Hvað verður um plastið þitt? Gunnar Dofri Ólafsson skrifar 18. nóvember 2023 07:00 Plast er algjört undraefni. Það framlengir líftíma matvæla og er nauðsynlegt í heilbrigðisþjónustu og ýmsum iðnaði. En plast á sínar skuggahliðar. Við notum allt of mikið af því og framleiðendur mættu leggja sig betur fram við að framleiða og setja á markað plast sem er auðveldara að endurvinna. Plast hverfur ekki eða eyðist við náttúrulegt niðurbrot, heldur brotnar það niður í smærri hluta og verður að endingu að örplasti. Margar gerðir plasts eru ágætis endurvinnsluefni og vel er hægt að hækka endurvinnsluhlutfallið með markvissri flokkun. Endurvinnlustöð Sorpu. Almenningur og fyrirtæki flokka umbúðaplast í sérstakar tunnur við húsvegg og á grenndarstöðvum. Árlega sendir SORPA um tvö þúsund tonn af plasti til frekari flokkunar og endurvinnslu og endurnýtingu í Evrópu. Það plast sem ekki er hægt að endurvinna fer í brennslu til orkuframleiðslu. Eins og hvert mannsbarn veit eftir að hafa lesið þessa greinaröð okkar upp til agna þá er endurvinnsla betri meðhöndlun en orkuvinnsla, og orkuvinnsla er skárri meðhöndlun en urðun. Plast er hins vegar ekki allt skapað jafnt. Sumt plast er betra en annað til endurvinnslu. Þumalputtareglan er að því einsleitari sem plaststraumur er, þeim mun auðveldara er að endurvinna plastið. Blöndun á mismunandi plasti leiðir því til lægra endurvinnsluhlutfalls og meira magn fer til orkuvinnslu. Og blöndun á plasti við önnur efni, til dæmis pappír eða málma, þýðir að endurvinnsluaðilar geta yfirleitt bara unnið einn efnisstraum. Því getur SORPA ekki breytt og því getur almenningur ekki breytt. En því geta vöruhönnuðir, framleiðendur, innflytjendur og markaðsaðilar breytt. Við köllum því eftir betra plasti á markað sem er auðveldara að endurvinna. Fjórir flokkar af plasti á endurvinnslustöðvum Til að auka endurvinnslumöguleika plasts er plast nú líka flokkað í fjóra flokka á endurvinnslustöðvum SORPU. Það er ástæða fyrir því, við sitjum ekki allan daginn og reynum að fá hugmyndir til að flækja líf fólks að óþörfu. Ekki allan daginn. Flokkarnir eru: plastumbúðir (sama plast og má fara í tunnuna heima og á grenndarstöðvar), frauðplast, filmuplast og hart plast. Hver þessara plaststrauma þarf sértæka vinnslu hjá móttökuaðila. Með þessari flokkun er auðveldara fyrir móttökuaðila okkar að endurvinna plastið og hefur þessi fjórflokkun skilað sér í að umtalsvert meira af því plasti sem fólk hendir hjá SORPU er endurunnið, og minna er brennt til orkuvinnslu. Frauðplast er í þessu samhengi sérstaklega áhugavert. Með frauðplasti meinum við plastið sem er til dæmis utan um raftækin sem þú kaupir, en ekki bakkinn undan fiskinum. Bakkinn má fara í tunnuna heima, en við viljum alls ekki fá frauðplastið utan af raftækjunum í hana. Ef frauðplast blandast öðru plasti – sem allir sem hafa snert frauðplast vita að það gerist um leið og það molnar – þá rýrir það endurvinnslumöguleika annars plasts. Ef það er hins vegar flokkað frá er hægt að endurvinna það með tiltölulega góðum árangri, jafnvel allt að 80-90%. Þetta var plastið þitt. Í næstu viku ætlum við að segja þér hvað verður um það sem þú setur í nytjagáminn og er selt í Góða hirðinum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Umhverfismál Sorphirða Sorpa Loftslagsmál Gunnar Dofri Ólafsson Tengdar fréttir Hvað verður um pappírinn þinn? Pappír hefur fylgt manninum í mörg hundruð ár. Elstu dæmi um endurvinnslu á pappír birtast á níundu öld, þegar Japanir eru sagðir hafa endurnýtt pappír fyrstir allra. Pappír, og pappi, eru því gott endurvinnsluefni og mikilvægt að flokka rétt og vel. Rétt flokkun er nefnilega forsenda þess að öll endurvinnslukeðjan sem á eftir kemur virki sem skildi. 10. nóvember 2023 10:01 Hvað verður um blandaða ruslið þitt? Það rusl sem ekki er hægt að endurnota, endurvinna flokkast oft sem blandað rusl. Þetta getur verið ýmis konar rusl: dömubindi, blautklútar, bleyjur, ryksugupokar, kattasandur, hundaskítur, tyggjó, og margt, margt fleira. 