Upplýsingafulltrúi væri kærkomin viðbót hjá MAST Kristín Ólafsdóttir skrifar 17. nóvember 2023 11:54 Hrönn Ólína Jörundsdóttir, forstjóri Matvælastofnunar. vísir/egill Forstjóri Matvælastofnunar segir að ný skýrsla Ríkisendurskoðunar, þar sem ýmsar athugasemdir eru gerðar við starfsemi stofnunarinnar, varpi fyrst og fremst ljósi á viðvarandi fjárskort MAST. Stofnunin muni taka ábendingar í skýrslunni til sín, sem gefi mögulega tilefni til þess að endurskoða þörf á upplýsingafulltrúa. Skýrsla Ríkisendurskoðunar var birt í gær og varðar sérstaklega eftirlit Matvælastofnunar með velferð búfjár. Þar kemur meðal annars fram að stofnunin hafi ekki náð að byggja upp nauðsynlegt traust og sýnt langlundargeð í einstaka málum þar sem velferð dýra er ábótavant. Hrönn Ólína Jörundsdóttir forstjóri Matvælastofnunar segir rauða þráðinn í skýrslunni viðvarandi fjárskort. „Og það má alveg tengja stóran hluta þessara ábendinga sem koma fram í skýrslunni við fjármögnunarörðugleika. Og það markast kannski fyrst og fremst af því að gjaldskrá stofnunarinnar stendur ekki undir því eftirliti sem þarf að sinna til að tryggja öryggi okkar skjólstæðinga.“ Fram kemur í skýrslunni að dæmi sé um þétt eftirlit MAST með búrekstri þar sem fjöldi frávika er skráður árum og jafnvel áratugum saman án þess að aðstæður batni til frambúðar. Innt eftir því hvort þetta megi skrifa eingöngu á fjárskort, hvort ekki mætti forgangsraða betur innan stofnunarinnar, segir Hrönn að lög um velferð dýra hafi ekki verið sett á laggirnar fyrr en 2013. Taka ábendingarnar til sín „Þannig að áratugum saman er djúpt í árina tekið, þar sem við getum ekki borið ábyrgð á því sem gerist áður en stofnunin verður til í fyrsta lagi,“ segir Hrönn. Ríkisendurskoðun telur ástæðu til að skoða hvort þörf sé á upplýsingafulltrúa, stöðu sem lögð var niður í hagræðingum 2021, bendir Hrönn á. Nú sé tækifæri til að endurskoða heimildir til upplýsingagjafar. „Það er þarna ýmislegt sem er erfitt fyrir okkur að miðla og það hefur verið mikil áskorun. Og ég held að það væri ljómandi gott tækifæri til að skoða hverjar heimildir okkar eru til miðlunar upplýsinga. En það klárlega myndi hjálpa okkur ef við hefðum aðila hérna innanhúss sem gæti þá haldið utan um miðlun til almennings og fræðslu.“ Þannig að þið lítið alls ekki á þetta sem áfellisdóm? „Ég lít á þetta þannig að við klárlega tökum þessar ábendingar til okkar og ég held líka að umræðan á Íslandi varðandi dýravelferð hafi stórbatnað á síðustu tíu árum sem er gríðarlega jákvætt. Það setur bara klárlega aukna pressu á okkur og við reynum að standa undir henni.“ Dýraheilbrigði Stjórnsýsla Tengdar fréttir Nálgun MAST svo varfærin að hún gangi í raun gegn markmiðum um dýravelferð Matvælastofnun hefur ekki tekist nægilega vel að byggja upp það traust sem nauðsynlegt er hverri eftirlitsstofnun. Þá hefur MAST sýnt langlundargeð í einstaka málum þar sem velferð dýra er ábótavant. 17. nóvember 2023 06:56 Mest lesið Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Erlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Fleiri fréttir Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Sjá meira
Skýrsla Ríkisendurskoðunar var birt í gær og varðar sérstaklega eftirlit Matvælastofnunar með velferð búfjár. Þar kemur meðal annars fram að stofnunin hafi ekki náð að byggja upp nauðsynlegt traust og sýnt langlundargeð í einstaka málum þar sem velferð dýra er ábótavant. Hrönn Ólína Jörundsdóttir forstjóri Matvælastofnunar segir rauða þráðinn í skýrslunni viðvarandi fjárskort. „Og það má alveg tengja stóran hluta þessara ábendinga sem koma fram í skýrslunni við fjármögnunarörðugleika. Og það markast kannski fyrst og fremst af því að gjaldskrá stofnunarinnar stendur ekki undir því eftirliti sem þarf að sinna til að tryggja öryggi okkar skjólstæðinga.“ Fram kemur í skýrslunni að dæmi sé um þétt eftirlit MAST með búrekstri þar sem fjöldi frávika er skráður árum og jafnvel áratugum saman án þess að aðstæður batni til frambúðar. Innt eftir því hvort þetta megi skrifa eingöngu á fjárskort, hvort ekki mætti forgangsraða betur innan stofnunarinnar, segir Hrönn að lög um velferð dýra hafi ekki verið sett á laggirnar fyrr en 2013. Taka ábendingarnar til sín „Þannig að áratugum saman er djúpt í árina tekið, þar sem við getum ekki borið ábyrgð á því sem gerist áður en stofnunin verður til í fyrsta lagi,“ segir Hrönn. Ríkisendurskoðun telur ástæðu til að skoða hvort þörf sé á upplýsingafulltrúa, stöðu sem lögð var niður í hagræðingum 2021, bendir Hrönn á. Nú sé tækifæri til að endurskoða heimildir til upplýsingagjafar. „Það er þarna ýmislegt sem er erfitt fyrir okkur að miðla og það hefur verið mikil áskorun. Og ég held að það væri ljómandi gott tækifæri til að skoða hverjar heimildir okkar eru til miðlunar upplýsinga. En það klárlega myndi hjálpa okkur ef við hefðum aðila hérna innanhúss sem gæti þá haldið utan um miðlun til almennings og fræðslu.“ Þannig að þið lítið alls ekki á þetta sem áfellisdóm? „Ég lít á þetta þannig að við klárlega tökum þessar ábendingar til okkar og ég held líka að umræðan á Íslandi varðandi dýravelferð hafi stórbatnað á síðustu tíu árum sem er gríðarlega jákvætt. Það setur bara klárlega aukna pressu á okkur og við reynum að standa undir henni.“
Dýraheilbrigði Stjórnsýsla Tengdar fréttir Nálgun MAST svo varfærin að hún gangi í raun gegn markmiðum um dýravelferð Matvælastofnun hefur ekki tekist nægilega vel að byggja upp það traust sem nauðsynlegt er hverri eftirlitsstofnun. Þá hefur MAST sýnt langlundargeð í einstaka málum þar sem velferð dýra er ábótavant. 17. nóvember 2023 06:56 Mest lesið Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Erlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Fleiri fréttir Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Sjá meira
Nálgun MAST svo varfærin að hún gangi í raun gegn markmiðum um dýravelferð Matvælastofnun hefur ekki tekist nægilega vel að byggja upp það traust sem nauðsynlegt er hverri eftirlitsstofnun. Þá hefur MAST sýnt langlundargeð í einstaka málum þar sem velferð dýra er ábótavant. 17. nóvember 2023 06:56
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent