðmætabjörgun úr verslun Samkaupa í Grindavík ásamt öðrum verkefnum. Verðmætabjörgun sem fyrr er undir eftirliti viðbragðsaðila.“ Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Innlent Willum íhugar formannsframboð Innlent Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Innlent Fleiri fréttir Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Sjá meira
Þetta sagði Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjórinn á Suðurnesjum, í samtali rétt í þessu en fréttastofu barst í morgun ábending og myndskeið frá reiðum íbúa í Grindavík, sem varð vitni að því rétt fyrir klukkan 9 að bílum frá fyrirtæki eða fyrirtækjum var hleypt inn í bæinn. Lögregla og Almannavarnir höfðu áður sent út tilkynningar um að þeim íbúum sem aðgerðastjórn hefði haft samband við yrði hleypt inn í bæinn klukkan 9 í dag en fyrirtækjum klukkan 14. Heimild til íbúa næði til 90 fasteigna. „Við erum auðvitað með sértækar aðgerðir í gangi jafnframt,“ sagði Úlfar. „Aðaláherslan er á að sinna íbúum og við komust ekki yfir fleiri eignir í dag en á sama tíma erum við að vinna á öðrum svæðum, þótt að það sé kannski ekki alltaf tekið fram í tilkynningum.“ Úlfar sagði um að ræða gríðarstóra aðgerð. „Við erum að reyna að sinna fyrirtækjunum eins og nokkur kostur er og þetta snýr að verðmætabjörgun en höfuðáherslan og okkar mannskapur, svotil allur, er í því að aðstoða íbúa við að komast í sínar eignir á rauða svæðinu. Það er bara þannig.“ Inntur eftir því hvort hann hefði skilning á því að íbúar upplifðu að það væri ekki mikið gagnsæi í aðgerðunum sagði Úlfar: „Það eru hamfarir í gangi hérna á Reykjanesi, þú áttar þig á því, og við getum ekki sagt frá öllu því sem við gerum. Það er bara ekki þannig. En við segjum auðvitað frá því allra, allra helsta og ég held að við höfum gert það bara nokkuð vel.“ Það sem gefið var út í morgun um tímasetningar sé reglan en „ef við höfum svigrúm til þess að bregðast við beiðnum hvað varðar verðmætabjörgun þá reynum við að nýta tímann eins vel og nokkur kostur er. Það er okkar verklag. Við erum alltaf að reyna að gera eilítið betur en við getum.“ Mannskapurinn sé takmörkuð auðlind en Úlfar ítrekar að íbúar séu í fyrsta sæti. Uppfært klukkan 11:11 Lögreglan á Suðurnesjum hefur sent frá sér eftirfarandi tilkynningu. „Vakin er athygli á því að af öryggisástæðum er ekki hægt að taka fleiri íbúa inn á mesta hættusvæðið í dag. Það færi gegn ráðleggingum okkar helstu sérfræðinga hjá Veðurstofu Íslands og samstarfsaðila við Háskóla Íslands. Fyrirtækjum verður sinnt eins og áður segir frá kl. 14. Haft hefur verið samband við þau fyrirtæki. Á sama tíma er unnið að sértækum aðgerðum sem ekki komu fram í fréttatilkynningu lögreglustjóra nú í morgun, m.a. verðmætabjörgun úr verslun Samkaupa í Grindavík ásamt öðrum verkefnum. Verðmætabjörgun sem fyrr er undir eftirliti viðbragðsaðila.“
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Innlent Willum íhugar formannsframboð Innlent Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Innlent Fleiri fréttir Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Sjá meira