1. nóvember 2023 10:30 Hvað verður um matarleifarnar þínar? Eitt það besta sem þú getur gert fyrir loftslagið er að flokka matarleifar. Fyrir skömmu hófst sérsöfnun á matarleifum á höfuðborgarsvæðinu og á Suðurnesjum. Í stað þess að urða matarleifar, sem veldur mikilli uppsöfnun gróðurhúsalofttegunda, vinnum við þær í GAJU, gas- og jarðgerðarstöð SORPU. 25. október 2023 08:00 Hvað eru endurnot, endurvinnsla og endurnýting? Við sem vinnum alla daga við að meðhöndla rusl vitum að flækjustig þessa málaflokks er mun meira en maður hefði haldið við fyrstu sýn. Þetta er jú bara rusl, hversu flókið getur þetta verið? 18. október 2023 08:00 Hvað verður um ruslið þitt? SORPA tekur á móti rúmlega 500 tonnum af rusli á dag. Árið 2022 voru þetta 188 þúsund tonn. Síðustu ár hefur orðið bylting til hins betra í viðhorfi til rusls. Markmiðið er ekki lengur að koma því fyrir kattarnef með eins ódýrum hætti og hægt er – það er: grafa það í jörðu – heldur grípa til lausna til að draga úr óþarfa neyslu og meðhöndla með sem bestum hætti það rusl sem við framleiðum öll. 12. október 2023 15:31 Mest lesið Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Áform sem ógna hagsmunum sveitarfélaga Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Er RÚV, BBC okkar Íslendinga? Páll Steingrímsson Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Aðvörunarorð Rutte, framkvæmdastjóra NATO Arnór Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Skoðun Fræðsla, forvarnir og lög gegn stafrænu ofbeldi Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hvaða öryggistæki á daginn í dag? Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Er RÚV, BBC okkar Íslendinga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Meira fyrir eldri borgara Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Opin Þjóðkirkja í sókn Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Áform sem ógna hagsmunum sveitarfélaga Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Aðvörunarorð Rutte, framkvæmdastjóra NATO Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Ekki stimpla mig! Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Karlar gegn kynbundnu ofbeldi Þorgerður J. Einarsdóttir,Ingólfur Á. Jóhannesson skrifar Skoðun 3.860 börn í Reykjavík nýttu ekki frístundastyrkinn Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aldrei gefast upp Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Að búa til eitthvað úr engu Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi: Ógn sem fylgir þolendum hvert sem þeir fara Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Mikilvægt að taka upp keflið og byrja að baka Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Sakborningurinn og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Vinnum hratt og vinnum saman Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Er líf karlmanns 75% af virði lífi konu? Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Plast er algjört undraefni. Það framlengir líftíma matvæla og er nauðsynlegt í heilbrigðisþjónustu og ýmsum iðnaði. En plast á sínar skuggahliðar. Við notum allt of mikið af því og framleiðendur mættu leggja sig betur fram við að framleiða og setja á markað plast sem er auðveldara að endurvinna. Plast hverfur ekki eða eyðist við náttúrulegt niðurbrot, heldur brotnar það niður í smærri hluta og verður að endingu að örplasti. Margar gerðir plasts eru ágætis endurvinnsluefni og vel er hægt að hækka endurvinnsluhlutfallið með markvissri flokkun. Endurvinnlustöð Sorpu. Almenningur og fyrirtæki flokka umbúðaplast í sérstakar tunnur við húsvegg og á grenndarstöðvum. Árlega sendir SORPA um tvö þúsund tonn af plasti til frekari flokkunar og endurvinnslu og endurnýtingu í Evrópu. Það plast sem ekki er hægt að endurvinna fer í brennslu til orkuframleiðslu. Eins og hvert mannsbarn veit eftir að hafa lesið þessa greinaröð okkar upp til agna þá er endurvinnsla betri meðhöndlun en orkuvinnsla, og orkuvinnsla er skárri meðhöndlun en urðun. Plast er hins vegar ekki allt skapað jafnt. Sumt plast er betra en annað til endurvinnslu. Þumalputtareglan er að því einsleitari sem plaststraumur er, þeim mun auðveldara er að endurvinna plastið. Blöndun á mismunandi plasti leiðir því til lægra endurvinnsluhlutfalls og meira magn fer til orkuvinnslu. Og blöndun á plasti við önnur efni, til dæmis pappír eða málma, þýðir að endurvinnsluaðilar geta yfirleitt bara unnið einn efnisstraum. Því getur SORPA ekki breytt og því getur almenningur ekki breytt. En því geta vöruhönnuðir, framleiðendur, innflytjendur og markaðsaðilar breytt. Við köllum því eftir betra plasti á markað sem er auðveldara að endurvinna. Fjórir flokkar af plasti á endurvinnslustöðvum Til að auka endurvinnslumöguleika plasts er plast nú líka flokkað í fjóra flokka á endurvinnslustöðvum SORPU. Það er ástæða fyrir því, við sitjum ekki allan daginn og reynum að fá hugmyndir til að flækja líf fólks að óþörfu. Ekki allan daginn. Flokkarnir eru: plastumbúðir (sama plast og má fara í tunnuna heima og á grenndarstöðvar), frauðplast, filmuplast og hart plast. Hver þessara plaststrauma þarf sértæka vinnslu hjá móttökuaðila. Með þessari flokkun er auðveldara fyrir móttökuaðila okkar að endurvinna plastið og hefur þessi fjórflokkun skilað sér í að umtalsvert meira af því plasti sem fólk hendir hjá SORPU er endurunnið, og minna er brennt til orkuvinnslu. Frauðplast er í þessu samhengi sérstaklega áhugavert. Með frauðplasti meinum við plastið sem er til dæmis utan um raftækin sem þú kaupir, en ekki bakkinn undan fiskinum. Bakkinn má fara í tunnuna heima, en við viljum alls ekki fá frauðplastið utan af raftækjunum í hana. Ef frauðplast blandast öðru plasti – sem allir sem hafa snert frauðplast vita að það gerist um leið og það molnar – þá rýrir það endurvinnslumöguleika annars plasts. Ef það er hins vegar flokkað frá er hægt að endurvinna það með tiltölulega góðum árangri, jafnvel allt að 80-90%. Þetta var plastið þitt. Í næstu viku ætlum við að segja þér hvað verður um það sem þú setur í nytjagáminn og er selt í Góða hirðinum.
Hvað verður um pappírinn þinn? Pappír hefur fylgt manninum í mörg hundruð ár. Elstu dæmi um endurvinnslu á pappír birtast á níundu öld, þegar Japanir eru sagðir hafa endurnýtt pappír fyrstir allra. Pappír, og pappi, eru því gott endurvinnsluefni og mikilvægt að flokka rétt og vel. Rétt flokkun er nefnilega forsenda þess að öll endurvinnslukeðjan sem á eftir kemur virki sem skildi. 10. nóvember 2023 10:01
Hvað verður um blandaða ruslið þitt? Það rusl sem ekki er hægt að endurnota, endurvinna flokkast oft sem blandað rusl. Þetta getur verið ýmis konar rusl: dömubindi, blautklútar, bleyjur, ryksugupokar, kattasandur, hundaskítur, tyggjó, og margt, margt fleira. 1. nóvember 2023 10:30
Hvað verður um matarleifarnar þínar? Eitt það besta sem þú getur gert fyrir loftslagið er að flokka matarleifar. Fyrir skömmu hófst sérsöfnun á matarleifum á höfuðborgarsvæðinu og á Suðurnesjum. Í stað þess að urða matarleifar, sem veldur mikilli uppsöfnun gróðurhúsalofttegunda, vinnum við þær í GAJU, gas- og jarðgerðarstöð SORPU. 25. október 2023 08:00
Hvað eru endurnot, endurvinnsla og endurnýting? Við sem vinnum alla daga við að meðhöndla rusl vitum að flækjustig þessa málaflokks er mun meira en maður hefði haldið við fyrstu sýn. Þetta er jú bara rusl, hversu flókið getur þetta verið? 18. október 2023 08:00
Hvað verður um ruslið þitt? SORPA tekur á móti rúmlega 500 tonnum af rusli á dag. Árið 2022 voru þetta 188 þúsund tonn. Síðustu ár hefur orðið bylting til hins betra í viðhorfi til rusls. Markmiðið er ekki lengur að koma því fyrir kattarnef með eins ódýrum hætti og hægt er – það er: grafa það í jörðu – heldur grípa til lausna til að draga úr óþarfa neyslu og meðhöndla með sem bestum hætti það rusl sem við framleiðum öll. 12. október 2023 15:31
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi: Ógn sem fylgir þolendum hvert sem þeir fara Jenný Kristín Valberg skrifar
Skoðun Mikilvægt að taka upp keflið og byrja að baka Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar